Umfjöllun og viðtöl: KR - Víkingur 2-0 | Glæsimörk Óskars Arnar gerðu útslagið Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. apríl 2016 22:15 Óskar Örn Hauksson skoraði bæði mörk KR í kvöld. vísir/pjetur Óskar Örn Hauksson var hetja KR-inga í 2-0 sigri á Víking í úrslitum Lengjubikarsins í kvöld en Óskar Örn skoraði bæði mörk KR í kvöld, það seinna af eigin vallarhelming með glæsilegu skoti. Það var jafnræði með liðunum framan af og fengu Víkingar betri færi í fyrri hálfleik en tvö glæsimörk frá Óskari í upphafi seinni hálfleiks gerðu útslagið í kvöld.Sjá einnig: Sjáðu stórkostlegt mark Óskars Arnar Eftir seinna markið fjaraði undan báðum liðum og sigldu KR-ingar sigrinum örugglega heim. Þetta var í fyrsta sinn sem Víkingur lék til úrslita í Lengjubikarnum en KR-ingar höfðu ekki komist í úrslitaleikinn frá árinu 2012 fyrir leik kvöldsins. Þá var þetta í þriðja sinn sem liðin mætast á þessu undirbúningstímbili en Víkingur hafði unnið báða leikina hingað til, þar á meðal 3-1 sigur í riðlakeppni Lengjubikarsins. Gary Martin sem gekk til liðs við Víking fyrr í vetur frá KR fékk besta færi fyrri hálfleiks í upphafi hálfleiksins þegar boltinn féll til hans á fjærstöng eftir fyrirgjöf Ívars Arnar Jónssonar en skalli hans af meters færi fór yfir. Annars var fyrri hálfleikurinn í kvöld nokkuð bragðdaufur. KR-ingar voru meira með boltann og sóttu ítrekað upp hægri vænginn þar sem Morten Beck, danski bakvörður liðsins var manna sprækastur. Finnur Orri Margeirsson sem fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks lét verja frá sér á línu eftir skot frá vítateigslínunni um miðbik fyrri hálfleiks og stuttu síðar hreinsaði Indriði Sigurðsson á línunni eftir skot Gary Martin. Stuttu síðar flautaði Pétur Guðmundsson, dómari leiksins til hálfleiks og var staðan markalaus í hálfleik en KR-ingar voru fljótir að ná forskotinu í seinni hálfleik. Á annarri mínútu seinni hálfleiks átti Denis Fazlagic, nýjasti leikmaður KR, fyrirgjöf sem Óskar Örn Hauksson stangaði í netið af fjærstöng, óverjandi fyrir Róbert Örn Óskarsson í marki Víkings. Óskar Örn var aftur á ferðinni tíu mínútum síðar með hreint út sagt ótrúlegu marki. Óskar Örn fékk þá boltann inn á eigin vallarhelming, sá Róbert Örn framarlega í markinu og skoraði með þrumufleyg frá eigin vallarhelmingi. Róbert reyndi hvað hann gat að hlaupa aftur og komast í skotið en honum tókst ekki að koma höndum á boltann og fögnuðu KR-ingar glæsilegu marki sem verður líklegast fallegasta mark ársins þrátt fyrir að tímabilið sé ekki byrjað. Eftir það var sigurinn aldrei í hættu en seinna markið virtist taka allan kraft úr sóknarlotum Víkinganna. KR-ingar sigldu sigrinum örugglega heim og gátu leyft sér að breyta til á lokamínútum leiksins en þrátt fyrir það var sigurinn aldrei í hættu. Óskar Örn: Fann undir eins að þetta væri gott skot„Það er fínt að fá úrslitaleik í deildarbikar áður en deildin hefst og að spila fyrir framan áhorfendur á ný. Heilt yfir fannst mér þetta ágætis leikur,“ sagði Óskar Örn Hauksson, markaskorari KR, sáttur að leikslokum áðan. „Það var skrýtin stemming í byrjun. Þessi lið mætast eftir tíu daga í leiknum sem skiptir öllu máli og það sást aðeins í fyrri hálfleik en það er gaman að spila þennan leik með titil undir,“ Óskar Örn skoraði fyrra mark leiksins með góðum skalla. „Ég hef alltaf verið með góðan stökkkraft. Það er ekkert nýtt,“ sagði Óskar léttur og bætti við: „Þetta var góður bolti á fjær, ég fór illa með svipað færi í fyrri hálfleik og átti þetta því inni.“ Annað mark Óskars var af dýrari gerðinni en það skoraði hann með skoti frá eigin vallarhelmingi. Óskar var hógvær þegar hann ræddi um markið að leikslokum. „Ég hef náð þessu áður með Njarðvík í 6-6 jafntefli gegn Dalvík en þetta var auðvitað fínt mark. Róbert spilar framarlega, ég sá möguleikann og lét bara vaða. Ég hitti hann vel og ég fann það undir eins að þetta væri gott skot.“ Óskar var ánægður með spilamennskuna í heild sinni en KR-liðið gaf afar fá færi á sér í dag. „Mér fannst þetta vera flott spilamennska sem heild og áframhald á því sem við höfum verið að gera. Við höfum verið að halda hreinu og að skora mörk og vonandi getum við haldið þessu áfram.“ Milos: Lítið annað hægt en að klappa fyrir seinna markinu„Við erum auðvitað mjög svekktir en KR-ingar voru einfaldlega ferskari í kvöld og nýttu færin sín betur,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkings, svekktur að leikslokum í kvöld. „Það er engin afsökun en þeir fengu lengri hvíld fyrir leikinn í kvöld. Mér fannst þetta vera verðskuldaður sigur hjá KR því þeir voru betri aðilinn í kvöld.“ Milos var svekktur yfir mörkum KR-inga í leiknum í kvöld. „Í fyrra markinu kemur upp einbeitingarleysi í varnarleiknum, það var ekki gott en það er lítið hægt að gera við öðru markinu annað en að klappa,“ sagði Milos sem hrósaði Óskari Erni. „Þetta er eitthvað sem maður borgar sig inn til að sjá, þetta var algjörlega frábært.“ Eftir mörk KR-inga virtust leikmenn Víkings missa allan kraft í sóknarleiknum. „Á móti KR þá verðuru að nýta öll þau færi sem þú færð. Menn voru kannski örlítið þreyttir í hausnum en ég vildi að við hefðum gert aðeins meira og værum að taka á móti bikarnum núna.“ Milos hafði þrátt fyrir það ekki miklar áhyggjur. „Ég er svekktur en á morgun er nýr dagur og við hefjum undirbúninginn fyrir næsta leik sem er einmitt gegn KR. Við reynum að taka það góða úr þessum leik fyrir leikinn í Frostaskjóli.“ Bjarni: Hef alltaf sagt að Óskar ógni þegar hann fer yfir miðjuna„Það er alltaf gaman að vinna bikar en við höldum báðum fótum á jörðinni því þetta er aðeins undirbúningur fyrir Íslandsmótið sem er að hefjast,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, jarðbundinn að leikslokum í kvöld. „Þetta er hluti af undirbúningstímabilinu og við eigum enn eftir að vinna í nokkrum hlutum fyrir upphaf Íslandsmótsins. Við unnum 2-0 sigur á feykilega vel skipulögðu Víkings-liði og við erum ánægðir með það.“ KR skoraði mark strax í upphafi seinni hálfleiks eftir að þjálfarateymi KR hélt hálfleiksræðuna út á miðjum velli en Bjarni sagðist ekki vera að innleiða það fyrir sumarið. „Það er einfaldlega of heitt inn í klefanum og okkur finnst betra að gera þetta hér. Við fáum svo sannkallaða draumabyrjun í seinni hálfleik og uppskerum þá eftir að hafa þreytt Víkingsliðið í fyrri hálfleik þegar við vorum mun meira með boltann.“ Bjarni hrósaði Óskari Erni eftir tvö stórkostleg mörk í kvöld. „Þetta var glæsilega gert. Hann er með ótrúlegan stökkkraft og góður skallamaður og núna er hann byrjaður að ógna af okkar eigin vallarhelming. Ég hef alltaf sagt að hann ógni þegar hann fer yfir miðjuna en hann gerði betur í kvöld,“ sagði Bjarni léttur. KR tefldi fram töluvert breyttu liði frá síðasta tímabili í kvöld og var heildarbragur liðsins góður. „Við erum ánægðir með þessar viðbætur sem að við höfum fengið í betur og eftir brösugt gengi framan af hefur okkur gengið betur undanfarnar vikur. Ég er ánægður með framlag allra leikmanna okkar í kvöld.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Óskar Örn Hauksson var hetja KR-inga í 2-0 sigri á Víking í úrslitum Lengjubikarsins í kvöld en Óskar Örn skoraði bæði mörk KR í kvöld, það seinna af eigin vallarhelming með glæsilegu skoti. Það var jafnræði með liðunum framan af og fengu Víkingar betri færi í fyrri hálfleik en tvö glæsimörk frá Óskari í upphafi seinni hálfleiks gerðu útslagið í kvöld.Sjá einnig: Sjáðu stórkostlegt mark Óskars Arnar Eftir seinna markið fjaraði undan báðum liðum og sigldu KR-ingar sigrinum örugglega heim. Þetta var í fyrsta sinn sem Víkingur lék til úrslita í Lengjubikarnum en KR-ingar höfðu ekki komist í úrslitaleikinn frá árinu 2012 fyrir leik kvöldsins. Þá var þetta í þriðja sinn sem liðin mætast á þessu undirbúningstímbili en Víkingur hafði unnið báða leikina hingað til, þar á meðal 3-1 sigur í riðlakeppni Lengjubikarsins. Gary Martin sem gekk til liðs við Víking fyrr í vetur frá KR fékk besta færi fyrri hálfleiks í upphafi hálfleiksins þegar boltinn féll til hans á fjærstöng eftir fyrirgjöf Ívars Arnar Jónssonar en skalli hans af meters færi fór yfir. Annars var fyrri hálfleikurinn í kvöld nokkuð bragðdaufur. KR-ingar voru meira með boltann og sóttu ítrekað upp hægri vænginn þar sem Morten Beck, danski bakvörður liðsins var manna sprækastur. Finnur Orri Margeirsson sem fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks lét verja frá sér á línu eftir skot frá vítateigslínunni um miðbik fyrri hálfleiks og stuttu síðar hreinsaði Indriði Sigurðsson á línunni eftir skot Gary Martin. Stuttu síðar flautaði Pétur Guðmundsson, dómari leiksins til hálfleiks og var staðan markalaus í hálfleik en KR-ingar voru fljótir að ná forskotinu í seinni hálfleik. Á annarri mínútu seinni hálfleiks átti Denis Fazlagic, nýjasti leikmaður KR, fyrirgjöf sem Óskar Örn Hauksson stangaði í netið af fjærstöng, óverjandi fyrir Róbert Örn Óskarsson í marki Víkings. Óskar Örn var aftur á ferðinni tíu mínútum síðar með hreint út sagt ótrúlegu marki. Óskar Örn fékk þá boltann inn á eigin vallarhelming, sá Róbert Örn framarlega í markinu og skoraði með þrumufleyg frá eigin vallarhelmingi. Róbert reyndi hvað hann gat að hlaupa aftur og komast í skotið en honum tókst ekki að koma höndum á boltann og fögnuðu KR-ingar glæsilegu marki sem verður líklegast fallegasta mark ársins þrátt fyrir að tímabilið sé ekki byrjað. Eftir það var sigurinn aldrei í hættu en seinna markið virtist taka allan kraft úr sóknarlotum Víkinganna. KR-ingar sigldu sigrinum örugglega heim og gátu leyft sér að breyta til á lokamínútum leiksins en þrátt fyrir það var sigurinn aldrei í hættu. Óskar Örn: Fann undir eins að þetta væri gott skot„Það er fínt að fá úrslitaleik í deildarbikar áður en deildin hefst og að spila fyrir framan áhorfendur á ný. Heilt yfir fannst mér þetta ágætis leikur,“ sagði Óskar Örn Hauksson, markaskorari KR, sáttur að leikslokum áðan. „Það var skrýtin stemming í byrjun. Þessi lið mætast eftir tíu daga í leiknum sem skiptir öllu máli og það sást aðeins í fyrri hálfleik en það er gaman að spila þennan leik með titil undir,“ Óskar Örn skoraði fyrra mark leiksins með góðum skalla. „Ég hef alltaf verið með góðan stökkkraft. Það er ekkert nýtt,“ sagði Óskar léttur og bætti við: „Þetta var góður bolti á fjær, ég fór illa með svipað færi í fyrri hálfleik og átti þetta því inni.