Ferja mat og lyf til 120 þúsund óbreyttra borgara í Sýrlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. apríl 2016 07:00 Fjölmargir Sýrlendingar eru svangir og særðir vegna borgarastyrjaldarinnar sem ríkir í landinu. Þetta hús í borginni Douma hrundi eftir loftárásir hers ríkisstjórnar Bashar al-Assad. Nordicphotos/AFP Bílalest Rauða krossins og Rauða hálfmánans, sem telur 65 vörubíla, kom í gær til stríðshrjáðu borgarinnar Rastan í Sýrlandi. Um borð í bílunum eru lyf og matur fyrir um 120 þúsund óbreytta borgara. Lestin er sú fyrsta á vegum samtakanna til að komast til borgarinnar frá árinu 2012 og hefur vopnahléið sem hefur verið við lýði í landinu frá því í febrúar gert hjálparsamtökum auðveldara fyrir. Talsmaður alþjóðahreyfingar Rauða krossins, Pawel Krzysiek, segir matvæli, lyf, hveiti og búnað til að gera við vatnslagnir borgarinnar í bílalestinni. „Við bindum vonir við að þetta sé aðeins ein af mörgum bílalestum sem á eftir að koma hingað, ekki aðeins til Rastan heldur einnig til annarra stríðshrjáðra borga í Sýrlandi,“ sagði Krzysiek á Twitter-síðu sinni í gær. Þá sagði Krzysiek að samtökin hygðust leggja mat á innviði Rastan sem og þarfir borgaranna, sem hafa tvöfaldast vegna fjölda flóttamanna sem þar eru. Uppreisnarmenn fara nú með völdin í borginni, sem er um tuttugu kílómetrum frá borginni Homs, og hefur hún verið skotmark loftárása stjórnarhers Bashar al-Assad undanfarna daga. Á meðan heldur áfram að fjara undan friðarviðræðum, sem eiga sér nú stað milli uppreisnarmanna og ríkisstjórnarinnar í Genf í Sviss, og vopnahléinu sömuleiðis. Stærsta fylking uppreisnarmanna dró sig úr friðarviðræðunum á þriðjudag og sakaði hún ríkisstjórnarherinn um að brjóta gegn vopnahléssamkomulaginu. Síðustu tvær vikur hefur ríkisstjórnin hins vegar sakað uppreisnarmennina um að brjóta vopnahléið með því að berjast við hlið hryðjuverkasamtaka í kring um borgina Aleppo. Hryðjuverkasamtök á borð við Al-Nusra og Íslamska ríkið voru ekki hluti af vopnahléinu. Uppreisnarmenn hafa hafnað þeim ásökunum og sagst vera að verjast árásum hryðjuverkasamtakanna. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, Maria Zakharova, hefur varað uppreisnarmenn við því að draga sig út úr friðarviðræðunum en Rússar eru einn helsti bandamaður ríkisstjórnar Assad. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær sagði hún ákvörðun uppreisnarmanna hættulega því hún gæti leitt til allsherjarátaka í landinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Bílalest Rauða krossins og Rauða hálfmánans, sem telur 65 vörubíla, kom í gær til stríðshrjáðu borgarinnar Rastan í Sýrlandi. Um borð í bílunum eru lyf og matur fyrir um 120 þúsund óbreytta borgara. Lestin er sú fyrsta á vegum samtakanna til að komast til borgarinnar frá árinu 2012 og hefur vopnahléið sem hefur verið við lýði í landinu frá því í febrúar gert hjálparsamtökum auðveldara fyrir. Talsmaður alþjóðahreyfingar Rauða krossins, Pawel Krzysiek, segir matvæli, lyf, hveiti og búnað til að gera við vatnslagnir borgarinnar í bílalestinni. „Við bindum vonir við að þetta sé aðeins ein af mörgum bílalestum sem á eftir að koma hingað, ekki aðeins til Rastan heldur einnig til annarra stríðshrjáðra borga í Sýrlandi,“ sagði Krzysiek á Twitter-síðu sinni í gær. Þá sagði Krzysiek að samtökin hygðust leggja mat á innviði Rastan sem og þarfir borgaranna, sem hafa tvöfaldast vegna fjölda flóttamanna sem þar eru. Uppreisnarmenn fara nú með völdin í borginni, sem er um tuttugu kílómetrum frá borginni Homs, og hefur hún verið skotmark loftárása stjórnarhers Bashar al-Assad undanfarna daga. Á meðan heldur áfram að fjara undan friðarviðræðum, sem eiga sér nú stað milli uppreisnarmanna og ríkisstjórnarinnar í Genf í Sviss, og vopnahléinu sömuleiðis. Stærsta fylking uppreisnarmanna dró sig úr friðarviðræðunum á þriðjudag og sakaði hún ríkisstjórnarherinn um að brjóta gegn vopnahléssamkomulaginu. Síðustu tvær vikur hefur ríkisstjórnin hins vegar sakað uppreisnarmennina um að brjóta vopnahléið með því að berjast við hlið hryðjuverkasamtaka í kring um borgina Aleppo. Hryðjuverkasamtök á borð við Al-Nusra og Íslamska ríkið voru ekki hluti af vopnahléinu. Uppreisnarmenn hafa hafnað þeim ásökunum og sagst vera að verjast árásum hryðjuverkasamtakanna. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, Maria Zakharova, hefur varað uppreisnarmenn við því að draga sig út úr friðarviðræðunum en Rússar eru einn helsti bandamaður ríkisstjórnar Assad. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær sagði hún ákvörðun uppreisnarmanna hættulega því hún gæti leitt til allsherjarátaka í landinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent