Haukar eða ÍBV fara alla leið Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. apríl 2016 06:00 Vísir/Anton Undanúrslitin í Olís-deild karla hefjast í kvöld. Deildarmeistarar Hauka taka á móti ÍBV á Ásvöllum og bikarmeistarar Vals fá Aftureldingu í heimsókn í fyrstu leikjum liðanna. Vinna þarf þrjá til að komast í lokaúrslitin, en Haukar eiga titil að verja.Fréttablaðið fékk Gunnar Andrésson, þjálfara spútnikliðs Gróttu, til að spá í spilin fyrir undanúrslitin. Gunnar kom nýliðum Gróttu í úrslitaleik bikarsins og í úrslitakeppnina.Svakalegt einvígi „Þetta verður svaka rimma. Það er alveg ljóst,“ svarar Gunnar spenntur aðspurður um einvígi Hauka og ÍBV. Haukar unnu tvo af þremur leikjum liðanna í deildakeppninni en veturinn var framan af nokkur vonbrigði fyrir Eyjamenn. „Það þekkir enginn Eyjaliðið betur en Gunnar Magnússon. En á móti má segja að það eru ferskir vindar með Eyjaliðinu. Það er búið að bíða eftir úrslitakeppninni þar sem deildin var vonbrigði fyrir liðið. Að mínu mati verður sigurvegarinn úr þessari rimmu Íslandsmeistari, allavega miðað við spilamennskuna hjá þessum liðum í dag,“ segir Gunnar. Haukarnir eru óumdeilt besta lið landsins en hvað þarf ÍBV að gera til að vinna Hauka þrisvar. „Eyjamenn þurfa að ná upp frábærum leik í Hafnarfirði þar sem allt gengur upp. Það verður samt mjög erfitt því Haukar eru með rútínerað lið. Lykilinn hjá ÍBV verður að vinna fyrsta leikinn í Hafnarfirði og setja þetta einvígi í uppnám. Handboltalega er þetta mjög áhugavert einvígi,“ segir Gunnar sem getur ekki annað en ausið Haukaliðið lofi. „Eyjamenn spila væntanlega sína 5-1 vörn en Haukarnir leysa hana vel. Þeir gerðu það í öllum leikjunum á móti okkur þar sem við spiluðum 5-1 og við áttum ekki séns. Haukar var eina liðið sem við unnum ekki. Þetta verður mjög áhugavert einvígi,“ segir Gunnar.Hentar Völsurum betur Gunnar er tiltölulega viss um að Valur fari áfram úr einvígi sínu gegn Aftureldingu þrátt fyrir meiðsli Ómars Inga Magnússonar sem er mikið áfall fyrir Hlíðarendapilta. Ólafur Stefánsson verður til taks í úrslitakeppninni og má væntanlega búast við að sjá besta handboltamann Íslandssögunnar taka nokkrar sóknir fyrir Valsliðið. „Ég hef meiri trú á Val. Það er með sterkari hóp og vinnur þetta einvígi,“ segir Gunnar sem hefur engar áhyggjur af Val þrátt fyrir að Framarar hafi farið með þá alla leið í oddaleik. „Það hentar Val mun betur að spila á móti Aftureldingu heldur en Fram. Vörn Framara hentar Val ekkert vel og Valsararnir voru í bölvuðu basli í sóknarleiknum.“ Það er ekki flókið hvað Afturelding þarf að gera til að komast áfram, að mati Gunnars: „Afturelding þarf að spila svakalega góðan varnarleik og fá mikið af mörkum úr hraðaupphlaupum. Markvarslan er líka lykill,“ segir hann. „Ef Afturelding nær upp uppstilltum leik í sókninni verður þetta 50-50 einvígi en möguleikar Aftureldingar liggja í markvörslu, sterkri vörn og hraðaupphlaupum,“ segir Gunnar Andrésson. Olís-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Undanúrslitin í Olís-deild karla hefjast í kvöld. Deildarmeistarar Hauka taka á móti ÍBV á Ásvöllum og bikarmeistarar Vals fá Aftureldingu í heimsókn í fyrstu leikjum liðanna. Vinna þarf þrjá til að komast í lokaúrslitin, en Haukar eiga titil að verja.Fréttablaðið fékk Gunnar Andrésson, þjálfara spútnikliðs Gróttu, til að spá í spilin fyrir undanúrslitin. Gunnar kom nýliðum Gróttu í úrslitaleik bikarsins og í úrslitakeppnina.Svakalegt einvígi „Þetta verður svaka rimma. Það er alveg ljóst,“ svarar Gunnar spenntur aðspurður um einvígi Hauka og ÍBV. Haukar unnu tvo af þremur leikjum liðanna í deildakeppninni en veturinn var framan af nokkur vonbrigði fyrir Eyjamenn. „Það þekkir enginn Eyjaliðið betur en Gunnar Magnússon. En á móti má segja að það eru ferskir vindar með Eyjaliðinu. Það er búið að bíða eftir úrslitakeppninni þar sem deildin var vonbrigði fyrir liðið. Að mínu mati verður sigurvegarinn úr þessari rimmu Íslandsmeistari, allavega miðað við spilamennskuna hjá þessum liðum í dag,“ segir Gunnar. Haukarnir eru óumdeilt besta lið landsins en hvað þarf ÍBV að gera til að vinna Hauka þrisvar. „Eyjamenn þurfa að ná upp frábærum leik í Hafnarfirði þar sem allt gengur upp. Það verður samt mjög erfitt því Haukar eru með rútínerað lið. Lykilinn hjá ÍBV verður að vinna fyrsta leikinn í Hafnarfirði og setja þetta einvígi í uppnám. Handboltalega er þetta mjög áhugavert einvígi,“ segir Gunnar sem getur ekki annað en ausið Haukaliðið lofi. „Eyjamenn spila væntanlega sína 5-1 vörn en Haukarnir leysa hana vel. Þeir gerðu það í öllum leikjunum á móti okkur þar sem við spiluðum 5-1 og við áttum ekki séns. Haukar var eina liðið sem við unnum ekki. Þetta verður mjög áhugavert einvígi,“ segir Gunnar.Hentar Völsurum betur Gunnar er tiltölulega viss um að Valur fari áfram úr einvígi sínu gegn Aftureldingu þrátt fyrir meiðsli Ómars Inga Magnússonar sem er mikið áfall fyrir Hlíðarendapilta. Ólafur Stefánsson verður til taks í úrslitakeppninni og má væntanlega búast við að sjá besta handboltamann Íslandssögunnar taka nokkrar sóknir fyrir Valsliðið. „Ég hef meiri trú á Val. Það er með sterkari hóp og vinnur þetta einvígi,“ segir Gunnar sem hefur engar áhyggjur af Val þrátt fyrir að Framarar hafi farið með þá alla leið í oddaleik. „Það hentar Val mun betur að spila á móti Aftureldingu heldur en Fram. Vörn Framara hentar Val ekkert vel og Valsararnir voru í bölvuðu basli í sóknarleiknum.“ Það er ekki flókið hvað Afturelding þarf að gera til að komast áfram, að mati Gunnars: „Afturelding þarf að spila svakalega góðan varnarleik og fá mikið af mörkum úr hraðaupphlaupum. Markvarslan er líka lykill,“ segir hann. „Ef Afturelding nær upp uppstilltum leik í sókninni verður þetta 50-50 einvígi en möguleikar Aftureldingar liggja í markvörslu, sterkri vörn og hraðaupphlaupum,“ segir Gunnar Andrésson.
Olís-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira