Gunnleifur: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. maí 2016 15:36 Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, fer ekki á EM. vísir/vilhelm „Gummi [Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari landsliðsins] hringdi í mig korteri fyrir blaðamannafundinn og tilkynnti mér að ég færi ekki með,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, í viðtali við Vísi. Það kom vafalítið mörgum á óvart að sjá að Gunnleifur var ekki valin í EM-hóp Íslands í dag en þessi aldursforseti hópsins undanfarin ár hefur verið fastagestur í landsliðshópnum. „Ég ætla ekkert að fela það að ég var miður mín að fá þessar fréttir. Þetta var eitthvað sem ég bjóst ekki við. Ég skal viðurkenna það að þetta kom mér á óvart,“ segir Gunnleifur. „En svona er þetta bara. Ég er ekkert að fara að grenja út af þessu. Ég hef lent í miklu meiri áföllum í lífinu heldur en þessu. Ég verð samt alltaf klár,“ segir hann bara nokkuð léttur miðað við fréttir dagsins. Gunnleifur var ekki búinn að fá neinar vísbendingar um hvort hann væri í hópnum eða ekki áður en Guðmundur Hreiðarsson hringdi í hann í hádeginu í dag. Hann fékk engar útskýringar beint og var ekki að leitast eftir þeim. „Ég var ekkert að pumpa hann og vera eitthvað grenjandi í símann rétt fyrir fundinn hjá þeim. Það hefur ekkert upp á sig. Ég er ekkert að yngjast eða að fara að bæta mig sem markvörður en ég hef verið fastamaður í þessum hópi og verið vel metinn innan hans. Ég er í sama standi og undanfarin ár en þeir sjá eitthvað í hinum markvörðunum,“ segir Gunnleifur sem styður auðvitað kollega sína í markinu. „Allir þessi markverðir eru frambærilegir og ég kem til með að vera í góðu sambandi við Hannes og Ögmund sérstaklega sem eru góðir vinir mínir.“ Aðspurður í gríni með hvaða liði hann haldi á EM í ljósi þessara tíðinda svarar Gunnleifur: „Svíum,“ og skellihlær. „Auðvitað verð ég fremstur í flokki í íslensku stuðningsmannasveitinni. Það er engin spurning. Þetta eru allt vinir mínir og ég vona að þeim gangi sem allra best,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Auðvelda svarið er að ég fæddist of snemma Lars Lagerbäck segist hafa tekið ákvörðun um að hætta með íslenska landsliðið fyrir um mánuði síðan. 9. maí 2016 13:37 Hjörtur var rúmlega eins árs þegar Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik Eiður Smári Guðjohnsen er elstur, leikja- og markahæstur í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í sumar. 9. maí 2016 14:21 Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn glíma við meiðsli Þrír lykilmenn eru í kapphlaupi við tímann. 9. maí 2016 14:13 Heimir: Íslenskir knattspyrnumenn eru verðmætari en fyrir ári síðan Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir að íslensk knattspyrna verði að átta sig á verðmætum hennar. 9. maí 2016 13:46 Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24 Heimir þakkaði Óla Jó og Pétri Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson fengu rós í hnappagatið frá Lars og Heimi. 9. maí 2016 13:48 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
„Gummi [Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari landsliðsins] hringdi í mig korteri fyrir blaðamannafundinn og tilkynnti mér að ég færi ekki með,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, í viðtali við Vísi. Það kom vafalítið mörgum á óvart að sjá að Gunnleifur var ekki valin í EM-hóp Íslands í dag en þessi aldursforseti hópsins undanfarin ár hefur verið fastagestur í landsliðshópnum. „Ég ætla ekkert að fela það að ég var miður mín að fá þessar fréttir. Þetta var eitthvað sem ég bjóst ekki við. Ég skal viðurkenna það að þetta kom mér á óvart,“ segir Gunnleifur. „En svona er þetta bara. Ég er ekkert að fara að grenja út af þessu. Ég hef lent í miklu meiri áföllum í lífinu heldur en þessu. Ég verð samt alltaf klár,“ segir hann bara nokkuð léttur miðað við fréttir dagsins. Gunnleifur var ekki búinn að fá neinar vísbendingar um hvort hann væri í hópnum eða ekki áður en Guðmundur Hreiðarsson hringdi í hann í hádeginu í dag. Hann fékk engar útskýringar beint og var ekki að leitast eftir þeim. „Ég var ekkert að pumpa hann og vera eitthvað grenjandi í símann rétt fyrir fundinn hjá þeim. Það hefur ekkert upp á sig. Ég er ekkert að yngjast eða að fara að bæta mig sem markvörður en ég hef verið fastamaður í þessum hópi og verið vel metinn innan hans. Ég er í sama standi og undanfarin ár en þeir sjá eitthvað í hinum markvörðunum,“ segir Gunnleifur sem styður auðvitað kollega sína í markinu. „Allir þessi markverðir eru frambærilegir og ég kem til með að vera í góðu sambandi við Hannes og Ögmund sérstaklega sem eru góðir vinir mínir.“ Aðspurður í gríni með hvaða liði hann haldi á EM í ljósi þessara tíðinda svarar Gunnleifur: „Svíum,“ og skellihlær. „Auðvitað verð ég fremstur í flokki í íslensku stuðningsmannasveitinni. Það er engin spurning. Þetta eru allt vinir mínir og ég vona að þeim gangi sem allra best,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Auðvelda svarið er að ég fæddist of snemma Lars Lagerbäck segist hafa tekið ákvörðun um að hætta með íslenska landsliðið fyrir um mánuði síðan. 9. maí 2016 13:37 Hjörtur var rúmlega eins árs þegar Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik Eiður Smári Guðjohnsen er elstur, leikja- og markahæstur í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í sumar. 9. maí 2016 14:21 Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn glíma við meiðsli Þrír lykilmenn eru í kapphlaupi við tímann. 9. maí 2016 14:13 Heimir: Íslenskir knattspyrnumenn eru verðmætari en fyrir ári síðan Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir að íslensk knattspyrna verði að átta sig á verðmætum hennar. 9. maí 2016 13:46 Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24 Heimir þakkaði Óla Jó og Pétri Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson fengu rós í hnappagatið frá Lars og Heimi. 9. maí 2016 13:48 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Lars: Auðvelda svarið er að ég fæddist of snemma Lars Lagerbäck segist hafa tekið ákvörðun um að hætta með íslenska landsliðið fyrir um mánuði síðan. 9. maí 2016 13:37
Hjörtur var rúmlega eins árs þegar Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik Eiður Smári Guðjohnsen er elstur, leikja- og markahæstur í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í sumar. 9. maí 2016 14:21
Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn glíma við meiðsli Þrír lykilmenn eru í kapphlaupi við tímann. 9. maí 2016 14:13
Heimir: Íslenskir knattspyrnumenn eru verðmætari en fyrir ári síðan Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir að íslensk knattspyrna verði að átta sig á verðmætum hennar. 9. maí 2016 13:46
Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24
Heimir þakkaði Óla Jó og Pétri Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson fengu rós í hnappagatið frá Lars og Heimi. 9. maí 2016 13:48