Tugmilljarða fjárfestingar í heilbrigðiskerfi og innviðum Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2016 14:32 Ríkisstjórnin boðar stóraukin útgjöld til heilbrigðismála og fleiri málaflokka á næstu fimm árum í fyrstu fjármálaáætlun stjórnvalda sem lögð var fyrir Alþingi í gær. Fjármálaráðherra segir Íslendinga nú í kraftmiklu hagvaxtarskeiði enda hafi skuldir ríkissjóðs lækkað mikið undanfarin misseri. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu í gær fyrstu langtíma fjármálastefnu og fjármálaáætlun íslenskra stjórnvalda til fimm ára, sem unnið hefur verið að í tíð tveggja ríkisstjórna. Ráðherrarnir segja að batnandi þjóðarhagur að undanförnu með niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs, auknum kaupmætti heimilanna og hagstæðum ytri skilyrðum, geri ríkissjóði kleift að setja 42 milljarða í ýmis verkefni ráðuneyta og stofnana þeirra á næstu árum og um 75 milljarða í fjárfestingar, umfram það sem nú er. Í fjármálastefnunni eru tiltekin ýmis stór verkefni og munar þar mestu um þrjátíu milljarða hækkun framlaga til heilbrigðismála fram til ársins 2021 og verða framlögin þá komin í um 200 milljarða króna. Fjármálaráðherra segir að þessar áætlanir sýni að það sé svigrúm til þessara verkefna. „Á sama tíma og við skilum góðum afgangi og lækkandi skuldum. Við erum semsagt í inni í miðju mjög kraftmiklu hagvaxtarskeiði, við höfum tekið út mikinn kaupmátt á undanförnum árum og þurfum að tryggja að ríkisfjármálin og fjármál sveitarfélaganna styðji við þetta ástand þannig að við fáum svona mjúka lendingu og vaxandi lífskjör á breiðum grunni.“ Ráðherrann talar um „mjúka lendingu" sem var vinsælt hugtak í aðdraganda efnahagshrunsins en Bjarni varar líka við því að farið verði of geyst í málin vegna þenslueinkenna í hagkerfinu.Hvernig fer þetta saman?„Það má segja að það sé það góður gangur í hagkerfinu, heilt yfir, að ef við gætum okkar á að halda eftir um einu prósent af landsframleiðslunni í afkomu að þá mun skapast svigrúm vegna vaxandi tekna og vegna lægri vaxtagjalda til þess að gera betur mjög víða. En það má ekkert miklu muna, við erum háð því að hagvöxturinn haldi áfram.“ Ef menn gangi of hratt um gleðinnar dyr með of miklum útgjöldum sé auðvelt að missa málin úr höndum sér og breyting á ytri skilyrðum eins og á olíuverði geti breytt stöðunni. Miðað við spár geti ríkissjóður hins vegar í fyrsta sinn gert grein fyrir fjármögnun við byggingu Landsspítalans, þá verði fæðingarorlof hækkað um 130 þúsund krónur, 3,2 milljarðar settir í framhaldsskólana, framlög tryggð til þriggja nýrra hjúkrunarheimila, byggingar Húss íslenskra fræða og ýmislegt annarra verkefna á næstu fimm árum. „Við ætlum að vera með myndarlegan afgang, ríkið í samningum við sveitarfélögin hefur ákveðið að taka á sig það aðhald sem að þarf að vera í opinberum fjármálum. Sveitarfélögin hafa svona meira skjól enda er skuldastaðan aðeins verri þar og minna svigrúm. Ég tel að þetta sé mjög ábyrg en mjög gleðileg efnahagsáætlun sem við erum að kynna hér,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Ríkisstjórnin boðar stóraukin útgjöld til heilbrigðismála og fleiri málaflokka á næstu fimm árum í fyrstu fjármálaáætlun stjórnvalda sem lögð var fyrir Alþingi í gær. Fjármálaráðherra segir Íslendinga nú í kraftmiklu hagvaxtarskeiði enda hafi skuldir ríkissjóðs lækkað mikið undanfarin misseri. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu í gær fyrstu langtíma fjármálastefnu og fjármálaáætlun íslenskra stjórnvalda til fimm ára, sem unnið hefur verið að í tíð tveggja ríkisstjórna. Ráðherrarnir segja að batnandi þjóðarhagur að undanförnu með niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs, auknum kaupmætti heimilanna og hagstæðum ytri skilyrðum, geri ríkissjóði kleift að setja 42 milljarða í ýmis verkefni ráðuneyta og stofnana þeirra á næstu árum og um 75 milljarða í fjárfestingar, umfram það sem nú er. Í fjármálastefnunni eru tiltekin ýmis stór verkefni og munar þar mestu um þrjátíu milljarða hækkun framlaga til heilbrigðismála fram til ársins 2021 og verða framlögin þá komin í um 200 milljarða króna. Fjármálaráðherra segir að þessar áætlanir sýni að það sé svigrúm til þessara verkefna. „Á sama tíma og við skilum góðum afgangi og lækkandi skuldum. Við erum semsagt í inni í miðju mjög kraftmiklu hagvaxtarskeiði, við höfum tekið út mikinn kaupmátt á undanförnum árum og þurfum að tryggja að ríkisfjármálin og fjármál sveitarfélaganna styðji við þetta ástand þannig að við fáum svona mjúka lendingu og vaxandi lífskjör á breiðum grunni.“ Ráðherrann talar um „mjúka lendingu" sem var vinsælt hugtak í aðdraganda efnahagshrunsins en Bjarni varar líka við því að farið verði of geyst í málin vegna þenslueinkenna í hagkerfinu.Hvernig fer þetta saman?„Það má segja að það sé það góður gangur í hagkerfinu, heilt yfir, að ef við gætum okkar á að halda eftir um einu prósent af landsframleiðslunni í afkomu að þá mun skapast svigrúm vegna vaxandi tekna og vegna lægri vaxtagjalda til þess að gera betur mjög víða. En það má ekkert miklu muna, við erum háð því að hagvöxturinn haldi áfram.“ Ef menn gangi of hratt um gleðinnar dyr með of miklum útgjöldum sé auðvelt að missa málin úr höndum sér og breyting á ytri skilyrðum eins og á olíuverði geti breytt stöðunni. Miðað við spár geti ríkissjóður hins vegar í fyrsta sinn gert grein fyrir fjármögnun við byggingu Landsspítalans, þá verði fæðingarorlof hækkað um 130 þúsund krónur, 3,2 milljarðar settir í framhaldsskólana, framlög tryggð til þriggja nýrra hjúkrunarheimila, byggingar Húss íslenskra fræða og ýmislegt annarra verkefna á næstu fimm árum. „Við ætlum að vera með myndarlegan afgang, ríkið í samningum við sveitarfélögin hefur ákveðið að taka á sig það aðhald sem að þarf að vera í opinberum fjármálum. Sveitarfélögin hafa svona meira skjól enda er skuldastaðan aðeins verri þar og minna svigrúm. Ég tel að þetta sé mjög ábyrg en mjög gleðileg efnahagsáætlun sem við erum að kynna hér,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?