Viktor Bjarki: Draumurinn er að vinna titil með Víkingi Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. apríl 2016 09:30 Víkingar úr Reykjavík enda í sjötta sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í sumar ef spá íþróttadeildar 365 gengur upp. Það er þremur sætum ofar en liðið hafnaði eftir vonbrigða sumar í fyrra en undir þeirra væntingum miðað við félagaskipti vetrarins og gengi á undirbúningsmótunum. „Ég held að þetta sé bara sanngjarnt miðað við gengið í fyrra en okkur hefur gengið vel í vetur. Spá er bara spá einhverja manna en við ætlum okkur að gera betur en sjötta sæti,“ segir Viktor Bjarki í viðtali við Vísi um spána. Það er bjartsýni í Víkinni eftir góðan vetur: „Hefur ekki alltaf verið bjartsýni í Víkinni?“ spyr Viktor og brosir. „Við ætluðum að verða meistarar 2014. Það styttist alltaf í að það komi titill í hús. Auðvitað ætlum við að gera okkar besta til að vera ofarlega í deildinni.“ „Markmiðið er að gera betur en í fyrra. Það kemur svo bara í ljós hvernig það gengur.“Sorglegur leikur Víkingar komust í úrslitaleik Lengjubikarsins þar sem þeir töpuðu, 2-0, fyrir KR. Eftir góða spilamennsku framan af vetri var frammistaðan í úrslitaleiknum mikil vonbrigði fyrir Fossvogsstrákana. „Þessi leikur var sorglegur. Það var ekkert í gangi. Ég veit ekki hvort við vorum þreyttir eftir erfiða æfingaferð. Þetta var bara ekki okkar dagur. Við komum bara tvíefldir til leiks í næsta leik,“ segir Viktor en Víkingar eiga rosalega erfiða byrjun á mótinu. „Ég tel að það sé alltaf best að byrja á móti stóru liðunum. Það er auðveldara að gíra sig upp fyrir þá leiki. Þannig hefur það alltaf verið. Maður er tilbúnari í leiki gegn KR, FH og þessum liðum. Maður fer strax í gírinn og veit hvað maður þarf að gera.“Mikill heiður Viktor Bjarki sneri aftur til uppeldisfélagsins Víkings fyrir síðasta tímabil og átti mjög góðan seinni hluta á mótinu í fyrra. Hann er nú orðinn fyrirliði síns félags. „Það er mikill heiður. Það var draumur minn þegar ég var yngri þegar ég horfði á þessa meistaraflokkskarla. Það er draumur að vera fyrirliði þíns liðs. Ég hef mikinn metnað fyrir félaginu og draumurinn er að vinna titil með félaginu,“ segir Viktor.Gary er sigurvegari Víkingar voru nokkuð stórtækir á félagaskiptamarkaðnum og fengu einn stærsta bitann þegar Gary Martin gekk í raðir félagsins. Viktor þekkir hann betur en allir í Víkingsliðinu enda unnu þeir saman titla hjá KR. „Gary er fínn karakter í hóp. Hann er sigurvegari og það er eitthvað sem Víkingur þarf. Hann gefur alltaf 100 prósent. Hann leggur sig alltaf fram í leikjum og æfingum og æfir eins og vitleysingur aukalega. Hann vill vinna og skora. Hann á eftir að gera fullt fyrir okkur í sumar,“ segir Viktor Bjarki Arnarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Viðtal: Tómas Þór Þórðarson Upptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Stefán Snær Geirmundsson, Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Víkingur hafnar í 6. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík sjötta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er þremur sætum ofar en liðið endaði á síðasta ári. 25. apríl 2016 09:00 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira
Víkingar úr Reykjavík enda í sjötta sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í sumar ef spá íþróttadeildar 365 gengur upp. Það er þremur sætum ofar en liðið hafnaði eftir vonbrigða sumar í fyrra en undir þeirra væntingum miðað við félagaskipti vetrarins og gengi á undirbúningsmótunum. „Ég held að þetta sé bara sanngjarnt miðað við gengið í fyrra en okkur hefur gengið vel í vetur. Spá er bara spá einhverja manna en við ætlum okkur að gera betur en sjötta sæti,“ segir Viktor Bjarki í viðtali við Vísi um spána. Það er bjartsýni í Víkinni eftir góðan vetur: „Hefur ekki alltaf verið bjartsýni í Víkinni?“ spyr Viktor og brosir. „Við ætluðum að verða meistarar 2014. Það styttist alltaf í að það komi titill í hús. Auðvitað ætlum við að gera okkar besta til að vera ofarlega í deildinni.“ „Markmiðið er að gera betur en í fyrra. Það kemur svo bara í ljós hvernig það gengur.“Sorglegur leikur Víkingar komust í úrslitaleik Lengjubikarsins þar sem þeir töpuðu, 2-0, fyrir KR. Eftir góða spilamennsku framan af vetri var frammistaðan í úrslitaleiknum mikil vonbrigði fyrir Fossvogsstrákana. „Þessi leikur var sorglegur. Það var ekkert í gangi. Ég veit ekki hvort við vorum þreyttir eftir erfiða æfingaferð. Þetta var bara ekki okkar dagur. Við komum bara tvíefldir til leiks í næsta leik,“ segir Viktor en Víkingar eiga rosalega erfiða byrjun á mótinu. „Ég tel að það sé alltaf best að byrja á móti stóru liðunum. Það er auðveldara að gíra sig upp fyrir þá leiki. Þannig hefur það alltaf verið. Maður er tilbúnari í leiki gegn KR, FH og þessum liðum. Maður fer strax í gírinn og veit hvað maður þarf að gera.“Mikill heiður Viktor Bjarki sneri aftur til uppeldisfélagsins Víkings fyrir síðasta tímabil og átti mjög góðan seinni hluta á mótinu í fyrra. Hann er nú orðinn fyrirliði síns félags. „Það er mikill heiður. Það var draumur minn þegar ég var yngri þegar ég horfði á þessa meistaraflokkskarla. Það er draumur að vera fyrirliði þíns liðs. Ég hef mikinn metnað fyrir félaginu og draumurinn er að vinna titil með félaginu,“ segir Viktor.Gary er sigurvegari Víkingar voru nokkuð stórtækir á félagaskiptamarkaðnum og fengu einn stærsta bitann þegar Gary Martin gekk í raðir félagsins. Viktor þekkir hann betur en allir í Víkingsliðinu enda unnu þeir saman titla hjá KR. „Gary er fínn karakter í hóp. Hann er sigurvegari og það er eitthvað sem Víkingur þarf. Hann gefur alltaf 100 prósent. Hann leggur sig alltaf fram í leikjum og æfingum og æfir eins og vitleysingur aukalega. Hann vill vinna og skora. Hann á eftir að gera fullt fyrir okkur í sumar,“ segir Viktor Bjarki Arnarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Viðtal: Tómas Þór Þórðarson Upptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Stefán Snær Geirmundsson, Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Víkingur hafnar í 6. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík sjötta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er þremur sætum ofar en liðið endaði á síðasta ári. 25. apríl 2016 09:00 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: Víkingur hafnar í 6. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík sjötta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er þremur sætum ofar en liðið endaði á síðasta ári. 25. apríl 2016 09:00