“ Annað mark Óskars var af dýrari gerðinni en það skoraði hann með skoti frá eigin vallarhelmingi. Óskar var hógvær þegar hann ræddi um markið að leikslokum. „Ég hef náð þessu áður með Njarðvík í 6-6 jafntefli gegn Dalvík en þetta var auðvitað fínt mark. Róbert spilar framarlega, ég sá möguleikann og lét bara vaða. Ég hitti hann vel og ég fann það undir eins að þetta væri gott skot.“ Óskar var ánægður með spilamennskuna í heild sinni en KR-liðið gaf afar fá færi á sér í dag. „Mér fannst þetta vera flott spilamennska sem heild og áframhald á því sem við höfum verið að gera. Við höfum verið að halda hreinu og að skora mörk og vonandi getum við haldið þessu áfram.“ Milos: Lítið annað hægt en að klappa fyrir seinna markinu„Við erum auðvitað mjög svekktir en KR-ingar voru einfaldlega ferskari í kvöld og nýttu færin sín betur,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkings, svekktur að leikslokum í kvöld. „Það er engin afsökun en þeir fengu lengri hvíld fyrir leikinn í kvöld. Mér fannst þetta vera verðskuldaður sigur hjá KR því þeir voru betri aðilinn í kvöld.“ Milos var svekktur yfir mörkum KR-inga í leiknum í kvöld. „Í fyrra markinu kemur upp einbeitingarleysi í varnarleiknum, það var ekki gott en það er lítið hægt að gera við öðru markinu annað en að klappa,“ sagði Milos sem hrósaði Óskari Erni. „Þetta er eitthvað sem maður borgar sig inn til að sjá, þetta var algjörlega frábært.“ Eftir mörk KR-inga virtust leikmenn Víkings missa allan kraft í sóknarleiknum. „Á móti KR þá verðuru að nýta öll þau færi sem þú færð. Menn voru kannski örlítið þreyttir í hausnum en ég vildi að við hefðum gert aðeins meira og værum að taka á móti bikarnum núna.“ Milos hafði þrátt fyrir það ekki miklar áhyggjur. „Ég er svekktur en á morgun er nýr dagur og við hefjum undirbúninginn fyrir næsta leik sem er einmitt gegn KR. Við reynum að taka það góða úr þessum leik fyrir leikinn í Frostaskjóli.“ Bjarni: Hef alltaf sagt að Óskar ógni þegar hann fer yfir miðjuna„Það er alltaf gaman að vinna bikar en við höldum báðum fótum á jörðinni því þetta er aðeins undirbúningur fyrir Íslandsmótið sem er að hefjast,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, jarðbundinn að leikslokum í kvöld. „Þetta er hluti af undirbúningstímabilinu og við eigum enn eftir að vinna í nokkrum hlutum fyrir upphaf Íslandsmótsins. Við unnum 2-0 sigur á feykilega vel skipulögðu Víkings-liði og við erum ánægðir með það.“ KR skoraði mark strax í upphafi seinni hálfleiks eftir að þjálfarateymi KR hélt hálfleiksræðuna út á miðjum velli en Bjarni sagðist ekki vera að innleiða það fyrir sumarið. „Það er einfaldlega of heitt inn í klefanum og okkur finnst betra að gera þetta hér. Við fáum svo sannkallaða draumabyrjun í seinni hálfleik og uppskerum þá eftir að hafa þreytt Víkingsliðið í fyrri hálfleik þegar við vorum mun meira með boltann.“ Bjarni hrósaði Óskari Erni eftir tvö stórkostleg mörk í kvöld. „Þetta var glæsilega gert. Hann er með ótrúlegan stökkkraft og góður skallamaður og núna er hann byrjaður að ógna af okkar eigin vallarhelming. Ég hef alltaf sagt að hann ógni þegar hann fer yfir miðjuna en hann gerði betur í kvöld,“ sagði Bjarni léttur. KR tefldi fram töluvert breyttu liði frá síðasta tímabili í kvöld og var heildarbragur liðsins góður. „Við erum ánægðir með þessar viðbætur sem að við höfum fengið í betur og eftir brösugt gengi framan af hefur okkur gengið betur undanfarnar vikur. Ég er ánægður með framlag allra leikmanna okkar í kvöld.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann