Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - KR 70-84 | KR Íslandsmeistari þriðja árið í röð Stefán Árni Pálsson skrifar 28. apríl 2016 20:45 Íslandsmeistarar 2016. vísir/ernir KR er Íslandsmeistari þriðja árið í röð eftir frábæran sigur, 84-70, á Haukum í Schenker-höllinni í Hafnarfirði í kvöld. Þetta var fjórði leikur liðanna í einvíginu og vann KR það 3-1. Michael Craion var stórkostlegur í liði KR og gerði 27 stig og tók 9 fráköst. Höllin var þétt setin þegar flautað var til leiks og stemningin frábær í Schenker-höllinni. Haukar Óskarsson, leikmaður Hauka, gerði fyrstu átta stig liðsins og var hann greinilega gríðarlega vel stemmdur. Þegar þrjár mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 11-9 fyrir Hauka. Jafnt var nánast á öllum tölu í fyrsta leikhlutanum og var staðan 21-19 fyrir KR eftir tíu mínútna leik. Þá hafði Michael Craion gert 10 stig fyrir KR. KR-ingar voru ívið sterkari í upphafi annars leikhluta en Haukar voru aldrei að fara hleypa þeim langt í burtu frá sér. Craion hjá KR og Mobley hjá Haukum voru báðir virkilega öflugir í fyrri hálfleiknum. Brynjar Þór Björnsson var einnig frábær í fyrri hálfleiknum og setti niður fjórar þriggja stig körfur í fimm skottilraunum í hálfleiknum. Gríðarlegt jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan 42-39 fyrir KR eftir tuttugu mínútna leik. KR-ingar voru sterkari til að byrja með í síðari hálfleiknum en hvorugt liðið náði að sýna sitt rétta andlit. Körfurnar í þriðja leikhlutanum voru vægast sagt fáar og til að mynda var staðan 48-43 fyrir KR þegar lítið var eftir af þriðja leikhlutanum. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 53-49 fyrir KR og allt gat gerst. Það var greinilegt að Haukar ætluðu sér ekki í sumarfrí. Gestirnir úr Vesturbænum ætluðu aftur á móti að senda þá í sumarfrí og náðu þeir strax tíu stiga forskoti, 64-54. KR-ingar voru einfaldlega mikið mun betri í síðasta leikhlutanum og unnu að lokum þægilegan sigur, 84-70. Michael Craion og Brynjar Þór Björnsson voru báðir frábærir í liði KR og gerðu allt sem þeir gátu til að tryggja Vesturbæjarstórveldinu þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð.Haukar-KR 70-84 (19-21, 20-21, 10-11, 21-31)Haukar: Brandon Mobley 31/7 fráköst, Haukur Óskarsson 17/3 varin skot, Hjálmar Stefánsson 8, Finnur Atli Magnússon 6/5 fráköst, Kristinn Jónasson 4, Emil Barja 2/5 fráköst/7 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 2, Jón Ólafur Magnússon 0, Gunnar Birgir Sandholt 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Guðni Heiðar Valentínusson 0, Ívar Barja 0.KR: Michael Craion 27/9 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 23/8 fráköst, Pavel Ermolinskij 12/12 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 11/4 fráköst/7 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 5, Darri Hilmarsson 4, Snorri Hrafnkelsson 2, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Jón Hrafn Baldvinsson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 0, Arnór Hermannsson 0, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0. Finnur: Stór stund í sögu félagsins„Við lögðum upp með það í haust að við gætum gert eitthvað sögulegt,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. „Það eru ekki mörg lið sem hafa unnið titilinn þrisvar í röð. Keflavík gerði það í kringum aldamótin og núna er þetta annað skiptið í sögu KR sem við náum að vinna þrisvar í röð“. Finnur segir að stundin í kvöld marki stóra stund í sögu félagsins. KR hefur nú unnið 15 Íslandsmeistaratitla. „Þegar ég tek við liðinu var þetta einhver draumur, að taka þrjá titla og komast í 15 í heildina. Það að það hafi gengið eftir á þremur árum er ótrúlegt.“ Hann segir að samsetning liðsins og ákveðnir karakterar innan hópsins geri KR að besta liði á landinu. Emil: Komum sterkari til baka á næsta tímabili„Þetta er alveg ömurlegt en ég er samt stoltur af liðinu, við erum búnir að fara í gegnum margt,“ segir Emil Baraja, leikmaður Hauka, eftir tapið í kvöld. „Við erum með lykilmenn í öllum seríum sem meiðast en við erum svo mikið lið, þó einn maður fer út, þá kemur alltaf einhver í staðinn.