Karl, Steingrímur og Guðmundur dæmdir í fangelsi í Milestone-málinu Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. apríl 2016 15:01 Karl Wernersson þarf að endurgreiða 52 milljónir auk dráttarvaxta. vísir/gva Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir og Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone, voru dæmdir til fangelsisvistar í Hæstarétti í dag. Karl var dæmdur í 3,5 árs fangelsi, Guðmundur í þriggja ára fangelsi og Steingrímur í tveggja ára fangelsi. Sneri Hæstiréttur þannig við sýknudómi yfir öllum þremur úr Héraðsdómi Reykjavíkur frá því í desember 2014. Endurskoðendurnir Margrét Guðjónsdóttir og Sigurþór Guðmundsson fengu níu mánaða skilorðsbundinn dóm til tveggja ára og voru svipt endurskoðendaréttindum sínum í sex mánuði. Höfðu þau bæði verið sýknuð í héraði. Sýknudómur var staðfestur yfir þriðja endurskoðandanum en allir endurskoðendurnir þrír störfuðu hjá KPMG. Ákærðu var gefið að sök að hafa mistnotað aðstöðu sína og valdið Milestone verulegu fjárhagstjóni með því að láta félagið fjármagna efndir á samningum sem voru félaginu óviðkomandi og bókhaldsbrot. Allir ákærðu neituðu sök. Málið snerist um greiðslur sem runnu út úr Milestone til Ingunnar Wernersdóttur, systur þeirra Karls og Steingríms, árin 2006 og 2007. Saksóknari taldi að Karl, Steingrímur og Guðmundur hefðu í sameiningu tekið ákvörðun um að greiða Ingunni um 4,8 milljarða og losa hana þannig undan eign sinni í Milestone. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að samningar Karls og Steingríms við Ingunni hefðu ekki lagt neinar skuldbindingar á Milestone heldur aðeins á þá. Þrátt fyrir það hefðu þeir látið Milestone efna samninga þeirra við Ingunni og greitt henni rúma 5 milljarða króna. Með þessu höfðu ákærðu msinotað aðstöðu sína hjá Milestone auk þess sem ekki er á það fallist að félagið hafi verið nægilega varið fyrir fjártjóni vegna þessara ráðstafana. Vegna þessa voru þeir Karl, Steingrímur og Guðmundur sakfelldir fyrir umboðssvik. Þremenningarnir voru jafnframt sakfelldir fyrir meiriháttar brot gegn lögum um bókhald með því að hafa ekki í tilteknum tilvikum hagað bókhaldi Milestone „á nægilega skýran, öruggan og aðgengilegan hátt á grundvelli áreiðanlegra og fullnægjandi gagna.“ Þá voru Karl, Steingrímur og Guðmundur einnig sakfelldir fyrir meiri háttar brot gegn lögum um ársreikninga „með því að hafa í störfum sínum í sameiningu rangfært efnahagsreikninga, sem hafi verið hluti af ársreikningum Milestone ehf. og samstæðureikningum fyrir samstæðu Milestone ehf. fyrir árin 2006 og 2007, og hagað gerð þeirra þannig að reikningsskilin hafi ekki gefið glögga mynd af rekstrarafkomu og eignabreytingum á umræddum reikningsárum,“ eins og segir í dómi Hæstaréttar. Dóminn úr Hæstarétti má lesa hér. Milestone-málið Dómsmál Tengdar fréttir Allir sýknaðir í Milestone-málinu Héraðsdómur sýknaði í dag fyrrverandi eigendur og stjórnendur Milestone og þrjá endurskoðendur af ákæru sérstaks saksóknara. 17. desember 2014 11:40 Mest lesið Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir og Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone, voru dæmdir til fangelsisvistar í Hæstarétti í dag. Karl var dæmdur í 3,5 árs fangelsi, Guðmundur í þriggja ára fangelsi og Steingrímur í tveggja ára fangelsi. Sneri Hæstiréttur þannig við sýknudómi yfir öllum þremur úr Héraðsdómi Reykjavíkur frá því í desember 2014. Endurskoðendurnir Margrét Guðjónsdóttir og Sigurþór Guðmundsson fengu níu mánaða skilorðsbundinn dóm til tveggja ára og voru svipt endurskoðendaréttindum sínum í sex mánuði. Höfðu þau bæði verið sýknuð í héraði. Sýknudómur var staðfestur yfir þriðja endurskoðandanum en allir endurskoðendurnir þrír störfuðu hjá KPMG. Ákærðu var gefið að sök að hafa mistnotað aðstöðu sína og valdið Milestone verulegu fjárhagstjóni með því að láta félagið fjármagna efndir á samningum sem voru félaginu óviðkomandi og bókhaldsbrot. Allir ákærðu neituðu sök. Málið snerist um greiðslur sem runnu út úr Milestone til Ingunnar Wernersdóttur, systur þeirra Karls og Steingríms, árin 2006 og 2007. Saksóknari taldi að Karl, Steingrímur og Guðmundur hefðu í sameiningu tekið ákvörðun um að greiða Ingunni um 4,8 milljarða og losa hana þannig undan eign sinni í Milestone. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að samningar Karls og Steingríms við Ingunni hefðu ekki lagt neinar skuldbindingar á Milestone heldur aðeins á þá. Þrátt fyrir það hefðu þeir látið Milestone efna samninga þeirra við Ingunni og greitt henni rúma 5 milljarða króna. Með þessu höfðu ákærðu msinotað aðstöðu sína hjá Milestone auk þess sem ekki er á það fallist að félagið hafi verið nægilega varið fyrir fjártjóni vegna þessara ráðstafana. Vegna þessa voru þeir Karl, Steingrímur og Guðmundur sakfelldir fyrir umboðssvik. Þremenningarnir voru jafnframt sakfelldir fyrir meiriháttar brot gegn lögum um bókhald með því að hafa ekki í tilteknum tilvikum hagað bókhaldi Milestone „á nægilega skýran, öruggan og aðgengilegan hátt á grundvelli áreiðanlegra og fullnægjandi gagna.“ Þá voru Karl, Steingrímur og Guðmundur einnig sakfelldir fyrir meiri háttar brot gegn lögum um ársreikninga „með því að hafa í störfum sínum í sameiningu rangfært efnahagsreikninga, sem hafi verið hluti af ársreikningum Milestone ehf. og samstæðureikningum fyrir samstæðu Milestone ehf. fyrir árin 2006 og 2007, og hagað gerð þeirra þannig að reikningsskilin hafi ekki gefið glögga mynd af rekstrarafkomu og eignabreytingum á umræddum reikningsárum,“ eins og segir í dómi Hæstaréttar. Dóminn úr Hæstarétti má lesa hér.
Milestone-málið Dómsmál Tengdar fréttir Allir sýknaðir í Milestone-málinu Héraðsdómur sýknaði í dag fyrrverandi eigendur og stjórnendur Milestone og þrjá endurskoðendur af ákæru sérstaks saksóknara. 17. desember 2014 11:40 Mest lesið Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Allir sýknaðir í Milestone-málinu Héraðsdómur sýknaði í dag fyrrverandi eigendur og stjórnendur Milestone og þrjá endurskoðendur af ákæru sérstaks saksóknara. 17. desember 2014 11:40