Um lífsins óvissan tíma Andri Snær Magnason skrifar 22. apríl 2016 07:00 Lýðræðið virkar vegna þess að kjarni þess er óvissan. Lýðræðið er vettvangur þar sem nýjar og gamlar hugmyndir mætast en útkoman er aldrei fyrirsjáanleg. Hugmyndin var sú að fólkið sjálft mætti velja einhverja úr sínum röðum til að taka tímabundna ábyrgð í stað þess að treysta á konung til lífstíðar. Lýðræðið afnam ættarveldið og erfðafestina. Hugmyndin var að koma á heilbrigðu sambandi við valdið, vegna þess að það er eitthvað í genunum okkar sem þráir öryggi og óttast óvissuna.Óvissa eftir 20 ára setu Í leit að öryggi höfum við kallað ýmislegt yfir okkur, lán og leiðréttingar og stórframkvæmdir vegna þess að við viljum skjól og stöðugleika. Og nú hefur forsetinn hætt við að hætta í annað skipti og hann varar við óvissunni. En þá má spyrja sig. Er kjósendum fyrir þingkosningar treystandi? Er óvissa um úrslit alþingiskosninga svo mikil að enginn annar geti staðið í brúnni? Eru hugsanlegir frambjóðendur verri en áður? Og af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár? Vísindamenn hafa sýnt okkur að loftslagsbreytingar skapa gríðarlega óvissu um framtíðina. Okkur ber skylda til að vekja yngri kynslóðir til vitundar um ábyrgð sína og tækifæri í þessum málum enda er öllum ljóst að við þurfum að endurhanna og endurhugsa nánast alla 20. öldina ef jörðin á að bera vaxandi mannfjölda í heiminum. Áskoranir í málefnum hafsins eiga að kalla á ungt fólk sem hefur áhuga á hafinu enda er Ísland fyrst og fremst haf, fremur en land. Stærð landhelginnar er sjöfalt flatarmál Íslands og við veiðum 1% af öllum fiski í heiminum. Plast í höfunum, súrnun sjávar, hnignun sjófugla og þungmálmar eru mál sem skipta alla Íslendinga máli.Rödd Íslands Bráðnun jökla beinir sjónum heimsins að Íslandi og gefur okkur rödd á alþjóðavettvangi. Ástand jarðar kallar á nýja hugsun á öllum sviðum og við þurfum að tengja saman vísindamenn, frumkvöðla og leiðandi fólk í menntamálum. Við vitum ekki útkomuna, framtíðin er hlaðin óvissu en þarna liggur gróska næstu áratuga. Að takast á við matarsóun, tísku og tækjasóun og sóun á orku og auðlindum. Það er engin þversögn að vernda ár, fossa og villta náttúru Íslands og vilja um leið berjast gegn loftslagsbreytingum. Hrein orka er til lítils ef afurðinni er sóað. Í Ameríku urða menn árlega álíka magn af gosdósum og allt það ál sem er framleitt á Íslandi. Slík umgengni við gjafir jarðar á að vera óhugsandi. Íslenski orkugeirinn mun ekki minnka í framtíðinni. Aukin arðsemi, bætt orkunýting og útflutningur á þekkingu mun gera þessar greinar öflugri í framtíðinni en gamlar hugmyndir um fullvirkjun Íslands ganga of nærri samfélaginu og þarf að endurskoða.Óvissa um hlutverk forseta Óvissa um hlutverk og vald forseta Íslands kallar á breytta og bætta stjórnarskrá. Lýðræðið er ekki sjálfgefið heldur eitthvað sem fólk þarf að berjast fyrir og mikilvæg embætti mega ekki verða persónulegt lén einstaklinga. Verkefnin framundan eru spennandi. Náttúran, tungumálin og sjálft hlutverk forsetans. Öll þessi mál eru hlaðin óvissu. Það er í óvissunni sem andstæður mætast og hið óvænta gerist. Óvissan er kjarninn í lífinu, annað nafn á framtíðinni og við verðum að mæta henni opin og óttalaus.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 22. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Lýðræðið virkar vegna þess að kjarni þess er óvissan. Lýðræðið er vettvangur þar sem nýjar og gamlar hugmyndir mætast en útkoman er aldrei fyrirsjáanleg. Hugmyndin var sú að fólkið sjálft mætti velja einhverja úr sínum röðum til að taka tímabundna ábyrgð í stað þess að treysta á konung til lífstíðar. Lýðræðið afnam ættarveldið og erfðafestina. Hugmyndin var að koma á heilbrigðu sambandi við valdið, vegna þess að það er eitthvað í genunum okkar sem þráir öryggi og óttast óvissuna.Óvissa eftir 20 ára setu Í leit að öryggi höfum við kallað ýmislegt yfir okkur, lán og leiðréttingar og stórframkvæmdir vegna þess að við viljum skjól og stöðugleika. Og nú hefur forsetinn hætt við að hætta í annað skipti og hann varar við óvissunni. En þá má spyrja sig. Er kjósendum fyrir þingkosningar treystandi? Er óvissa um úrslit alþingiskosninga svo mikil að enginn annar geti staðið í brúnni? Eru hugsanlegir frambjóðendur verri en áður? Og af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár? Vísindamenn hafa sýnt okkur að loftslagsbreytingar skapa gríðarlega óvissu um framtíðina. Okkur ber skylda til að vekja yngri kynslóðir til vitundar um ábyrgð sína og tækifæri í þessum málum enda er öllum ljóst að við þurfum að endurhanna og endurhugsa nánast alla 20. öldina ef jörðin á að bera vaxandi mannfjölda í heiminum. Áskoranir í málefnum hafsins eiga að kalla á ungt fólk sem hefur áhuga á hafinu enda er Ísland fyrst og fremst haf, fremur en land. Stærð landhelginnar er sjöfalt flatarmál Íslands og við veiðum 1% af öllum fiski í heiminum. Plast í höfunum, súrnun sjávar, hnignun sjófugla og þungmálmar eru mál sem skipta alla Íslendinga máli.Rödd Íslands Bráðnun jökla beinir sjónum heimsins að Íslandi og gefur okkur rödd á alþjóðavettvangi. Ástand jarðar kallar á nýja hugsun á öllum sviðum og við þurfum að tengja saman vísindamenn, frumkvöðla og leiðandi fólk í menntamálum. Við vitum ekki útkomuna, framtíðin er hlaðin óvissu en þarna liggur gróska næstu áratuga. Að takast á við matarsóun, tísku og tækjasóun og sóun á orku og auðlindum. Það er engin þversögn að vernda ár, fossa og villta náttúru Íslands og vilja um leið berjast gegn loftslagsbreytingum. Hrein orka er til lítils ef afurðinni er sóað. Í Ameríku urða menn árlega álíka magn af gosdósum og allt það ál sem er framleitt á Íslandi. Slík umgengni við gjafir jarðar á að vera óhugsandi. Íslenski orkugeirinn mun ekki minnka í framtíðinni. Aukin arðsemi, bætt orkunýting og útflutningur á þekkingu mun gera þessar greinar öflugri í framtíðinni en gamlar hugmyndir um fullvirkjun Íslands ganga of nærri samfélaginu og þarf að endurskoða.Óvissa um hlutverk forseta Óvissa um hlutverk og vald forseta Íslands kallar á breytta og bætta stjórnarskrá. Lýðræðið er ekki sjálfgefið heldur eitthvað sem fólk þarf að berjast fyrir og mikilvæg embætti mega ekki verða persónulegt lén einstaklinga. Verkefnin framundan eru spennandi. Náttúran, tungumálin og sjálft hlutverk forsetans. Öll þessi mál eru hlaðin óvissu. Það er í óvissunni sem andstæður mætast og hið óvænta gerist. Óvissan er kjarninn í lífinu, annað nafn á framtíðinni og við verðum að mæta henni opin og óttalaus.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 22. apríl.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar