Pinnonen kominn í hóp með Duranona og Kalandadze Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2016 11:30 Pinnonen hleður í skot. vísir/ernir Mikk Pinnonen átti stórleik þegar Afturelding lagði Hauka að velli, 31-34, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís-deildar karla í gær. Eistinn skoraði 10 mörk, mörg hver glæsileg, átti auk þess nokkrar stoðsendingar á félaga sína. Pinnonen kom til Aftureldingar í byrjun árs og hefur reynst Mosfellingum vel. Eistinn, sem spilar annað hvort sem leikstjórnandi eða vinstri skytta, skoraði 50 mörk í níu leikjum í deildarkeppninni og er kominn með 39 mörk í úrslitakeppninni, flesta allra í liði Aftureldingar. Það þarf að fara aftur til ársins 2005 til að finna annan erlendan leikmann sem skoraði 10 mörk eða meira í leik í lokaúrslitum. Það var Georgíumaðurinn Tite Kalandadze sem gerði 10 mörk þegar ÍBV tapaði 31-30 fyrir Haukum í fyrsta leik lokaúrslitanna.Duranona og Geir Sveinsson á góðri stund á HM í Kumamoto 1997.vísir/ljósmyndasafn reykjavíkur/þökRaunar eru þeir bara þrír, erlendu leikmennirnir sem hafa náð að fylla tuginn í markaskorun í einum leik í lokaúrslitum Íslandsmótsins. Róbert Julian Duranona náði þeim áfanga fimm sinnum með KA í lokaúrslitunum 1996 og 1997. Duranona skoraði mest 13 mörk í öðrum leiknum gegn Val 1996, einu sinni gerði hann 12 mörk og þrisvar sinnum 11 mörk. Duranona, sem er frá Kúbu en fékk íslenskan ríkisborgararétt 1996, var nánast óstöðvandi þau tvö tímabil sem hann spilaði á Íslandi. KA fór í lokaúrslitin bæði árin sem þessi öfluga skytta var hér á landi og vann Íslandsmeistaratitilinn 1997 eftir 3-1 sigur á Aftureldingu. Duranona skoraði alls 82 mörk í átta leikjum í lokaúrslitum, eða 10,25 mörk að meðaltali í leik.Flest mörk hjá erlendum leikmanni í lokaúrslitum: 13/7 - Róbert Julian Duranona (KA) í leik 2 gegn Val 1996 12/5 - Róbert Julian Duranona í leik 2 gegn Aftureldingu 1997 11/1 - Róbert Julian Duranona í leik 4 gegn Aftureldingu 1997 11/3 - Róbert Julian Duranona í leik 3 gegn Val 1996 11/8 - Róbert Julian Duranona í leik 1 gegn Val 1996 10 - Mikk Pinnonen (Afturelding) í leik 1 gegn Haukum 2016 10 - Tite Kalandadze (ÍBV) í leik 1 gegn Haukum 2005 9 - Petr Baumruk (Haukar) í leik 3 gegn Val 1994 9 - Andrius Stelmokas (KA) í leik 2 gegn Val 2002 9 - Tite Kalandadze í leik 2 gegn Haukum 2005 9/2 - Oleg Titov (Fram) í leik 3 gegn Val 1998 9/4 - Sergei Ziza (KA) í leik 3 gegn Aftureldingu 1997 Olís-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira
Mikk Pinnonen átti stórleik þegar Afturelding lagði Hauka að velli, 31-34, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís-deildar karla í gær. Eistinn skoraði 10 mörk, mörg hver glæsileg, átti auk þess nokkrar stoðsendingar á félaga sína. Pinnonen kom til Aftureldingar í byrjun árs og hefur reynst Mosfellingum vel. Eistinn, sem spilar annað hvort sem leikstjórnandi eða vinstri skytta, skoraði 50 mörk í níu leikjum í deildarkeppninni og er kominn með 39 mörk í úrslitakeppninni, flesta allra í liði Aftureldingar. Það þarf að fara aftur til ársins 2005 til að finna annan erlendan leikmann sem skoraði 10 mörk eða meira í leik í lokaúrslitum. Það var Georgíumaðurinn Tite Kalandadze sem gerði 10 mörk þegar ÍBV tapaði 31-30 fyrir Haukum í fyrsta leik lokaúrslitanna.Duranona og Geir Sveinsson á góðri stund á HM í Kumamoto 1997.vísir/ljósmyndasafn reykjavíkur/þökRaunar eru þeir bara þrír, erlendu leikmennirnir sem hafa náð að fylla tuginn í markaskorun í einum leik í lokaúrslitum Íslandsmótsins. Róbert Julian Duranona náði þeim áfanga fimm sinnum með KA í lokaúrslitunum 1996 og 1997. Duranona skoraði mest 13 mörk í öðrum leiknum gegn Val 1996, einu sinni gerði hann 12 mörk og þrisvar sinnum 11 mörk. Duranona, sem er frá Kúbu en fékk íslenskan ríkisborgararétt 1996, var nánast óstöðvandi þau tvö tímabil sem hann spilaði á Íslandi. KA fór í lokaúrslitin bæði árin sem þessi öfluga skytta var hér á landi og vann Íslandsmeistaratitilinn 1997 eftir 3-1 sigur á Aftureldingu. Duranona skoraði alls 82 mörk í átta leikjum í lokaúrslitum, eða 10,25 mörk að meðaltali í leik.Flest mörk hjá erlendum leikmanni í lokaúrslitum: 13/7 - Róbert Julian Duranona (KA) í leik 2 gegn Val 1996 12/5 - Róbert Julian Duranona í leik 2 gegn Aftureldingu 1997 11/1 - Róbert Julian Duranona í leik 4 gegn Aftureldingu 1997 11/3 - Róbert Julian Duranona í leik 3 gegn Val 1996 11/8 - Róbert Julian Duranona í leik 1 gegn Val 1996 10 - Mikk Pinnonen (Afturelding) í leik 1 gegn Haukum 2016 10 - Tite Kalandadze (ÍBV) í leik 1 gegn Haukum 2005 9 - Petr Baumruk (Haukar) í leik 3 gegn Val 1994 9 - Andrius Stelmokas (KA) í leik 2 gegn Val 2002 9 - Tite Kalandadze í leik 2 gegn Haukum 2005 9/2 - Oleg Titov (Fram) í leik 3 gegn Val 1998 9/4 - Sergei Ziza (KA) í leik 3 gegn Aftureldingu 1997
Olís-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira