Guðjón Pétur: Tel mig hafa leiðrétt skoðun Arnars Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2016 09:30 „Þetta er kannski eðlilegt miðað við árið í fyrra en við hljótum að stefna aðeins hærra,“ segir Guðjón Pétur Lýðsson í viðtali við Vísi um spá Íþróttadeildar 365 sem spáir Valsmönnum fimmta sæti í Pepsi-deildinni í sumar. Valur hefur endað í fimmta sæti undanfarin þrjú ár en liðið vaknaði af smá blundi síðasta sumar undir stjórn Ólafs Jóhannessonar og varð bikarmeistari. „Við erum með lið sem á að geta strítt þessum bestu liðum og ég tel okkur hafa burði til þess. Maður veit aldrei hvað gerist,“ segir Guðjón Pétur, en þýðir það titilbarátta? „Ég held að það sé ekkert launungarmál að Valur stefnir að því að verða Íslandsmeistari, hvort sem það er núna eða á næsta ári. Það er allavega krafan að Valur sé í toppbaráttu.“Geðveikt að vera í Val Guðjón Pétur er kominn til Vals í annað sinn en þegar hann samdi við félagið í vetur sagði hann í viðtali að nú langaði hann að „gera hlutina almennilega.“ „Ég fór á sínum tíma ekkert á bestu nótum. Á þeim tíma var samt uppgangur hjá Val og spennandi tímar en svo koma erfiðir tímar fjárhagslega á öllum félögum en nú er kominn tími á að gera þetta almennilega og ráðast almennilega á titla og skemmtilegheit,“ segir hann, en Guðjón nýtur þess að vera á Hlíðarenda. „Það er geðveikt að vera í Val. Það er ára yfir Val. Það er fullt af mönnum í kringum félagið sem hafa náð miklum árangri - alvöru karakterar,“ segir hann. „Allt í kringum þig er verið að minna þig á að þú ert í Val. Það eru bikarar og stanslaust verið að minna þig á alla titla. Maður á að krefjast þess af sjálfum sér að vera í svona félagis og reyna að koma með þessa tíma aftur.“Er heitur í skapinu Guðjón Pétur Lýðsson var ekki í myndinni hjá Arnari Grétarssyni í byrjun móts hjá Breiðabliki í fyrrasumar en vegna meiðsla þurfti hann að byrja mótið og stóð sig frábærlega. Guðjón var á endanum ein helsta ástæða þess að Breiðablik hafnaði í öðru sæti. „Ég er ekki í því að gefast upp. Mótlæti er það sem gerir þig betri og byggir þig upp. Það getur hver sem er haft trú eða ekki á þér en þú þarft sjálfur að hafa trú á þér og ég hef trú á mér. Ég veit að ef ég spila þá skila ég góðu verki. Svo er það bara undir þjálfaranum komið hvort hann noti mig eða ekki,“ segir Guðjón Pétur. „Það er ekki gaman þegar þjálfarinn notar mann ekki. Ég þoli ekki að spila ekki og er frekar heitur í skapinu. En ég tala bara á vellinum og hef ekkert annað að segja,“ segir hann, en hvernig var samband þeirra þegar þetta var í gangi? „Það var mjög gott. Ég virði Arnar gífurlega og hann hefur margt fram að færa sem þjálfari. Vinnusiðferði hans er til fyrirmyndar og á flestan hátt mjög fær þjálfari. Þetta var hans skoðun og ég held að ég hafi leiðrétt hana.“ Hann viðurkennir að þetta varð samt til þess að hann yfirgaf Kópavoginn. „Það var eiginlega eina ástæðan. Ég var ósáttur með að mér fannst ég ekki njóta trausts þjálfarans en ég tel mig hafa það núna og það er mjög spennandi,“ segir Guðjón Pétur Lýðsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Guðni Ingi Johnsen, Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lið hafa ekki náð að vinna Valsmenn í Meistarakeppninni síðan 1989 Valsmenn urðu í gær meistarar meistaranna í níunda sinn þegar bikarmeistararnir frá Hlíðarenda unnu Íslandsmeistara FH í vítakeppni. 26. apríl 2016 16:00 Pepsi-spáin 2016: Valur hafnar í 5. sæti Íþróttadeild 365 spáir Val fimmta sæti pepsi-deildarinnar í ár eða sama sæti og liðið hefur hafnað í undanfarin þrjú ár. 26. apríl 2016 09:00 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
