Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 29-16 | Afturelding burstaði sig í oddaleik Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 30. apríl 2016 00:01 Alexander Örn Júlíusson. Vísir/Ernir Afturelding tryggði sér oddaleik í undanúrslitaeinvígi sínu í Olís deild karla í handbolta gegn Val með mjög öruggum 29-16 sigri á heimavelli í kvöld. Mosfellingar voru komnir upp við veggin fræga og notuðu hann til að spyrna sér hressilega frá því Afturelding mætti af gríðarlegum krafti til leiks og náði strax góðu forskoti sem liðið byggði upp þar til það munaði 9 mörkum í hálfleik 15-6. Í þriðja leik liðanna var það Valur sem var níu mörkum yfir í hálfleik og því snérist dæmið algjörlega við. Í þriðja leiknum slökuðu Valsmenn aðeins á í seinni hálfleik og Afturelding náði að minnka muninn mest í fimm mörk en leikmenn Aftureldingar voru staðráðnir í að gera ekkert slíkt og juku forskotið og því komst aldrei nein spenna í leikinn. Afturelding lék frábærlega á öllum sviðum í leiknum. Vörn liðsins var frábær. Gunnar Þórsson náði algjörlega að loka á Geir Guðmundsson sem hafði farið á kostum í tveimur sigurleikjum Vals í einvíginu og fyrir aftan öfluga vörnina var Davíð Svansson magnaður en hann varði 65% skota Vals í fyrri hálfleik og var með 59% markvörslu þegar uppi var staðið. Afturelding var að sama skapi frábær í sókninni þar sem Jóhann Gunnar Einarsson og Mikk Pinnonen fóru á kostum. Jóhann var sérstaklega áberandi í fyrri hálfleik en fékk góða hvíld í seinni hálfleik þegar framlagið dreifðist jafnt á allan leikmannahópinn en 12 leikmenn skoruðu fyrir liðið leiknum. Árni Bragi Eyjólfsson kom aftur inn í lið Aftureldingar og munar um það. Hann skoraði tvö mörk og stal þremur boltum í vörninni en nærvera hans hafði góð áhrif á liðið en allt liðið lék vel í vörn og sókn. Valsmenn voru engan vegin tilbúnir í átök við lið sem var að berjast upp á líf og dauða í kvöld. Valsmenn eiga oddaleikinn á heimavelli og virðist sú tilhugsun hafa truflað liðið. Nánast enginn leikmaður náði sér á strik en það besta við leikinn fyrir Val er líklega að liðið náði að hvíla lykilmenn, eins og Geir Guðmundsson, sem hafa lítið hvílt í einvíginu er leið á leikinn. Oddaleikurinn verður leikinn í Valshöllinni á þriðjudagskvöld. Davíð: Mætum ekki eins og aumingjar aftur„Þetta er búið að vera svolítið sérstakt. Maður hélt að allir leikirnir yrðu jafnir. Tveir jafnir og tveir ekkert mjög jafnir,“ sagði Davíð Svansson markvörður Aftureldingar um þróun einvígsins sem hófst með tveimur jöfnum leikjum sem tveir stórsigrar hafa fylgt. Það sást glöggt á leikmönnum Aftureldingar að þeir ætluðu aldrei að slaka á þó liðið hafi verið níu mörkum yfir í hálfleik. „Þeir fundu fyrir því í síðasta leik að við vorum ekki hættir og það er alltaf hættulegt að slaka á. „Við hefðum getað sent 5. flokkinn að spila leikinn á fimmtudaginn. Við vorum lélegir og brotnuðum. „Við erum fullorðnir karlmenn og látum ekki koma svona fram við okkur. Við mætum ekki eins og aumingjar í næsta leik líka. Við þurftum að svara fyrir þennan leik. Vorum gagnrýndir á Twitter og öllum samfélagsmiðlum. „Við þurftum að svara fyrir þetta. Við þurftum að sýna fólki að við erum ekki hér fyrir tilviljun,“ sagði Davíð sem átti stórleik í kvöld. Davíð varði 59% skota sem hann fékk á sig og Pálmar Pétursson sem kom inn fyrir hann í lokin var með 100% markvörslu þar til lokaskotið fór inn. „Þetta var mjög illa gert af Alexander,“ sagði Davíð um lokaskot leiksins sem fór inn hjá Pálmari en Davíð fékk tvö skot í andlitið með stuttu millibili í fyrri hálfleik og lét hann Svein Aron Sveinsson og Geir Guðmundsson sem áttu skotin heyra það. „Ég vil þakka Geir og Svenna fyrir það. Þetta kveikti í mér. Þetta er hluti af leiknum og það er hluti af leiknum líka að sýna tilfinningar. Það er ekki mikið á bak við þetta.“ Óskar Bjarni: Þetta var skita„Það er flókið að tala um þetta. Þeir valta yfir okkur, berja okkur í spað og við svörum ekkert,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals um niðurlæginguna sem hans menn þurftu að þola í kvöld. „Þeir eru ákveðnari og betri og Davíð er frábær í markinu. Hann jarðar okkur. Það er ekki framlag frá okkur neins staðar. Það er enginn sem gerir eitthvað. „Mér fannst aðeins lífsmark með Alexander (Júlíussyni) í vörninni en hann lítur illa út við hliðina á hinum þegar aðrir fylgja ekki með. Sturla (Magnússon) kemur ágætur inn í sóknina á köflum en það er varla hægt að telja meira, þetta var skita,“ sagði mjög ósáttur Óskar Bjarni. Valur rúllaði yfir Aftureldingu í síðasta leik og var ótrúlegur viðsnúningur á leik liðanna. „Við leystum illa þeirra varnarleik sem við höfðum gert ágætlega í síðustu tveimur leikjum. Við náðum ekki að leysa sóknina. Við spiluðum ekki nógu vel úr okkar kerfum. Okkur leið illa á vellinum. Við skutum illa á Davíð og nýttum ekki yfirtöluna. „Þetta var bara svipað og þeir voru í fyrri hálfleik á móti okkur í síðasta leik. Þetta er stórfurðulegt. Með svona frammistöðu eigum við ekki séns áfram.“ Geir Guðmundsson lék mjög vel í tveimur síðustu leikjum liðanna. Mikill kraftur var í honum þá en hann var ekki svipur hjá sjón í þessum leik og virtist kraftlaus eftir að hafa leikið flestar mínútur síðan Ómar Ingi Magnússon meiddist. „Það gekk ekkert upp hjá honum. Það er búið að vera mikið álag á honum og Svenna (Sveini Aroni Sveinssyni) en Svenni er léttari og spilar í horninu. Kannski gerðum við mistök að hvíla hann ekki meira í síðasta leik. „En Geir var bara lélegur eins og í fyrsta leiknum. Hann skaut mjög illa og það var lesið. Það er auðvelt að kenna þreytu um en ég held að flestir hafi spilað álíka,“ sagði Óskar. Eftir tvo ójafna leiki vonast Óskar Bjarni líkt og flestir aðrir eftir jöfnum og spennandi leik á þriðjudaginn þegar úr verður skorið hvort liðið kemst í úrslit. „Þetta er hundleiðinlegt. Bæði fimmtudagurinn og núna. Við skulum vona að það verði líf í þessu á þriðjudaginn hjá báðum liðum og þetta verið framlengingarpakki og bæði lið spili toppleik. Það er mikið skemmtilegra. „Við þurfum að fara yfir þetta og greina. Það var bara einn dagur á milli leikja og þeir gera ekki miklar breytingar. Þeir fara aðeins framar með Gunna (Gunnar Þórsson) en þeir komu bara miklu beittari í sinn leik. „Við þurfum framlag. Ég meina, hverjir voru góðir í okkar liði? Hvað gekk upp? Þetta snýst um að spila sömu hlutina en bara gera þá mun betur og koma af krafti í þetta. Við þurfum að spila vörn. „Kannski hefðum við átt að fara í 3-2-1 og poppa þetta upp. Þetta var leikur þar sem við hefðum átt að gera eitthvað annað, við þjálfararnir. Við hefðum átt að hjálpa þeim með að breyta og gera eitthvað skemmtilegra. Það var jafn mikil skita í þjálfarateyminu og hjá leikmönnum, því miður,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Fleiri fréttir Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sjá meira
Afturelding tryggði sér oddaleik í undanúrslitaeinvígi sínu í Olís deild karla í handbolta gegn Val með mjög öruggum 29-16 sigri á heimavelli í kvöld. Mosfellingar voru komnir upp við veggin fræga og notuðu hann til að spyrna sér hressilega frá því Afturelding mætti af gríðarlegum krafti til leiks og náði strax góðu forskoti sem liðið byggði upp þar til það munaði 9 mörkum í hálfleik 15-6. Í þriðja leik liðanna var það Valur sem var níu mörkum yfir í hálfleik og því snérist dæmið algjörlega við. Í þriðja leiknum slökuðu Valsmenn aðeins á í seinni hálfleik og Afturelding náði að minnka muninn mest í fimm mörk en leikmenn Aftureldingar voru staðráðnir í að gera ekkert slíkt og juku forskotið og því komst aldrei nein spenna í leikinn. Afturelding lék frábærlega á öllum sviðum í leiknum. Vörn liðsins var frábær. Gunnar Þórsson náði algjörlega að loka á Geir Guðmundsson sem hafði farið á kostum í tveimur sigurleikjum Vals í einvíginu og fyrir aftan öfluga vörnina var Davíð Svansson magnaður en hann varði 65% skota Vals í fyrri hálfleik og var með 59% markvörslu þegar uppi var staðið. Afturelding var að sama skapi frábær í sókninni þar sem Jóhann Gunnar Einarsson og Mikk Pinnonen fóru á kostum. Jóhann var sérstaklega áberandi í fyrri hálfleik en fékk góða hvíld í seinni hálfleik þegar framlagið dreifðist jafnt á allan leikmannahópinn en 12 leikmenn skoruðu fyrir liðið leiknum. Árni Bragi Eyjólfsson kom aftur inn í lið Aftureldingar og munar um það. Hann skoraði tvö mörk og stal þremur boltum í vörninni en nærvera hans hafði góð áhrif á liðið en allt liðið lék vel í vörn og sókn. Valsmenn voru engan vegin tilbúnir í átök við lið sem var að berjast upp á líf og dauða í kvöld. Valsmenn eiga oddaleikinn á heimavelli og virðist sú tilhugsun hafa truflað liðið. Nánast enginn leikmaður náði sér á strik en það besta við leikinn fyrir Val er líklega að liðið náði að hvíla lykilmenn, eins og Geir Guðmundsson, sem hafa lítið hvílt í einvíginu er leið á leikinn. Oddaleikurinn verður leikinn í Valshöllinni á þriðjudagskvöld. Davíð: Mætum ekki eins og aumingjar aftur„Þetta er búið að vera svolítið sérstakt. Maður hélt að allir leikirnir yrðu jafnir. Tveir jafnir og tveir ekkert mjög jafnir,“ sagði Davíð Svansson markvörður Aftureldingar um þróun einvígsins sem hófst með tveimur jöfnum leikjum sem tveir stórsigrar hafa fylgt. Það sást glöggt á leikmönnum Aftureldingar að þeir ætluðu aldrei að slaka á þó liðið hafi verið níu mörkum yfir í hálfleik. „Þeir fundu fyrir því í síðasta leik að við vorum ekki hættir og það er alltaf hættulegt að slaka á. „Við hefðum getað sent 5. flokkinn að spila leikinn á fimmtudaginn. Við vorum lélegir og brotnuðum. „Við erum fullorðnir karlmenn og látum ekki koma svona fram við okkur. Við mætum ekki eins og aumingjar í næsta leik líka. Við þurftum að svara fyrir þennan leik. Vorum gagnrýndir á Twitter og öllum samfélagsmiðlum. „Við þurftum að svara fyrir þetta. Við þurftum að sýna fólki að við erum ekki hér fyrir tilviljun,“ sagði Davíð sem átti stórleik í kvöld. Davíð varði 59% skota sem hann fékk á sig og Pálmar Pétursson sem kom inn fyrir hann í lokin var með 100% markvörslu þar til lokaskotið fór inn. „Þetta var mjög illa gert af Alexander,“ sagði Davíð um lokaskot leiksins sem fór inn hjá Pálmari en Davíð fékk tvö skot í andlitið með stuttu millibili í fyrri hálfleik og lét hann Svein Aron Sveinsson og Geir Guðmundsson sem áttu skotin heyra það. „Ég vil þakka Geir og Svenna fyrir það. Þetta kveikti í mér. Þetta er hluti af leiknum og það er hluti af leiknum líka að sýna tilfinningar. Það er ekki mikið á bak við þetta.“ Óskar Bjarni: Þetta var skita„Það er flókið að tala um þetta. Þeir valta yfir okkur, berja okkur í spað og við svörum ekkert,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals um niðurlæginguna sem hans menn þurftu að þola í kvöld. „Þeir eru ákveðnari og betri og Davíð er frábær í markinu. Hann jarðar okkur. Það er ekki framlag frá okkur neins staðar. Það er enginn sem gerir eitthvað. „Mér fannst aðeins lífsmark með Alexander (Júlíussyni) í vörninni en hann lítur illa út við hliðina á hinum þegar aðrir fylgja ekki með. Sturla (Magnússon) kemur ágætur inn í sóknina á köflum en það er varla hægt að telja meira, þetta var skita,“ sagði mjög ósáttur Óskar Bjarni. Valur rúllaði yfir Aftureldingu í síðasta leik og var ótrúlegur viðsnúningur á leik liðanna. „Við leystum illa þeirra varnarleik sem við höfðum gert ágætlega í síðustu tveimur leikjum. Við náðum ekki að leysa sóknina. Við spiluðum ekki nógu vel úr okkar kerfum. Okkur leið illa á vellinum. Við skutum illa á Davíð og nýttum ekki yfirtöluna. „Þetta var bara svipað og þeir voru í fyrri hálfleik á móti okkur í síðasta leik. Þetta er stórfurðulegt. Með svona frammistöðu eigum við ekki séns áfram.“ Geir Guðmundsson lék mjög vel í tveimur síðustu leikjum liðanna. Mikill kraftur var í honum þá en hann var ekki svipur hjá sjón í þessum leik og virtist kraftlaus eftir að hafa leikið flestar mínútur síðan Ómar Ingi Magnússon meiddist. „Það gekk ekkert upp hjá honum. Það er búið að vera mikið álag á honum og Svenna (Sveini Aroni Sveinssyni) en Svenni er léttari og spilar í horninu. Kannski gerðum við mistök að hvíla hann ekki meira í síðasta leik. „En Geir var bara lélegur eins og í fyrsta leiknum. Hann skaut mjög illa og það var lesið. Það er auðvelt að kenna þreytu um en ég held að flestir hafi spilað álíka,“ sagði Óskar. Eftir tvo ójafna leiki vonast Óskar Bjarni líkt og flestir aðrir eftir jöfnum og spennandi leik á þriðjudaginn þegar úr verður skorið hvort liðið kemst í úrslit. „Þetta er hundleiðinlegt. Bæði fimmtudagurinn og núna. Við skulum vona að það verði líf í þessu á þriðjudaginn hjá báðum liðum og þetta verið framlengingarpakki og bæði lið spili toppleik. Það er mikið skemmtilegra. „Við þurfum að fara yfir þetta og greina. Það var bara einn dagur á milli leikja og þeir gera ekki miklar breytingar. Þeir fara aðeins framar með Gunna (Gunnar Þórsson) en þeir komu bara miklu beittari í sinn leik. „Við þurfum framlag. Ég meina, hverjir voru góðir í okkar liði? Hvað gekk upp? Þetta snýst um að spila sömu hlutina en bara gera þá mun betur og koma af krafti í þetta. Við þurfum að spila vörn. „Kannski hefðum við átt að fara í 3-2-1 og poppa þetta upp. Þetta var leikur þar sem við hefðum átt að gera eitthvað annað, við þjálfararnir. Við hefðum átt að hjálpa þeim með að breyta og gera eitthvað skemmtilegra. Það var jafn mikil skita í þjálfarateyminu og hjá leikmönnum, því miður,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Fleiri fréttir Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sjá meira