Jafnari deild en síðustu ár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2016 06:00 FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í sjöunda sinn í fyrra. vísir/þórdís FH verður Íslandsmeistari annað árið í röð og í áttunda skiptið alls ef marka má spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða liða í Pepsi-deild karla. Tímabilið hefst á sunnudag. Það kemur Davíð Þór Viðarssyni, fyrirliða FH-inga, ekki á óvart að ríkjandi Íslandsmeisturum sé spáð áframhaldandi velgengni. „Við erum þar fyrir utan vanir því að vera spáð einu af efstu sætunum og það á ekki að hafa áhrif á okkur,“ sagði Davíð Þór í samtali við Fréttablaðið í gær. Það má þó búast við að önnur lið veiti FH samkeppni um titilinn og fleiri lið sem mæta sterkari til leiks nú en oft áður, eins og Davíð bendir á. „KR er með mjög gott lið eins og alltaf og þá mætir Stjarnan til leiks með virkilega öflugt lið. Sama má segja um lið eins og Breiðablik, Val og Víking. Þetta verður mjög jöfn deild í ár. Hún var ekki ójöfn í fyrra en ég held að hún verði enn jafnari í ár.“Alvöru leikir gegn Leikni Hann bendir á að Leiknismenn, sem féllu úr Pepsi-deildinni í haust, hafi náð að gefa FH-ingum tvo mjög erfiða leiki síðasta sumar. „Munurinn er alltaf á minnka á milli liðanna. Líkamlegt form leikmanna er betra en áður og þjálfun sömuleiðis. Maður sér líka þegar við í FH erum að spila Evrópuleiki. Í dag á maður alltaf séns. Þannig var það ekki fyrir 5-6 árum.“ Davíð segir að tilfinningin á þessum árstíma sé alltaf sú sama. Tilhlökkunin mikil og menn orðnir óþreyjufullir – vilja einfaldlega fá að byrja að spila alvörufótbolta eftir allt of langt undirbúningstímabil. „Þessar síðustu 2-3 vikur geta verið erfiðar. En okkar undirbúningi miðar vel og þetta er svipað og verið hefur. Við erum að gera okkur tilbúna – fínpússa síðustu atriði og vera klárir fyrir fyrsta leik.“Fleiri gervigraslið Liðum sem spila á gervigrasi hefur fjölgað úr einu (Stjarnan) í þrjú (Þróttur og Valur) á einu ári. Öll þessi þrjú lið eiga heimaleik í fyrstu umferð deildarinnar sem verður leikin á sunnudag og mánudag. „Ég er ekki brjálaður aðdáandi gervigrasvalla en við spiluðum á Valsvellinum um daginn og hann er frábær. „Það sem skiptir miklu máli er að það er vökvunarkerfi sem þýðir að það er hægt að bleyta völlinn fyrir leik og í hálfleik. Það breytir miklu,“ segir Davíð Þór sem segir að viðhald gervigrasvalla sé mikilvægt. „Ef þeim er vel haldið við finnst mér ekkert að því að lið spili á gervigrasi. Það hefur vantað á Íslandi almennt. En þú færð mig aldrei til að segja að ég myndi frekar vilja spila á gervigrasi en náttúrulegu grasi. Við viljum venjulegt gras í okkar klúbbi og ég er talsmaður þess.“Byggja upp sjálfstraust Það er spilað þétt fyrstu vikur mótsins þar sem deildin fer að stærstum hluta í frí á meðan EM í Frakklandi stendur í júní. Fyrirliði FH-inga segir það ekki breyta miklu. „Þó svo að það sé spilað þéttar þá breytir það ekki að mestu máli skiptir að byrja vel og byggja upp sjálfstraust – að senda skilaboð til annarra liða. Það er mikið undir í fyrstu umferðunum eins og alltaf,“ sagði Davíð Þór.Opnunarleikur Pepsi-deildarinnar, viðureign Þróttar og FH á Þróttarvelli á sunnudag klukkan 16.00, verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Alls verða þrjár beinar útsendingar frá leikjum í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir FH spáð Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild karla Ríkjandi meistarar verja titilinn og verða meistarar í áttunda sinn samkvæmt árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna. 28. apríl 2016 12:31 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
FH verður Íslandsmeistari annað árið í röð og í áttunda skiptið alls ef marka má spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða liða í Pepsi-deild karla. Tímabilið hefst á sunnudag. Það kemur Davíð Þór Viðarssyni, fyrirliða FH-inga, ekki á óvart að ríkjandi Íslandsmeisturum sé spáð áframhaldandi velgengni. „Við erum þar fyrir utan vanir því að vera spáð einu af efstu sætunum og það á ekki að hafa áhrif á okkur,“ sagði Davíð Þór í samtali við Fréttablaðið í gær. Það má þó búast við að önnur lið veiti FH samkeppni um titilinn og fleiri lið sem mæta sterkari til leiks nú en oft áður, eins og Davíð bendir á. „KR er með mjög gott lið eins og alltaf og þá mætir Stjarnan til leiks með virkilega öflugt lið. Sama má segja um lið eins og Breiðablik, Val og Víking. Þetta verður mjög jöfn deild í ár. Hún var ekki ójöfn í fyrra en ég held að hún verði enn jafnari í ár.“Alvöru leikir gegn Leikni Hann bendir á að Leiknismenn, sem féllu úr Pepsi-deildinni í haust, hafi náð að gefa FH-ingum tvo mjög erfiða leiki síðasta sumar. „Munurinn er alltaf á minnka á milli liðanna. Líkamlegt form leikmanna er betra en áður og þjálfun sömuleiðis. Maður sér líka þegar við í FH erum að spila Evrópuleiki. Í dag á maður alltaf séns. Þannig var það ekki fyrir 5-6 árum.“ Davíð segir að tilfinningin á þessum árstíma sé alltaf sú sama. Tilhlökkunin mikil og menn orðnir óþreyjufullir – vilja einfaldlega fá að byrja að spila alvörufótbolta eftir allt of langt undirbúningstímabil. „Þessar síðustu 2-3 vikur geta verið erfiðar. En okkar undirbúningi miðar vel og þetta er svipað og verið hefur. Við erum að gera okkur tilbúna – fínpússa síðustu atriði og vera klárir fyrir fyrsta leik.“Fleiri gervigraslið Liðum sem spila á gervigrasi hefur fjölgað úr einu (Stjarnan) í þrjú (Þróttur og Valur) á einu ári. Öll þessi þrjú lið eiga heimaleik í fyrstu umferð deildarinnar sem verður leikin á sunnudag og mánudag. „Ég er ekki brjálaður aðdáandi gervigrasvalla en við spiluðum á Valsvellinum um daginn og hann er frábær. „Það sem skiptir miklu máli er að það er vökvunarkerfi sem þýðir að það er hægt að bleyta völlinn fyrir leik og í hálfleik. Það breytir miklu,“ segir Davíð Þór sem segir að viðhald gervigrasvalla sé mikilvægt. „Ef þeim er vel haldið við finnst mér ekkert að því að lið spili á gervigrasi. Það hefur vantað á Íslandi almennt. En þú færð mig aldrei til að segja að ég myndi frekar vilja spila á gervigrasi en náttúrulegu grasi. Við viljum venjulegt gras í okkar klúbbi og ég er talsmaður þess.“Byggja upp sjálfstraust Það er spilað þétt fyrstu vikur mótsins þar sem deildin fer að stærstum hluta í frí á meðan EM í Frakklandi stendur í júní. Fyrirliði FH-inga segir það ekki breyta miklu. „Þó svo að það sé spilað þéttar þá breytir það ekki að mestu máli skiptir að byrja vel og byggja upp sjálfstraust – að senda skilaboð til annarra liða. Það er mikið undir í fyrstu umferðunum eins og alltaf,“ sagði Davíð Þór.Opnunarleikur Pepsi-deildarinnar, viðureign Þróttar og FH á Þróttarvelli á sunnudag klukkan 16.00, verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Alls verða þrjár beinar útsendingar frá leikjum í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir FH spáð Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild karla Ríkjandi meistarar verja titilinn og verða meistarar í áttunda sinn samkvæmt árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna. 28. apríl 2016 12:31 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
FH spáð Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild karla Ríkjandi meistarar verja titilinn og verða meistarar í áttunda sinn samkvæmt árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna. 28. apríl 2016 12:31