“ Emil segir að KR-ingar séu bara of sterkir og með landsliðsmenn í öllum stöðum. „Mér fannst við eiga séns í þá, en við gerum í heildina bara of mikið af mistökum. Maður hefði auðvitað viljað gera betur en við eigum eftir að læra af þessu og koma enn sterkari til leiks á næsta tímabili.“ Brynjar: Markmiðið var alltaf að ná í þann þriðja í röð„Maður er bara í ákveðnu spennufalli núna og maður á kannski eftir að átta sig á þessu,“ segir Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, eftir leikinn. „Maður á eftir að átta sig á þessu jafnt og þétt. Þetta er búið að vera stórkostlegur vetur, en samt mikið búið að ganga á. Við missum Pavel og Helga í meiðsli, missum síðan Ægi rétt fyrir úrslitakeppni og því er ég bara hrikalega stoltur af þessu.“ Brynjar segir að markmiðið hafi alltaf verið ljóst, og alveg frá því að liðið vann titilinn á síðasta ári. „Við ætluðum alltaf að vinna þann þriðja í röð, það var alveg ljóst og hefur það allt tímabilið.“ Helgi er núna ánægður með bróður sinn: Ferillinn hefði ekki getað endað betur„Þetta er bara æðislegt og ég hefði ekki getað ímynda með mér betri endir á ferlinum,“ segir Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, eftir leikinn en Helgi hefur nú formlega lagt skóna á hilluna. „Þetta einvígi var nokkuð strembið, þeir voru kannski eitthvað yfirspenntir í fyrsta leiknum en svo komu þeir virkilega sterkir til baka.“ Helgi segir að næstu þrír leikir hafi verið mjög erfiðir gegn Haukum. „Við náum bara að sigla þessum leik heim undir lokin, mjög agaðir og ætluðum bara að klára þetta hægt og rólega.“ Helgi segist geta samglaðst Finni bróður sínum núna eftir að hann setti magnaðan flautuþrist í síðasta leik. „Það er auðvitað geðveikt að eiga svona á ferilskránni, svona skot. Sérstaklega að gera þetta í grillið á gömlu liðsfélögunum og bróður sínum. Ég er bara ánægður með þetta núna.“ Helgi er að flytja út til Bandaríkjanna og er því hættur í körfubolta. „Ég flyt út á fimmtudaginn næsta og mun fagna vel næstu daga og bara í allt sumar.“Tweets by @Visirkarfa1 Vísir/Andri Marinó Dominos-deild karla Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
KR er Íslandsmeistari þriðja árið í röð eftir frábæran sigur, 84-70, á Haukum í Schenker-höllinni í Hafnarfirði í kvöld. Þetta var fjórði leikur liðanna í einvíginu og vann KR það 3-1. Michael Craion var stórkostlegur í liði KR og gerði 27 stig og tók 9 fráköst. Höllin var þétt setin þegar flautað var til leiks og stemningin frábær í Schenker-höllinni. Haukar Óskarsson, leikmaður Hauka, gerði fyrstu átta stig liðsins og var hann greinilega gríðarlega vel stemmdur. Þegar þrjár mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 11-9 fyrir Hauka. Jafnt var nánast á öllum tölu í fyrsta leikhlutanum og var staðan 21-19 fyrir KR eftir tíu mínútna leik. Þá hafði Michael Craion gert 10 stig fyrir KR. KR-ingar voru ívið sterkari í upphafi annars leikhluta en Haukar voru aldrei að fara hleypa þeim langt í burtu frá sér. Craion hjá KR og Mobley hjá Haukum voru báðir virkilega öflugir í fyrri hálfleiknum. Brynjar Þór Björnsson var einnig frábær í fyrri hálfleiknum og setti niður fjórar þriggja stig körfur í fimm skottilraunum í hálfleiknum. Gríðarlegt jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan 42-39 fyrir KR eftir tuttugu mínútna leik. KR-ingar voru sterkari til að byrja með í síðari hálfleiknum en hvorugt liðið náði að sýna sitt rétta andlit. Körfurnar í þriðja leikhlutanum voru vægast sagt fáar og til að mynda var staðan 48-43 fyrir KR þegar lítið var eftir af þriðja leikhlutanum. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 53-49 fyrir KR og allt gat gerst. Það var greinilegt að Haukar ætluðu sér ekki í sumarfrí. Gestirnir úr Vesturbænum ætluðu aftur á móti að senda þá í sumarfrí og náðu þeir strax tíu stiga forskoti, 64-54. KR-ingar voru einfaldlega mikið mun betri í síðasta leikhlutanum og unnu að lokum þægilegan sigur, 84-70. Michael Craion og Brynjar Þór Björnsson voru báðir frábærir í liði KR og gerðu allt sem þeir gátu til að tryggja Vesturbæjarstórveldinu þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð.Haukar-KR 70-84 (19-21, 20-21, 10-11, 21-31)Haukar: Brandon Mobley 31/7 fráköst, Haukur Óskarsson 17/3 varin skot, Hjálmar Stefánsson 8, Finnur Atli Magnússon 6/5 fráköst, Kristinn Jónasson 4, Emil Barja 2/5 fráköst/7 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 2, Jón Ólafur Magnússon 0, Gunnar Birgir Sandholt 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Guðni Heiðar Valentínusson 0, Ívar Barja 0.KR: Michael Craion 27/9 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 23/8 fráköst, Pavel Ermolinskij 12/12 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 11/4 fráköst/7 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 5, Darri Hilmarsson 4, Snorri Hrafnkelsson 2, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Jón Hrafn Baldvinsson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 0, Arnór Hermannsson 0, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0. Finnur: Stór stund í sögu félagsins„Við lögðum upp með það í haust að við gætum gert eitthvað sögulegt,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. „Það eru ekki mörg lið sem hafa unnið titilinn þrisvar í röð. Keflavík gerði það í kringum aldamótin og núna er þetta annað skiptið í sögu KR sem við náum að vinna þrisvar í röð“. Finnur segir að stundin í kvöld marki stóra stund í sögu félagsins. KR hefur nú unnið 15 Íslandsmeistaratitla. „Þegar ég tek við liðinu var þetta einhver draumur, að taka þrjá titla og komast í 15 í heildina. Það að það hafi gengið eftir á þremur árum er ótrúlegt.“ Hann segir að samsetning liðsins og ákveðnir karakterar innan hópsins geri KR að besta liði á landinu. Emil: Komum sterkari til baka á næsta tímabili„Þetta er alveg ömurlegt en ég er samt stoltur af liðinu, við erum búnir að fara í gegnum margt,“ segir Emil Baraja, leikmaður Hauka, eftir tapið í kvöld. „Við erum með lykilmenn í öllum seríum sem meiðast en við erum svo mikið lið, þó einn maður fer út, þá kemur alltaf einhver í staðinn.“ Emil segir að KR-ingar séu bara of sterkir og með landsliðsmenn í öllum stöðum. „Mér fannst við eiga séns í þá, en við gerum í heildina bara of mikið af mistökum. Maður hefði auðvitað viljað gera betur en við eigum eftir að læra af þessu og koma enn sterkari til leiks á næsta tímabili.“ Brynjar: Markmiðið var alltaf að ná í þann þriðja í röð„Maður er bara í ákveðnu spennufalli núna og maður á kannski eftir að átta sig á þessu,“ segir Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, eftir leikinn. „Maður á eftir að átta sig á þessu jafnt og þétt. Þetta er búið að vera stórkostlegur vetur, en samt mikið búið að ganga á. Við missum Pavel og Helga í meiðsli, missum síðan Ægi rétt fyrir úrslitakeppni og því er ég bara hrikalega stoltur af þessu.“ Brynjar segir að markmiðið hafi alltaf verið ljóst, og alveg frá því að liðið vann titilinn á síðasta ári. „Við ætluðum alltaf að vinna þann þriðja í röð, það var alveg ljóst og hefur það allt tímabilið.“ Helgi er núna ánægður með bróður sinn: Ferillinn hefði ekki getað endað betur„Þetta er bara æðislegt og ég hefði ekki getað ímynda með mér betri endir á ferlinum,“ segir Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, eftir leikinn en Helgi hefur nú formlega lagt skóna á hilluna. „Þetta einvígi var nokkuð strembið, þeir voru kannski eitthvað yfirspenntir í fyrsta leiknum en svo komu þeir virkilega sterkir til baka.“ Helgi segir að næstu þrír leikir hafi verið mjög erfiðir gegn Haukum. „Við náum bara að sigla þessum leik heim undir lokin, mjög agaðir og ætluðum bara að klára þetta hægt og rólega.“ Helgi segist geta samglaðst Finni bróður sínum núna eftir að hann setti magnaðan flautuþrist í síðasta leik. „Það er auðvitað geðveikt að eiga svona á ferilskránni, svona skot. Sérstaklega að gera þetta í grillið á gömlu liðsfélögunum og bróður sínum. Ég er bara ánægður með þetta núna.“ Helgi er að flytja út til Bandaríkjanna og er því hættur í körfubolta. „Ég flyt út á fimmtudaginn næsta og mun fagna vel næstu daga og bara í allt sumar.“Tweets by @Visirkarfa1 Vísir/Andri Marinó
Dominos-deild karla Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti