Fimm mánaða eltingarleikur? Tómas Þór Þórðarsom skrifar 30. apríl 2016 09:00 FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í fyrra. Vísir/Þórdís Pepsi-deild karla í fótbolta fer af stað á sunnudaginn. Upphafsleikur mótsins er viðureign nýliða Þróttar og Íslandsmeistara FH en hann fer fram klukkan 16.00 á gervigrasi Þróttara í Laugardalnum. FH er talið af allflestum langlíklegasta liðið til að vinna Íslandsmótið annað árið í röð og í áttunda sinn í sögu félagsins. Samfelld fótboltaveisla hefur verið í Hafnarfirðinum síðan liðið vann sinn fyrsta titil árið 20014, en síðan þá hefur liðið aldrei lent neðar en í öðru sæti.FH-ingar eru það góðir Með sigri á Þrótti kemst FH á topp deildarinnar. Engar fréttir þar. En með öruggum sigri, sem er ekki hægt að útiloka vegna munarins á gæðum liðanna, getur FH verið á toppnum eftir fyrstu umferðina. Hafnafjarðarliðið er það gott að það hefur burði til að vera á toppnum frá fyrstu umferð til þeirrar síðustu. Því gæti Íslandsmótið orðið fimm mánaða eltingarleikur annarra liða á borð við KR, Stjörnuna, Val og Breiðablik við ríkjandi meistara. Stjarnan er eina liðið sem getur státað af öðrum eins leikmannahópi og FH. Þar eru nánast tveir menn í öllum stöðum, en þegar Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari liðsins, hefur alla menn heila þarf hann að halda 3-4 leikmönnum, sem gætu labbað inn í önnur lið deildarinnar, á bekknum. Stjörnumenn geta orðið sinn versti óvinur í sumar séu ekki allir að keppa að sama markmiði en með liðsheild og gleði í Garðabænum eru gæðin næg til að endurheimta titilinn sem liðið vann 2014. KR-ingarnir eru með mun minni hóp en firnasterkt byrjunarlið og nokkra til taks. Í Vesturbænum virðist sem svo að ungir leikmenn liðsins, þá sérstaklega fæddir 1998 og 1999, fái tækifæri og líklega verða þjálfararnir að gefa nokkrum tækifæri í fyrstu umferðunum vegna meiðsla lykilmanna. KR getur einnig blandað sér í titilbaráttuna haldist liðið þokkalega heilt. Varnarleikurinn verður líklega aðalsmerki Vesturbæinga í sumar.Hörð barátta um Evrópusæti Evrópubaráttan verður hörð enda gæðin í deildinni sjaldan verið meiri og líklega þau mestu síðan rétt fyrir hrun. Liðin hafa hrúgað inn erlendum leikmönnum en þeir hafa aldrei verið fleiri; 61 talsins þegar þú, lesandi góður, lest þessa grein. Þeim mun fjölga áður en félagaskiptaglugginn lokast. Peningarnir eru augljóslega miklu meiri enda hágæða leikmenn í öllum liðum og útlendingar flestir búnir að vera hér í allan vetur. En íslensku leikmennirnir eru líka góðir og liðin sterk. Auðveldlega má búast við einu mest „sexí“ fótboltasumri í langan tíma. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Pepsi-deild karla í fótbolta fer af stað á sunnudaginn. Upphafsleikur mótsins er viðureign nýliða Þróttar og Íslandsmeistara FH en hann fer fram klukkan 16.00 á gervigrasi Þróttara í Laugardalnum. FH er talið af allflestum langlíklegasta liðið til að vinna Íslandsmótið annað árið í röð og í áttunda sinn í sögu félagsins. Samfelld fótboltaveisla hefur verið í Hafnarfirðinum síðan liðið vann sinn fyrsta titil árið 20014, en síðan þá hefur liðið aldrei lent neðar en í öðru sæti.FH-ingar eru það góðir Með sigri á Þrótti kemst FH á topp deildarinnar. Engar fréttir þar. En með öruggum sigri, sem er ekki hægt að útiloka vegna munarins á gæðum liðanna, getur FH verið á toppnum eftir fyrstu umferðina. Hafnafjarðarliðið er það gott að það hefur burði til að vera á toppnum frá fyrstu umferð til þeirrar síðustu. Því gæti Íslandsmótið orðið fimm mánaða eltingarleikur annarra liða á borð við KR, Stjörnuna, Val og Breiðablik við ríkjandi meistara. Stjarnan er eina liðið sem getur státað af öðrum eins leikmannahópi og FH. Þar eru nánast tveir menn í öllum stöðum, en þegar Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari liðsins, hefur alla menn heila þarf hann að halda 3-4 leikmönnum, sem gætu labbað inn í önnur lið deildarinnar, á bekknum. Stjörnumenn geta orðið sinn versti óvinur í sumar séu ekki allir að keppa að sama markmiði en með liðsheild og gleði í Garðabænum eru gæðin næg til að endurheimta titilinn sem liðið vann 2014. KR-ingarnir eru með mun minni hóp en firnasterkt byrjunarlið og nokkra til taks. Í Vesturbænum virðist sem svo að ungir leikmenn liðsins, þá sérstaklega fæddir 1998 og 1999, fái tækifæri og líklega verða þjálfararnir að gefa nokkrum tækifæri í fyrstu umferðunum vegna meiðsla lykilmanna. KR getur einnig blandað sér í titilbaráttuna haldist liðið þokkalega heilt. Varnarleikurinn verður líklega aðalsmerki Vesturbæinga í sumar.Hörð barátta um Evrópusæti Evrópubaráttan verður hörð enda gæðin í deildinni sjaldan verið meiri og líklega þau mestu síðan rétt fyrir hrun. Liðin hafa hrúgað inn erlendum leikmönnum en þeir hafa aldrei verið fleiri; 61 talsins þegar þú, lesandi góður, lest þessa grein. Þeim mun fjölga áður en félagaskiptaglugginn lokast. Peningarnir eru augljóslega miklu meiri enda hágæða leikmenn í öllum liðum og útlendingar flestir búnir að vera hér í allan vetur. En íslensku leikmennirnir eru líka góðir og liðin sterk. Auðveldlega má búast við einu mest „sexí“ fótboltasumri í langan tíma.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira