Ætlar að breyta ímynd sinni eftir forvalið Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2016 12:00 Donald Trump. Vísir/Getty Repúblikanar hafa áhyggjur af því að Donald Trump yrði ekki líklegur til að sigra í forsetakosningum seinna á árinu, hljóti hann tilnefningu flokksins. Forsetaframbjóðandinn hefur nú lofað forsvarsmönnum Repúblikana að breyta ímynd sinni eftir að forvalinu líkur. AP fréttaveitan kom höndum yfir upptöku af fundi kosningastjóra Trump með framkvæmdanefnd Repúblikanaflokksins. „Þegar hann er á sviðinu, þegar hann er að tala um þá hluti sem hann talar um, þá er hann að sýna mynd af sér sem þjónar tilgangi,“ sagði Paul Manafort. Hann sagði einnig að þegar forvalinu væri lokið og kosningabaráttan komin í gang muni kjósendur sjá allt annan Donald Trump. Manafort sagði að Trump áttaði sig á því að hann þyrfti að draga úr öfgum sínum. Hann sagði að sá karakter sem Trump væri að leika væri að þróast í þá átt sem nefndin vonaðist eftir. Ted Cruz sagði í útvarpsviðtali í gær að hann væri ánægður með þetta. Donald Trump væri að sýna hreinskilni varðandi það að hann væri að ljúga að Bandaríkjamönnum. „Ef þið skoðið það sem kosningastjórinn sagði, þá er þetta allt leikur. Þetta er eingöngu sýning,“ sagði Cruz. „Þegar Donald talar um að byggja vegg, þegar Donald talar um að taka hart á ólöglegum innflytjendum, Þegar Donald talar um hvað sem er, þá er honum ekki alvara. Þetta er bara sýning.“ Sjálfur sagði Trump að hann væri ekki alveg tilbúinn til þess að haga sér „forsetalega“ þegar hann ræddi við stuðningsmenn sína í gær. „Á einhverjum tímapunkti verð ég svo forsetalegur að ykkur mun leiðast mikið,“ sagði Trump eins og sjá má hér að neðan.Næsta þriðjudag heldur forvalið áfram í fimm ríkjum. Rhode Island, Connecticut, Pennsylvania, Delaware og Maryland. Trump segist bjartsýnn á sigur Þar. Hann er nú eini frambjóðandi Repúblikana sem mögulega getur náð 1.237 kjörmönnum til að hljóta tilnefningu flokksins. Flokksþing Repúblikana verður haldið í júlí og nái Trump ekki meirihluta verður forsetaefni flokksins ákveðið á þinginu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Repúblikanar hafa áhyggjur af því að Donald Trump yrði ekki líklegur til að sigra í forsetakosningum seinna á árinu, hljóti hann tilnefningu flokksins. Forsetaframbjóðandinn hefur nú lofað forsvarsmönnum Repúblikana að breyta ímynd sinni eftir að forvalinu líkur. AP fréttaveitan kom höndum yfir upptöku af fundi kosningastjóra Trump með framkvæmdanefnd Repúblikanaflokksins. „Þegar hann er á sviðinu, þegar hann er að tala um þá hluti sem hann talar um, þá er hann að sýna mynd af sér sem þjónar tilgangi,“ sagði Paul Manafort. Hann sagði einnig að þegar forvalinu væri lokið og kosningabaráttan komin í gang muni kjósendur sjá allt annan Donald Trump. Manafort sagði að Trump áttaði sig á því að hann þyrfti að draga úr öfgum sínum. Hann sagði að sá karakter sem Trump væri að leika væri að þróast í þá átt sem nefndin vonaðist eftir. Ted Cruz sagði í útvarpsviðtali í gær að hann væri ánægður með þetta. Donald Trump væri að sýna hreinskilni varðandi það að hann væri að ljúga að Bandaríkjamönnum. „Ef þið skoðið það sem kosningastjórinn sagði, þá er þetta allt leikur. Þetta er eingöngu sýning,“ sagði Cruz. „Þegar Donald talar um að byggja vegg, þegar Donald talar um að taka hart á ólöglegum innflytjendum, Þegar Donald talar um hvað sem er, þá er honum ekki alvara. Þetta er bara sýning.“ Sjálfur sagði Trump að hann væri ekki alveg tilbúinn til þess að haga sér „forsetalega“ þegar hann ræddi við stuðningsmenn sína í gær. „Á einhverjum tímapunkti verð ég svo forsetalegur að ykkur mun leiðast mikið,“ sagði Trump eins og sjá má hér að neðan.Næsta þriðjudag heldur forvalið áfram í fimm ríkjum. Rhode Island, Connecticut, Pennsylvania, Delaware og Maryland. Trump segist bjartsýnn á sigur Þar. Hann er nú eini frambjóðandi Repúblikana sem mögulega getur náð 1.237 kjörmönnum til að hljóta tilnefningu flokksins. Flokksþing Repúblikana verður haldið í júlí og nái Trump ekki meirihluta verður forsetaefni flokksins ákveðið á þinginu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira