„Það er allt í kringum þessa ríkisstjórn sem lyktar af spillingu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2016 11:29 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, krafðist þess á Alþingi í dag að ríkisstjórnin færi frá og vill að opinber rannsókn fari fram á aflandsfélögum Íslendinga og skattaundanskotum. „Það er allt í kringum þessa ríkisstjórn sem lyktar af spillingu og hún á að fara frá,“ sagði Bjarkey undir liðnum störf þingsins. Bjarkey sagði það sæta tíðindum að framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins hafi ekki talið ástæðu til að framkvæmdastjóri flokksins, Hrólfur Ölvisson, færi frá vegna tengsla sinna við aflandsfélög. Viðbrögð Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra séu gagnrýniverð vegna málsins. „Við erum að tala hér um að forsætisráðherra landsins hefur sagt og lýsir því yfir að það sé í lagi að eiga fjármuni og eignir í skattaskjólum. Það var þá til þess að formaður hans flokks sagði af sér. Hverslags bull er þetta eiginlega?,“ sagði Bjarkey. Þá furðaði hún sig í því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi sagt Ísland hálfgert skattaskjól. „Fjármála- og efnahagsráherra hann talar nánast fyrir því að það sé í lagi að vera í skattaskjólum enda Ísland svo sem skattaskjól að mati ráðherrans. Hann telur það þjóðinni boðlegt að hann ætli að hafa krumlurnar í því að selja eignir þrotabúanna sem þjóðin situr uppi með, og honum finnst ómerkilegt að allir séu settir undir sama hatt sem í skattaskjólum eiga eignir og fjármuni. Það er eins og ráðherra skattamála skilji ekki að það er engin leið fyrir íslensk skattyfirvöld að sannreyna að fullu hvort til dæmis skattar skili sér,“ sagði Bjarkey. Ráðherrar sem ekki skilji að berjast þurfi gegn tilvist skattaskjóla eigi að segja af sér. Bjarkey sagði jafnframt nauðsnlegt að fram fari opinber rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattaskjólum, en málið verður til umræðu á Alþingi síðar í dag. Alþingi Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, krafðist þess á Alþingi í dag að ríkisstjórnin færi frá og vill að opinber rannsókn fari fram á aflandsfélögum Íslendinga og skattaundanskotum. „Það er allt í kringum þessa ríkisstjórn sem lyktar af spillingu og hún á að fara frá,“ sagði Bjarkey undir liðnum störf þingsins. Bjarkey sagði það sæta tíðindum að framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins hafi ekki talið ástæðu til að framkvæmdastjóri flokksins, Hrólfur Ölvisson, færi frá vegna tengsla sinna við aflandsfélög. Viðbrögð Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra séu gagnrýniverð vegna málsins. „Við erum að tala hér um að forsætisráðherra landsins hefur sagt og lýsir því yfir að það sé í lagi að eiga fjármuni og eignir í skattaskjólum. Það var þá til þess að formaður hans flokks sagði af sér. Hverslags bull er þetta eiginlega?,“ sagði Bjarkey. Þá furðaði hún sig í því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi sagt Ísland hálfgert skattaskjól. „Fjármála- og efnahagsráherra hann talar nánast fyrir því að það sé í lagi að vera í skattaskjólum enda Ísland svo sem skattaskjól að mati ráðherrans. Hann telur það þjóðinni boðlegt að hann ætli að hafa krumlurnar í því að selja eignir þrotabúanna sem þjóðin situr uppi með, og honum finnst ómerkilegt að allir séu settir undir sama hatt sem í skattaskjólum eiga eignir og fjármuni. Það er eins og ráðherra skattamála skilji ekki að það er engin leið fyrir íslensk skattyfirvöld að sannreyna að fullu hvort til dæmis skattar skili sér,“ sagði Bjarkey. Ráðherrar sem ekki skilji að berjast þurfi gegn tilvist skattaskjóla eigi að segja af sér. Bjarkey sagði jafnframt nauðsnlegt að fram fari opinber rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattaskjólum, en málið verður til umræðu á Alþingi síðar í dag.
Alþingi Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira