Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, hefur dregið til baka ummæli sín um að hann myndi hækka skatta á hina ríku. Þess í stað segir hann að efnaðir Bandaríkjamenn myndu fá minni skattalækkun en aðrir íbúar Bandaríkjanna.
Hann sagði í dag að lækkun skatta á miðstéttina og fyrirtæki séu í forgangi hjá honum. Samkvæmt tillögum hans, sem hann lagði fram í september, vill hann lækka hátekjuskatt um fjórðung, en hann er nú 39,6 prósent.
Sjá einnig: Trump býst við að hækka skatta hinna ríkustu
Hillary Clinton og starfsmenn hennar hafa notað þessi ummæli gegn honum.
„Þetta er skattastefna frá milljarðamæringi, fyrir milljarðamæringa,“ sagði Jake Sullivan, sem kemur að framboði Clinton. „Eftir ruglingsleg ummæli um helgina hefur hann nú staðfest að skattastefna hans myndi þýða mikla afslætti fyrir hina ríku. Hver veit hvað hann mun segja á morgun.“
Trump bakkar með ummæli um hærri skatta á ríka
Samúel Karl Ólason skrifar
