Þórir: Naut þess að spila sem framherji Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. apríl 2016 09:30 Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti Pepsi-deildar karla í sumar eins og kom fram í morgun. Það er tveimur sætum neðar en Fjölnir lenti á síðasta ári eftir að Grafarvogsliðið átti þrískipt en flott sumar í Pepsi-deildinni. „Þetta kemur ekki mjög mikið á óvart því deildin er virkilega sterk í ár. Það verður erfitt að fást við þessi sterku lið en þið þurfið að setja okkur á einhvern stað. Ég skil það vel. Það kemur bara í okkar hlut að afsanna þetta,“ segir Þórir Guðjónsson, framherji Fjölnis, í viðtali við Vísi. Miklar breytingar hafa orðið á Fjölnisliðinu en lykilmenn á borð við Aron Sigurðarson, Bergsvein Ólafsson og Kennie Chopart eru horfnir á braut. Til að fylla í skörðin eru komnir sex erlendir leikmenn. „Það var mikill missir að missa Aron og Begga og það verður vissulega erfitt að fylla í þau skörð. Það hefur gengið nokkuð vel með þessum útlendingum. Mér finnst við vera að spila býsna fínan fótbolta, en það hefur tekið tíma að stilla saman strengi. Ég er bara bjartsýnn á þetta,“ segir Þórir, en hversu góðir eru þessir erlendu leikmenn? „Þetta eru virkilega sterkir leikmenn og þeir kunna svo sannarlega fótbolta,“ segir hann. Þórir skoraði sjö mörk á síðasta ári, þar af fimm í fyrri umferðinni. Er hann klár í að taka sinn leik á næsta þrep og reyna fylla í skörðin sem vantar? „Ég tel mig vera tilbúinn í það. Ég ætla að gera mitt besta til að hjálpa Fjölni að safna einhverjum stigum í sumar,“ segir Þórir sem fann sig sem framherji í fyrra. „Já, algjörlega. Mér fannst ég gera það og naut þess virkilega að spila þarna frammi. Ég vona að ég geti bætt mig enn frekar í þeirri stöðu og tel mig alveg geta það,“ segir Þórir Guðjónsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Fjölnir hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en Grafarvogsliðið jafnaði sinn besta árangur í fyrra og lenti í sjötta sæti. 22. apríl 2016 09:00 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti Pepsi-deildar karla í sumar eins og kom fram í morgun. Það er tveimur sætum neðar en Fjölnir lenti á síðasta ári eftir að Grafarvogsliðið átti þrískipt en flott sumar í Pepsi-deildinni. „Þetta kemur ekki mjög mikið á óvart því deildin er virkilega sterk í ár. Það verður erfitt að fást við þessi sterku lið en þið þurfið að setja okkur á einhvern stað. Ég skil það vel. Það kemur bara í okkar hlut að afsanna þetta,“ segir Þórir Guðjónsson, framherji Fjölnis, í viðtali við Vísi. Miklar breytingar hafa orðið á Fjölnisliðinu en lykilmenn á borð við Aron Sigurðarson, Bergsvein Ólafsson og Kennie Chopart eru horfnir á braut. Til að fylla í skörðin eru komnir sex erlendir leikmenn. „Það var mikill missir að missa Aron og Begga og það verður vissulega erfitt að fylla í þau skörð. Það hefur gengið nokkuð vel með þessum útlendingum. Mér finnst við vera að spila býsna fínan fótbolta, en það hefur tekið tíma að stilla saman strengi. Ég er bara bjartsýnn á þetta,“ segir Þórir, en hversu góðir eru þessir erlendu leikmenn? „Þetta eru virkilega sterkir leikmenn og þeir kunna svo sannarlega fótbolta,“ segir hann. Þórir skoraði sjö mörk á síðasta ári, þar af fimm í fyrri umferðinni. Er hann klár í að taka sinn leik á næsta þrep og reyna fylla í skörðin sem vantar? „Ég tel mig vera tilbúinn í það. Ég ætla að gera mitt besta til að hjálpa Fjölni að safna einhverjum stigum í sumar,“ segir Þórir sem fann sig sem framherji í fyrra. „Já, algjörlega. Mér fannst ég gera það og naut þess virkilega að spila þarna frammi. Ég vona að ég geti bætt mig enn frekar í þeirri stöðu og tel mig alveg geta það,“ segir Þórir Guðjónsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Fjölnir hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en Grafarvogsliðið jafnaði sinn besta árangur í fyrra og lenti í sjötta sæti. 22. apríl 2016 09:00 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: Fjölnir hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en Grafarvogsliðið jafnaði sinn besta árangur í fyrra og lenti í sjötta sæti. 22. apríl 2016 09:00