Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2016 13:26 Stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarmeirihlutann á Alþingi harðlega í morgun fyrir að bregðast ekki við aflandsmálum ráðherra og annarra sem tengjast stjórnarflokkunum. Vísir/Ernir Stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarmeirihlutann á Alþingi harðlega í morgun fyrir að bregðast ekki við aflandsmálum ráðherra og annarra sem tengjast stjórnarflokkunum og sökuðu stjórnina um að spila pólitískan leik fyrir kosningar. Fjármálaráðherra skoraði á stjórnarandstöðuna að bera upp vantraust á einstaka ráðherra í stað þess að eyða tíma Alþingis í umræður um dagskrá þingsins. Þingfundur átti að hefjast með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra klukkan hálf ellefu í morgun en stjórnarandstöðuþingmenn tóku fyrst hálftíma í að ræða fundarstjórn forseta. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar reið á vaðið og sagði að aflandseyjahneykslið, eins og hann orðaði það, hafi orðið til þess að forsætisráðherra sagði af sér og ýmsir aðir lægra settir hefðu sagt upp störfum. „En áfram situr fjármálaráðherra hér og neitar að horfast í augu við þau áhrif sem aflandseyjahneykslið hefur haft fyrir stöðu einstakra ráðherra og ríkisstjórnina. Neitar að rjúfa þetta þing og boða til kosninga. Það er kominn tími til að hæstvirtur fjármálaráðherra horfist í augu við það að hann nýtur ekki trausts til að aflétta höftum eða selja þær ríkiseignir sem hér eru,“ sagði Helgi. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna mælti á svipuðum nótum. „Ráðherra skattamála, skattamálaráðherra Íslands situr enn, en er sjálfur í Panamaskjölunum. Forseti, þetta gengur ekki. Þetta er algerlega óásættanlegt,“ sagði Svandís. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði áhyggjuefni að stjórnarandstaðan treysti sér ekki til að ræða þau fjölmörgu mál sem lægju fyrir þinginu og væru í meðförum nefnda þess. „Það sem við skulum bara gera er að nýta þetta þing þá daga sem eru framundan til að ljúka þeim málum. Við höfum á fundum með forystu stjórnarandstöðunnar margítrekað hvernig við viljum vinna að framgangi þessara mála. Svo göngum við til fundar við kjósendur til kosninga með haustinu,“ sagði Bjarni. Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar sagði stjórnarflokkana reyna að bæta ímynd sína. „Það sem nú er að gerast er að Sjálfstæðisflokkurinn er að kaupa sér tíma til að reyna að hífa upp fylgi Framsóknarflokksins. Vegna þess að enginn annar ætlar með þeim í stjórn. Það vill enginn annar fara með þeim í stjórn. Hverjum myndi detta það í hug þegar afrekaskráin er eins og hún er,“ spurði Róbert. Fjármálaráðherra minnti á að flutt hafi verið vantrausttillaga á ríkisstjórnina. „Það var rætt hér vantraust á ríkisstjórnina og það var fellt. Ríkisstjórnin ákvað að eigin frumkvæði að ljúka þessu þingi, ljúka stórum og mikilvægum málum og hefur boðað að það verði kosið í haust. Fyrir þessu er mjög ríkur meirihluti hér í þinginu og það er ekki nema lýðræðislegt að fylgja því. Ef einstaka þingmenn vilja koma hér með vantrausttillögu á ráðherra skulu þeir bara gera það. En það á ekki að vera að eyða góðum tíma þingsins í svona umræðu undir dagskrá þingsins, sagði Bjarni og bætti við: „Og talandi um traust. Mættu ekki sumir þeirra sem stigu hér upp líta kannski örlítið í eigin barm og spyrja sig; hvernig er traustið til viðkomandi stjórnmálaflokka,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarmeirihlutann á Alþingi harðlega í morgun fyrir að bregðast ekki við aflandsmálum ráðherra og annarra sem tengjast stjórnarflokkunum og sökuðu stjórnina um að spila pólitískan leik fyrir kosningar. Fjármálaráðherra skoraði á stjórnarandstöðuna að bera upp vantraust á einstaka ráðherra í stað þess að eyða tíma Alþingis í umræður um dagskrá þingsins. Þingfundur átti að hefjast með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra klukkan hálf ellefu í morgun en stjórnarandstöðuþingmenn tóku fyrst hálftíma í að ræða fundarstjórn forseta. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar reið á vaðið og sagði að aflandseyjahneykslið, eins og hann orðaði það, hafi orðið til þess að forsætisráðherra sagði af sér og ýmsir aðir lægra settir hefðu sagt upp störfum. „En áfram situr fjármálaráðherra hér og neitar að horfast í augu við þau áhrif sem aflandseyjahneykslið hefur haft fyrir stöðu einstakra ráðherra og ríkisstjórnina. Neitar að rjúfa þetta þing og boða til kosninga. Það er kominn tími til að hæstvirtur fjármálaráðherra horfist í augu við það að hann nýtur ekki trausts til að aflétta höftum eða selja þær ríkiseignir sem hér eru,“ sagði Helgi. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna mælti á svipuðum nótum. „Ráðherra skattamála, skattamálaráðherra Íslands situr enn, en er sjálfur í Panamaskjölunum. Forseti, þetta gengur ekki. Þetta er algerlega óásættanlegt,“ sagði Svandís. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði áhyggjuefni að stjórnarandstaðan treysti sér ekki til að ræða þau fjölmörgu mál sem lægju fyrir þinginu og væru í meðförum nefnda þess. „Það sem við skulum bara gera er að nýta þetta þing þá daga sem eru framundan til að ljúka þeim málum. Við höfum á fundum með forystu stjórnarandstöðunnar margítrekað hvernig við viljum vinna að framgangi þessara mála. Svo göngum við til fundar við kjósendur til kosninga með haustinu,“ sagði Bjarni. Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar sagði stjórnarflokkana reyna að bæta ímynd sína. „Það sem nú er að gerast er að Sjálfstæðisflokkurinn er að kaupa sér tíma til að reyna að hífa upp fylgi Framsóknarflokksins. Vegna þess að enginn annar ætlar með þeim í stjórn. Það vill enginn annar fara með þeim í stjórn. Hverjum myndi detta það í hug þegar afrekaskráin er eins og hún er,“ spurði Róbert. Fjármálaráðherra minnti á að flutt hafi verið vantrausttillaga á ríkisstjórnina. „Það var rætt hér vantraust á ríkisstjórnina og það var fellt. Ríkisstjórnin ákvað að eigin frumkvæði að ljúka þessu þingi, ljúka stórum og mikilvægum málum og hefur boðað að það verði kosið í haust. Fyrir þessu er mjög ríkur meirihluti hér í þinginu og það er ekki nema lýðræðislegt að fylgja því. Ef einstaka þingmenn vilja koma hér með vantrausttillögu á ráðherra skulu þeir bara gera það. En það á ekki að vera að eyða góðum tíma þingsins í svona umræðu undir dagskrá þingsins, sagði Bjarni og bætti við: „Og talandi um traust. Mættu ekki sumir þeirra sem stigu hér upp líta kannski örlítið í eigin barm og spyrja sig; hvernig er traustið til viðkomandi stjórnmálaflokka,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?