Undirfjármagnaður Háskóli Aron Ólafsson skrifar 9. maí 2016 09:00 Í þessari viku stefnum við í Stúdentaráði Háskóla Íslands á að birta daglega grein sem varpar ljósi á afleiðingarnar sem fylgja því að reka undirfjármagnaðan Háskóla. Til þess að leysa þann vanda verðum við fyrst að spyrja okkur að því hvernig háskólakerfi við viljum reka. Við nemendur viljum að hér sé háskólakerfi sem er leiðandi á öllum sviðum og stuðlar að aukinni þekkingu ungs fólks. Eftir efnahagshrunið 2008 hefur nemendum við Háskóla Íslands fjölgað umtalsvert en því miður hefur fjármagn ekki fylgt þeirri fjölgun. Eftir hrun varð 20% lækkun á framlögum til Háskólans á sama tíma og nemendum fjölgaði um 20%. Þá sýna mælingar OECD að íslenska háskólakerfið er langt á eftir Norðurlöndunum og meðaltali OECD landanna þegar kemur að fjármagni á hvern nemanda. Það er hin mesta furða að skólinn hafi náð að halda uppi kennslu og rannsóknum með því fjármagni sem honum hefur verið úthlutað síðastliðin ár. Það verður þó ekki hægt til lengdar því álag á kennara og annað starfsfólk er gríðarlegt. Nemendur finna fyrir því að framþróun í Háskólanum gengur hægt þar sem ekki er til staðar fjármagn til að stuðla að nútímavæddri kennslu, þróa tengsl námsins við framtíðar starfsvettvang og skapa ungu fólki tækifæri. Í nýsamþykktri stefnu Háskóla Íslands eru gæði og þróun náms sett í öndvegi. Til að búa nemendur undir þátttöku í fjölbreyttu atvinnulífi og áframhaldandi námi verður skólinn sífellt að þróa kennsluhætti og námsaðstöðu, hvetja til nýsköpunar í kennslu og styrkja tengsl á milli náms og atvinnulífs. Þrátt fyrir þrönga fjárhagsstöðu síðustu ára eru nú sett fram metnaðarfull markmið og aðgerðir í stefnu Háskólans um hvernig megi stuðla að sífelldri framþróun náms. Það er ljóst að Háskólinn verður að fá stuðning til að geta fylgt þessari stefnu eftir. Stúdentar tóku virkan þátt í að móta stefnuna og lögðu í þeirri vinnu gríðarmikla áherslu á að aukinn stuðningur við þróun og gæði náms verði í brennidepli í starfi skólans á næstu árum. Háskóli Íslands skipar sér í hóp efstu 2% bestu háskóla. Það er mikil viðurkenning á störfum kennara og stjórnsýslu. Nemendur njóta góðs af því þegar kemur að því að fá námsgráður viðurkenndar hér og erlendis. En það er því miður ekki kennslan sem skilar okkur þessari viðurkenningu en í matinu sem liggur til grundvallar þessarar röðunar fær Háskólinn 16,8 stig af 100 fyrir kennsluþáttinn. Það má því segja að kennslan haldi aftur af okkur. Hugvit kennara og þeirra rannsóknir hafa lyft Háskóla Íslands á þann stall sem hann er á í dag. En það vantar fjármagn til að vinna að framförum og tryggja þann árangur sem hefur náðst. Langvarandi álag á kennara og lítill stuðningur við kennara og nemendur skapar raunverulega hættu á að skólinn missi sína bestu starfsmenn. Nú er sóknarfæri sem nýta má til að bæta um betur og byggja hér upp öflugt þekkingarsamfélag, sem er ein skynsamlegasta fjárfesting sem hugsast getur þegar litið er fram á veginn. Þessi pistill er upphafið að greinaskriftaátaki nemenda Háskóla Íslands. Það er löngu ljóst að nemendur eru komnir með nóg af undirfjármögnuðu háskólakerfi og á næstu dögum munum við varpa ljósi á þau vandamál og vannýttu tækifæri sem Háskóli Íslands glímir við vegna skorts á fjármagni.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessari viku stefnum við í Stúdentaráði Háskóla Íslands á að birta daglega grein sem varpar ljósi á afleiðingarnar sem fylgja því að reka undirfjármagnaðan Háskóla. Til þess að leysa þann vanda verðum við fyrst að spyrja okkur að því hvernig háskólakerfi við viljum reka. Við nemendur viljum að hér sé háskólakerfi sem er leiðandi á öllum sviðum og stuðlar að aukinni þekkingu ungs fólks. Eftir efnahagshrunið 2008 hefur nemendum við Háskóla Íslands fjölgað umtalsvert en því miður hefur fjármagn ekki fylgt þeirri fjölgun. Eftir hrun varð 20% lækkun á framlögum til Háskólans á sama tíma og nemendum fjölgaði um 20%. Þá sýna mælingar OECD að íslenska háskólakerfið er langt á eftir Norðurlöndunum og meðaltali OECD landanna þegar kemur að fjármagni á hvern nemanda. Það er hin mesta furða að skólinn hafi náð að halda uppi kennslu og rannsóknum með því fjármagni sem honum hefur verið úthlutað síðastliðin ár. Það verður þó ekki hægt til lengdar því álag á kennara og annað starfsfólk er gríðarlegt. Nemendur finna fyrir því að framþróun í Háskólanum gengur hægt þar sem ekki er til staðar fjármagn til að stuðla að nútímavæddri kennslu, þróa tengsl námsins við framtíðar starfsvettvang og skapa ungu fólki tækifæri. Í nýsamþykktri stefnu Háskóla Íslands eru gæði og þróun náms sett í öndvegi. Til að búa nemendur undir þátttöku í fjölbreyttu atvinnulífi og áframhaldandi námi verður skólinn sífellt að þróa kennsluhætti og námsaðstöðu, hvetja til nýsköpunar í kennslu og styrkja tengsl á milli náms og atvinnulífs. Þrátt fyrir þrönga fjárhagsstöðu síðustu ára eru nú sett fram metnaðarfull markmið og aðgerðir í stefnu Háskólans um hvernig megi stuðla að sífelldri framþróun náms. Það er ljóst að Háskólinn verður að fá stuðning til að geta fylgt þessari stefnu eftir. Stúdentar tóku virkan þátt í að móta stefnuna og lögðu í þeirri vinnu gríðarmikla áherslu á að aukinn stuðningur við þróun og gæði náms verði í brennidepli í starfi skólans á næstu árum. Háskóli Íslands skipar sér í hóp efstu 2% bestu háskóla. Það er mikil viðurkenning á störfum kennara og stjórnsýslu. Nemendur njóta góðs af því þegar kemur að því að fá námsgráður viðurkenndar hér og erlendis. En það er því miður ekki kennslan sem skilar okkur þessari viðurkenningu en í matinu sem liggur til grundvallar þessarar röðunar fær Háskólinn 16,8 stig af 100 fyrir kennsluþáttinn. Það má því segja að kennslan haldi aftur af okkur. Hugvit kennara og þeirra rannsóknir hafa lyft Háskóla Íslands á þann stall sem hann er á í dag. En það vantar fjármagn til að vinna að framförum og tryggja þann árangur sem hefur náðst. Langvarandi álag á kennara og lítill stuðningur við kennara og nemendur skapar raunverulega hættu á að skólinn missi sína bestu starfsmenn. Nú er sóknarfæri sem nýta má til að bæta um betur og byggja hér upp öflugt þekkingarsamfélag, sem er ein skynsamlegasta fjárfesting sem hugsast getur þegar litið er fram á veginn. Þessi pistill er upphafið að greinaskriftaátaki nemenda Háskóla Íslands. Það er löngu ljóst að nemendur eru komnir með nóg af undirfjármögnuðu háskólakerfi og á næstu dögum munum við varpa ljósi á þau vandamál og vannýttu tækifæri sem Háskóli Íslands glímir við vegna skorts á fjármagni.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun