Óljós dagskrá þingfunda næstu daga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2016 10:30 Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar á ríkisráðsfundi á Bessastöðum síðastliðinn fimmtudag þegar hún tók við völdum. Vísir/Anton Brink Þingflokksfundadagur er á Alþingi í dag og er það samkvæmt starfsáætlun þingsins en klukkan 11 munu þingflokksformenn funda með Einari K. Guðfinnssyni, forseta þingsins. Á vef Alþingis kemur fram að næsti þingfundur verði á morgun en að sögn Einars liggur ekki fyrir hvað verði þá á dagskrá. Það ætti að skýrast í dag en eins og venjulega á þirðjudögum mun fundurinnar hefjast klukkan 13:30. Eins og kunnugt er tók ný ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks við síðastliðinn fimmtudag en stefna hennar byggir á stjórnarsáttmála sömu flokka sem undirritaður var snemmsumars 2013 þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, tók við völdum. Ljóst er að núverandi ríkisstjórn, með Sigurð Inga Jóhannasson, forsætisráðherra, í broddi fylkingar þarf að setja ákveðin mál í forgang ef stjórnarflokkarnir hyggjast standa við yfirlýsingar um að boða til kosninga í haust. Ef marka má orð Sigurðar Inga og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, er losun fjármagnshafta efst á forgangslistanum en önnur mál sem lögð verður áhersla á eru húsnæðismál, heilbrigðismál og verðtryggingin. Leiða má líkur að því að ríkisstjórnin þurfi að ræða við stjórnarandstöðuna og komast að samkomulagi við hana um að greiða götu ákveðinna mála í þinginu á næstu vikum og mánuðum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að ekki hafi verið rætt við stjórnarandstöðuna um að setjast niður og fara yfir þessi mál. Hún segir að stjórnarandstaðan leggi megináherslu á að fá tvo hluti á hreint, annars vegar það hvenær þingkosningar eigi að fara hér fram og hins vegar hver málalisti nýrrar ríkisstjórnar verði. Alþingi Tengdar fréttir Ekki tímabært að ákveða kjördag Fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ákveða kjördag í haust. Málið muni skýrast á næstu vikum og velta á framgangi þingmála. Þá útilokar hann ekki sumarþing til hægt verði að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin vill klára. 10. apríl 2016 18:38 Kynna jafnvel fjárlög fyrir kosningar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman í Valhöll í gær í framhaldi af nýju stjórnarsamstarfi þar sem farið var yfir aðdraganda nýrrar ríkisstjórnar og framhaldið rætt. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur koma til álita að kynna frumvarp til fjárlaga í haust og ganga síðan til kosninga. 11. apríl 2016 07:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þingflokksfundadagur er á Alþingi í dag og er það samkvæmt starfsáætlun þingsins en klukkan 11 munu þingflokksformenn funda með Einari K. Guðfinnssyni, forseta þingsins. Á vef Alþingis kemur fram að næsti þingfundur verði á morgun en að sögn Einars liggur ekki fyrir hvað verði þá á dagskrá. Það ætti að skýrast í dag en eins og venjulega á þirðjudögum mun fundurinnar hefjast klukkan 13:30. Eins og kunnugt er tók ný ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks við síðastliðinn fimmtudag en stefna hennar byggir á stjórnarsáttmála sömu flokka sem undirritaður var snemmsumars 2013 þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, tók við völdum. Ljóst er að núverandi ríkisstjórn, með Sigurð Inga Jóhannasson, forsætisráðherra, í broddi fylkingar þarf að setja ákveðin mál í forgang ef stjórnarflokkarnir hyggjast standa við yfirlýsingar um að boða til kosninga í haust. Ef marka má orð Sigurðar Inga og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, er losun fjármagnshafta efst á forgangslistanum en önnur mál sem lögð verður áhersla á eru húsnæðismál, heilbrigðismál og verðtryggingin. Leiða má líkur að því að ríkisstjórnin þurfi að ræða við stjórnarandstöðuna og komast að samkomulagi við hana um að greiða götu ákveðinna mála í þinginu á næstu vikum og mánuðum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að ekki hafi verið rætt við stjórnarandstöðuna um að setjast niður og fara yfir þessi mál. Hún segir að stjórnarandstaðan leggi megináherslu á að fá tvo hluti á hreint, annars vegar það hvenær þingkosningar eigi að fara hér fram og hins vegar hver málalisti nýrrar ríkisstjórnar verði.
Alþingi Tengdar fréttir Ekki tímabært að ákveða kjördag Fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ákveða kjördag í haust. Málið muni skýrast á næstu vikum og velta á framgangi þingmála. Þá útilokar hann ekki sumarþing til hægt verði að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin vill klára. 10. apríl 2016 18:38 Kynna jafnvel fjárlög fyrir kosningar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman í Valhöll í gær í framhaldi af nýju stjórnarsamstarfi þar sem farið var yfir aðdraganda nýrrar ríkisstjórnar og framhaldið rætt. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur koma til álita að kynna frumvarp til fjárlaga í haust og ganga síðan til kosninga. 11. apríl 2016 07:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ekki tímabært að ákveða kjördag Fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ákveða kjördag í haust. Málið muni skýrast á næstu vikum og velta á framgangi þingmála. Þá útilokar hann ekki sumarþing til hægt verði að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin vill klára. 10. apríl 2016 18:38
Kynna jafnvel fjárlög fyrir kosningar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman í Valhöll í gær í framhaldi af nýju stjórnarsamstarfi þar sem farið var yfir aðdraganda nýrrar ríkisstjórnar og framhaldið rætt. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur koma til álita að kynna frumvarp til fjárlaga í haust og ganga síðan til kosninga. 11. apríl 2016 07:00