Handbolti

Róbert Aron samdi við ÍBV

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Róbert Aron Hostert skrifar undir í dag.
Róbert Aron Hostert skrifar undir í dag. mynd/íbv
Róbert Aron Hostert er genginn í raðir ÍBV í Olís-deild karla í handbolta en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Eyjamenn í dag. Þetta kemur fram á Facebook-síðu félagsins.

Róbert Aron varð Íslandsmeistari með ÍBV árið 2014 og var kjörinn besti leikmaður Íslandsmótsins í kjölfarið en hann fór eftir tímabilið til Mors-Thy í Danmörku þar sem hann hefur verið undanfarin tvö ár.

Hann var lykilmaður í Eyjaliðinu sem vann Íslandsmeistaratitilinn eftir magnaðan oddadleik gegn Haukum á Ásvöllum en áður en Róbert fór út var hann ein albesta skytta deildarinnar.

Þetta er mikill fengur fyrir ÍBV en Róbert hefur vitaskuld ekki leik með Eyjamönnum fyrr en á næstu leiktíð.

ÍBV er 2-0 undir í einvígi sínu gegn Haukum í undanúrslitum deildarinnar og gæti verið sent í sumarfrí annað kvöld þegar liðin mætast þriðja sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×