Clinton og Trump sigruðu með yfirburðum í New York Gunnar Reynir Valþórsson og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 20. apríl 2016 07:40 Clinton og Trump. Vísir/EPA Þau Hillary Clinton og Donald Trump fóru með afgerandi sigra af hólmi í forkosningum sem fram fóru í New York ríki í gær. Bæði keppa þau að útnefningu flokka sinna til að fá að bjóða fram til forseta og var kosningin í New York báðum gríðarlega mikilvæg. Niðurstaðan markar nýjan áfanga í kosningabaráttunni en bæði Clinton og Trump hafa barist með kjafti og klóm við að halda andstæðingum sínum frá útnefningu flokks síns. Hillary virðist hafa borið sigurorð af keppinaut sínum, Bernie Sanders, með 57 prósenta mun og fær hún í sinn hlut um 135 kjörmenn sem munu síðan greiða henni atkvæði sitt á flokksþingi Demókrata sem á endanum velur forsetaefni. Bernie náði 104 kjörmönnum og er enn töluvert á eftir Clinton í keppninni, þrátt fyrir að hafa unnið sjö af síðustu átta kosningum áður en haldið var til New York.New York búinn Donald Trump fór einnig létt með helsta andstæðing sinn, Ted Cruz og virðist hafa náð rúmlega 60 prósentum atkvæða. Hann færist því nær markmiði sínu að tryggja sér þá 1237 kjörmenn sem hann þarf til þess að hreppa útnefningu Repúblikana. Trump er kominn ansi langt með að hreppa útnefningu Repúblikana með niðurstöðunni en eftir gærkvöldið er hann með um það bil 850 kjörmenn. Cruz er hins vegar með rétt rúmlega 550. Í framboði er einnig John Kasich sem rekur lestina með tæplega 150 kjörmenn. Frambjóðendur Demókrata þurfa að ná 2383 kjörmönnum til þess að hljóta útnefningu síns flokks og er Hillary komin með 1930 eftir kosningarnar í gær. Sanders er með nokkuð færri kjörmenn eða 1223. Bæði Clinton og Trump eiga rætur að rekja til New York og hófu bæði kosningabaráttu sína þar á síðasta ári. Í gær lýstu þau því bæði yfir að sigur væri í sjónmáli. „Þetta er ekki mikil keppni lengur,“ sagði Trump í anddyrinu á eign sinni, The Trump Towers eða Turnar Trumps. „Við munum fara inn á fund Repúblikana sem sigurvegari að ég tel.“ Hann sagði að sinn helsti keppinautur, Cruz, yrði brátt tölfræðilega útilokaður. Hann þótti í ræðu sinni fara mýkri orðum um hann en áður í kosningabaráttunni, hann kallaði hann ekki lengur „Lyin‘ Ted“ eða „Ted lygari“ heldur starfsheiti sínu, öldungardeildarþingmaður. Hillary Clinton hélt einnig ræðu yfir stuðningsmönnum sínum ekki svo langt í burtu þar sem hún sagði sigurinn í sjónmáli. „Við hófum þessa baráttu ekki svo langt héðan á Roosevelt-eyju og í kvöld, aðeins minna en ári síðar, er keppnin um útnefningu Demókrataflokksins á lokasprettinum og sigur í augsýn.“ Næsta mikilvæga augnablik kosningabaráttunnar verður á þriðjudaginn eftir viku þegar í ljós kemur hvaða frambjóðandi ber sigur úr býtum í Pennsylvaníu-ríki en þar eru 210 kjörmenn mögulegir fyrir demókrata og 71 fyrir Repúblikana. Donald Trump Tengdar fréttir Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Kosningabarátta forsetaframbjóðenda vandræðaleg fyrir Bandaríkin Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sé farin að hafa slæm áhrif á ímynd landsins. 27. mars 2016 18:57 Trump myndi skera á flæði fjár til Mexíkó Þannig segist hann ætla að neyða nágranna sína til að borga fyrir byggingu veggs við landamærin. 5. apríl 2016 14:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Þau Hillary Clinton og Donald Trump fóru með afgerandi sigra af hólmi í forkosningum sem fram fóru í New York ríki í gær. Bæði keppa þau að útnefningu flokka sinna til að fá að bjóða fram til forseta og var kosningin í New York báðum gríðarlega mikilvæg. Niðurstaðan markar nýjan áfanga í kosningabaráttunni en bæði Clinton og Trump hafa barist með kjafti og klóm við að halda andstæðingum sínum frá útnefningu flokks síns. Hillary virðist hafa borið sigurorð af keppinaut sínum, Bernie Sanders, með 57 prósenta mun og fær hún í sinn hlut um 135 kjörmenn sem munu síðan greiða henni atkvæði sitt á flokksþingi Demókrata sem á endanum velur forsetaefni. Bernie náði 104 kjörmönnum og er enn töluvert á eftir Clinton í keppninni, þrátt fyrir að hafa unnið sjö af síðustu átta kosningum áður en haldið var til New York.New York búinn Donald Trump fór einnig létt með helsta andstæðing sinn, Ted Cruz og virðist hafa náð rúmlega 60 prósentum atkvæða. Hann færist því nær markmiði sínu að tryggja sér þá 1237 kjörmenn sem hann þarf til þess að hreppa útnefningu Repúblikana. Trump er kominn ansi langt með að hreppa útnefningu Repúblikana með niðurstöðunni en eftir gærkvöldið er hann með um það bil 850 kjörmenn. Cruz er hins vegar með rétt rúmlega 550. Í framboði er einnig John Kasich sem rekur lestina með tæplega 150 kjörmenn. Frambjóðendur Demókrata þurfa að ná 2383 kjörmönnum til þess að hljóta útnefningu síns flokks og er Hillary komin með 1930 eftir kosningarnar í gær. Sanders er með nokkuð færri kjörmenn eða 1223. Bæði Clinton og Trump eiga rætur að rekja til New York og hófu bæði kosningabaráttu sína þar á síðasta ári. Í gær lýstu þau því bæði yfir að sigur væri í sjónmáli. „Þetta er ekki mikil keppni lengur,“ sagði Trump í anddyrinu á eign sinni, The Trump Towers eða Turnar Trumps. „Við munum fara inn á fund Repúblikana sem sigurvegari að ég tel.“ Hann sagði að sinn helsti keppinautur, Cruz, yrði brátt tölfræðilega útilokaður. Hann þótti í ræðu sinni fara mýkri orðum um hann en áður í kosningabaráttunni, hann kallaði hann ekki lengur „Lyin‘ Ted“ eða „Ted lygari“ heldur starfsheiti sínu, öldungardeildarþingmaður. Hillary Clinton hélt einnig ræðu yfir stuðningsmönnum sínum ekki svo langt í burtu þar sem hún sagði sigurinn í sjónmáli. „Við hófum þessa baráttu ekki svo langt héðan á Roosevelt-eyju og í kvöld, aðeins minna en ári síðar, er keppnin um útnefningu Demókrataflokksins á lokasprettinum og sigur í augsýn.“ Næsta mikilvæga augnablik kosningabaráttunnar verður á þriðjudaginn eftir viku þegar í ljós kemur hvaða frambjóðandi ber sigur úr býtum í Pennsylvaníu-ríki en þar eru 210 kjörmenn mögulegir fyrir demókrata og 71 fyrir Repúblikana.
Donald Trump Tengdar fréttir Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Kosningabarátta forsetaframbjóðenda vandræðaleg fyrir Bandaríkin Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sé farin að hafa slæm áhrif á ímynd landsins. 27. mars 2016 18:57 Trump myndi skera á flæði fjár til Mexíkó Þannig segist hann ætla að neyða nágranna sína til að borga fyrir byggingu veggs við landamærin. 5. apríl 2016 14:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00
Kosningabarátta forsetaframbjóðenda vandræðaleg fyrir Bandaríkin Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sé farin að hafa slæm áhrif á ímynd landsins. 27. mars 2016 18:57
Trump myndi skera á flæði fjár til Mexíkó Þannig segist hann ætla að neyða nágranna sína til að borga fyrir byggingu veggs við landamærin. 5. apríl 2016 14:00