„Þetta er kannski eðlilegt miðað við árið í fyrra en við hljótum að stefna aðeins hærra,“ segir Guðjón Pétur Lýðsson í viðtali við Vísi um spá Íþróttadeildar 365 sem spáir Valsmönnum fimmta sæti í Pepsi-deildinni í sumar. Valur hefur endað í fimmta sæti undanfarin þrjú ár en liðið vaknaði af smá blundi síðasta sumar undir stjórn Ólafs Jóhannessonar og varð bikarmeistari. „Við erum með lið sem á að geta strítt þessum bestu liðum og ég tel okkur hafa burði til þess. Maður veit aldrei hvað gerist,“ segir Guðjón Pétur, en þýðir það titilbarátta? „Ég held að það sé ekkert launungarmál að Valur stefnir að því að verða Íslandsmeistari, hvort sem það er núna eða á næsta ári. Það er allavega krafan að Valur sé í toppbaráttu.“Geðveikt að vera í Val Guðjón Pétur er kominn til Vals í annað sinn en þegar hann samdi við félagið í vetur sagði hann í viðtali að nú langaði hann að „gera hlutina almennilega.“ „Ég fór á sínum tíma ekkert á bestu nótum. Á þeim tíma var samt uppgangur hjá Val og spennandi tímar en svo koma erfiðir tímar fjárhagslega á öllum félögum en nú er kominn tími á að gera þetta almennilega og ráðast almennilega á titla og skemmtilegheit,“ segir hann, en Guðjón nýtur þess að vera á Hlíðarenda. „Það er geðveikt að vera í Val. Það er ára yfir Val. Það er fullt af mönnum í kringum félagið sem hafa náð miklum árangri - alvöru karakterar,“ segir hann. „Allt í kringum þig er verið að minna þig á að þú ert í Val. Það eru bikarar og stanslaust verið að minna þig á alla titla. Maður á að krefjast þess af sjálfum sér að vera í svona félagis og reyna að koma með þessa tíma aftur.“Er heitur í skapinu Guðjón Pétur Lýðsson var ekki í myndinni hjá Arnari Grétarssyni í byrjun móts hjá Breiðabliki í fyrrasumar en vegna meiðsla þurfti hann að byrja mótið og stóð sig frábærlega. Guðjón var á endanum ein helsta ástæða þess að Breiðablik hafnaði í öðru sæti. „Ég er ekki í því að gefast upp. Mótlæti er það sem gerir þig betri og byggir þig upp. Það getur hver sem er haft trú eða ekki á þér en þú þarft sjálfur að hafa trú á þér og ég hef trú á mér. Ég veit að ef ég spila þá skila ég góðu verki. Svo er það bara undir þjálfaranum komið hvort hann noti mig eða ekki,“ segir Guðjón Pétur. „Það er ekki gaman þegar þjálfarinn notar mann ekki. Ég þoli ekki að spila ekki og er frekar heitur í skapinu. En ég tala bara á vellinum og hef ekkert annað að segja,“ segir hann, en hvernig var samband þeirra þegar þetta var í gangi? „Það var mjög gott. Ég virði Arnar gífurlega og hann hefur margt fram að færa sem þjálfari. Vinnusiðferði hans er til fyrirmyndar og á flestan hátt mjög fær þjálfari. Þetta var hans skoðun og ég held að ég hafi leiðrétt hana.“ Hann viðurkennir að þetta varð samt til þess að hann yfirgaf Kópavoginn. „Það var eiginlega eina ástæðan. Ég var ósáttur með að mér fannst ég ekki njóta trausts þjálfarans en ég tel mig hafa það núna og það er mjög spennandi,“ segir Guðjón Pétur Lýðsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Guðni Ingi Johnsen, Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lið hafa ekki náð að vinna Valsmenn í Meistarakeppninni síðan 1989 Valsmenn urðu í gær meistarar meistaranna í níunda sinn þegar bikarmeistararnir frá Hlíðarenda unnu Íslandsmeistara FH í vítakeppni. 26. apríl 2016 16:00 Pepsi-spáin 2016: Valur hafnar í 5. sæti Íþróttadeild 365 spáir Val fimmta sæti pepsi-deildarinnar í ár eða sama sæti og liðið hefur hafnað í undanfarin þrjú ár. 26. apríl 2016 09:00 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Lið hafa ekki náð að vinna Valsmenn í Meistarakeppninni síðan 1989 Valsmenn urðu í gær meistarar meistaranna í níunda sinn þegar bikarmeistararnir frá Hlíðarenda unnu Íslandsmeistara FH í vítakeppni. 26. apríl 2016 16:00
Pepsi-spáin 2016: Valur hafnar í 5. sæti Íþróttadeild 365 spáir Val fimmta sæti pepsi-deildarinnar í ár eða sama sæti og liðið hefur hafnað í undanfarin þrjú ár. 26. apríl 2016 09:00
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann