Körfubolti

Ótrúleg endurkoma Skallagríms

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigtryggur skoraði 23 stig fyrir Skallagrím.
Sigtryggur skoraði 23 stig fyrir Skallagrím. vísir/valli
Það verða Skallagrímur og Fjölnir sem mætast í umspilsleikjum um sæti í Domino's deild karla á næsta tímabili.

Borgnesingar unnu þriggja stiga sigur á Val, 82-85, í oddaleik um sæti í úrslitaleikjunum gegn Fjölni í Valshöllinni í dag.

Valsmenn unnu fyrstu tvo leikina í einvíginu en svo sögðu leikmenn Skallagríms hingað og ekki lengra og unnu næstu þrjá leikina.

Jean Cadet átti stórleik í liði Skallagríms; skoraði 27 stig, tók 23 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Sigtryggur Arnar Björnsson var sömuleiðis öflugur með 23 stig. Hamid Dicko og reynsluboltinn Hafþór Ingi Gunnarsson skoruðu níu stig hvor.

Illugi Steingrímsson var stigahæstur í liði Vals með 23 stig. Jamie Stewart kom næstur með 20 stig.

Tölfræði leiks:

Valur-Skallagrímur 82-85 (21-22, 18-26, 18-21, 25-16)

Valur:
Illugi Steingrímsson 23/5 fráköst, Jamie Jamil Stewart Jr. 20/10 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Högni Fjalarsson 10, Sigurður Dagur Sturluson 10/7 fráköst/5 stoðsendingar, Þorgeir Kristinn Blöndal 9/5 fráköst, Leifur Steinn Arnason 7, Benedikt Blöndal 3/6 stoðsendingar/5 stolnir, Elías Orri Gíslason 0, Sigurður Rúnar Sigurðsson 0, Friðrik Þjálfi Stefánsson 0, Högni Egilsson 0, Skúli Gunnarsson 0.

Skallagrímur:
Jean Rony Cadet 27/23 fráköst/7 stoðsendingar/3 varin skot, Sigtryggur Arnar Björnsson 23, Hafþór Ingi Gunnarsson 9, Hamid Dicko 9/4 fráköst, Kristófer Gíslason 5/7 fráköst, Kristján Örn Ómarsson 5, Hjalti Ásberg Þorleifsson 4, Davíð Ásgeirsson 3, Bjarni Guðmann Jónson 0, Guðbjartur Máni Gíslason 0, Davíð Guðmundsson 0, Þorsteinn Þórarinsson 0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×