Körfubolti

Frábær endasprettur Skallagríms og sæti í Domino's deildinni tryggt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jean Rony Cadet var með tröllutvennu í leiknum í kvöld.
Jean Rony Cadet var með tröllutvennu í leiknum í kvöld. vísir/anton
Skallagrímur leikur í Domino's deild karla á næsta tímabili eftir eins árs fjarveru. Skallarnir unnu Fjölni, 75-91, í oddaleik um sæti í efstu deild í Dalhúsum í kvöld.

Fjölnir komst í 2-1 í einvíginu en Skallagrímur vann síðustu tvo leikina og tryggði sér sigurinn í einvíginu.

Fjölnir leiddi með einu stigi, 59-58, fyrir 4. leikhlutann þar sem Borgnesingar voru miklu sterkari aðilinn.

Grafarvogsliðið byrjaði 4. leikhlutann reyndar ágætlega og þegar rúmar sex mínútur voru til leiksloka var staðan 67-62, Fjölni í vil. Þá fóru Borgnesingar í gang, skoruðu 20 stig gegn aðeins þremur og náðu 12 stiga forystu, 70-82.

Á endanum munaði 16 stigum á liðunum, 75-91, og það verður því Skallagrímur sem fylgir Þór Akureyri upp í Domino's deildina.

Kristófer Gíslason var stigahæstur í liði Skallagríms með 24 stig og þá átti Jean Rony Cadet stórleik, skoraði 22 stig, tók 22 fráköst, gaf sex stoðsendingar og varði fimm skot.

Collin Pryor skoraði mest í liði Fjölnis, eða 23 stig, auk þess sem hann tók 12 fráköst.

Fjölnir-Skallagrímur 75-91 (19-19, 22-21, 18-18, 16-33)

Fjölnir: Collin Anthony Pryor 23/12 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 14/5 fráköst/5 stoðsendingar, Róbert Sigurðsson 13/5 fráköst/9 stoðsendingar, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 8, Egill Egilsson 6/8 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 5, Sindri Már Kárason 4/5 fráköst, Þorgeir Freyr Gíslason 2, Alexander Þór Hafþórsson 0, Smári Hrafnsson 0, Valur Sigurðsson 0, Árni Elmar Hrafnsson 0.

Skallagrímur: Kristófer Gíslason 24/6 fráköst, Jean Rony Cadet 22/22 fráköst/6 stoðsendingar/5 varin skot, Sigtryggur Arnar Björnsson 14/4 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 11/6 fráköst, Hamid Dicko 7/5 stoðsendingar, Hjalti Ásberg Þorleifsson 5, Kristján Örn Ómarsson 5, Davíð Ásgeirsson 3, Bjarni Guðmann Jónson 0, Þorsteinn Þórarinsson 0, Davíð Guðmundsson 0, Guðbjartur Máni Gíslason 0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×