Körfubolti

Ívar: Kári gæti spilað oddaleikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári átti á köflum erfitt með að horfa á leikinn.
Kári átti á köflum erfitt með að horfa á leikinn. vísir/ernir
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, segir mögulegt að Kári Jónsson verði með í oddaleiknum gegn KR á laugardaginn, ef af honum verður.

Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með tveggja stiga sigri, 77-79, í DHL-höllinni í kvöld.

Liðin mætast í fjórða sinn á fimmtudaginn og vinni Haukar þann leik verður oddaleikur í DHL-höllinni á laugardaginn.

„Hann spilar oddaleikinn, eigum við ekki að segja það,“ sagði Ívar í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson eftir leikinn í kvöld.

„Hann er með rifið liðband fyrir ofan ristina og það flísaðist upp úr beini þar. Það verður ekkert verra þótt hann spili en vandamálið er að hann á erfitt með hliðarhreyfingar og getur eiginlega bara hlaupið beint áfram.

„Í körfubolta gengur það ekkert upp, sérstaklega þegar þú ert að spila um Íslandsmeistaratitil. En við vonum það besta fyrir hann. Þetta er ömurlegt fyrir strákinn, að geta ekki spilað,“ Ívar ennfremur en hann reiknar ekki með Kára í fjórða leiknum á fimmtudaginn.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×