Körfubolti

Logi áfram í Njarðvík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Logi í leik með Njarðvík.
Logi í leik með Njarðvík. Vísir
Logi Gunnarsson verður áfram leikmaður Njarðvíkur á næsta tímabili en það var tilkynnt á Facebook-siðu körfuknattleiksdeildar félagsins í kvöld.

Eins og kom fram fyrr í kvöld hefur verið skipt um þjálfara hjá Njarðvík en hinn 29 ára Daníel Guðni Guðmundsson var ráðinn og tekur hann við starfinu af Friðriki Inga Rúnarssyni og Teiti Örlygssyni.

Logi hefur verið lykilmaður í liði Njarðvíkur enda einn besti körfuknattleiksmaður Íslands um árabil.

Sjá tilkynningu Njarðvíkur hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Daníel tekur við Njarðvík

Var þjálfari kvennaliðs Grindavíkur en tekur nú við karlaliðinu af Friðriki Inga Rúnarssyni og Teiti Örlygssyni.

Teitur: Lokaði mig inni eftir tapið

Teitur Örlygsson telur það ekki rétt að taka við aðalþjálfarastarfi Njarðvíkur eftir að Friðrik Ingi Ragnarsson hætti í fyrradag. Hann segir framtíðina óljósa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×