Körfubolti

Atvikið sem sendi Hjálmar upp á spítala: Hvernig er þetta villa á Haukamanninn?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hjálmar lítur ekki vel út.
Hjálmar lítur ekki vel út. vísir
Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, fékk mikið höfuðhögg í leik Hauka og Tindastóls í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gær.

Haukar unnu leikinn 89-81 en um var að ræða þriðja leik liðanna og leiða Haukar því einvígið 2-1.

Sjá einnig: Hjálmar með einkenni heilahristings: Stokkbólginn og marinn en gæti mætt í næsta leik

Hjálmar mun taka þátt á æfingu í dag. Haukar taka rólega æfingu í dag og verður staðan á Hjálmari þá metin betur. Liðin mætast á Sauðárkróki á þriðjudagskvöldið og geta Haukar komist í úrslit með sigri. Hjálmar fékk dæmda á sig villu í atvikinu en hann fékk olnbogann á Darrel Lewis í andlitið. Hvernig þetta er villa á Hjálmar veit sennilega enginn.

KR-ingar taka á móti Njarðvíkingum í Frostaskjólinu í kvöld og hefst Dominos-körfuboltakvöld klukkan 18:40. Staðan í því einvígi er 1-1.

Atvikið með Hjálmar má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×