Tóku þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og Músíktilraunum sömu helgi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 12. apríl 2016 08:00 Elín Sif Halldórsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir og Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir skipa saman hljómsveitina Náttsól. Vísir/Anton „Ég er bara ennþá að átta mig á því að við höfum unnið, það er ótrúlega mikill heiður að vinna svona stóra keppni. Þetta var mjög hörð keppni og við vissum ekki hverju dómararnir voru að leita eftir og allir skólar áttu jafna möguleika á því að vinna,“ segir Elín Sif Halldórsdóttir, söngkona og nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún skipar, ásamt þeim Guðrúnu Ólafsdóttur og Hrafnhildi Magneu Ingólfsdóttur, hljómsveitina Náttsól sem bar sigur úr bítum í Söngkeppni Framhaldsskólanna um síðastliðna helgi. Hljómsveitin Náttsól var stofnuð í fyrra og hafa þær allar sem ein unnið hörðum höndum að því að semja sitt eigið efni ásamt því að taka upp coverlög eftir Íslenskar söngkonur. Náttsól tók einnig þátt í Músíktilraunum sem líka fór fram um helgina og komst hún alla leið í úrslit. „Það var mikill sigur fyrir okkur að komast í úrslit í Músíktilraunum, en við erum nýfarnar að semja okkar eigið efni. Bara það að semja þrjú lög og koma þeim öllum í keppnina var frábært, hvað þá að komast í úrslit. Við einblínum mikið á þrírödd og lágstemmdan hljóðfæraleik,“ segir hún ánægð með árangurinn. Flest allir muna þó eftir Elínu Sif þegar hún söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar með framlagi sínu í Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra en þar söng hún frumsamið lag. „Söngvakeppni sjónvarpsins var risastór stökkpallur fyrir mig. Ég get alls ekki sagt að ég sjái eftir því að hafa tekið þátt þar, þetta var mikil reynsla og gott að vinna með öllu því fagfólki sem kemur að keppninni. Í kjölfar keppninnar fékk ég fullt af tækifærum á hinum ýmsu sviðum, til dæmis höfðu stelpurnar Guðrún og Hrafnhildur samband við mig og buðu mér að koma í hljómsveitina Náttsól eftir að þær sáu mig í söngvakeppninni og leikstjórinn Baldvin Z hafði líka samband við mig og bauð mér í prufu fyrir sjónvarpsseríuna Réttur 3. Það var auðvitað æðislega gaman að taka þátt í því, ég fékk að leika með ótrúlega flottum leikurum,“ segir Elín Sif. Framundan hjá Elínu Sif er áframhaldandi vinna við tónlist ásamt því að einbeita sér að náminu og félagslífinu. „Það er nóg að gera í hljómsveitinni, ég ætla að leggja mikla áherslu á tónlistina núna, en það er samt aldrei að vita, ef ég fengi annað tækifæri í leiklistinni myndi ég klárlega skoða það,“ segir Elín Sif. Músíktilraunir Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Sjá meira
„Ég er bara ennþá að átta mig á því að við höfum unnið, það er ótrúlega mikill heiður að vinna svona stóra keppni. Þetta var mjög hörð keppni og við vissum ekki hverju dómararnir voru að leita eftir og allir skólar áttu jafna möguleika á því að vinna,“ segir Elín Sif Halldórsdóttir, söngkona og nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún skipar, ásamt þeim Guðrúnu Ólafsdóttur og Hrafnhildi Magneu Ingólfsdóttur, hljómsveitina Náttsól sem bar sigur úr bítum í Söngkeppni Framhaldsskólanna um síðastliðna helgi. Hljómsveitin Náttsól var stofnuð í fyrra og hafa þær allar sem ein unnið hörðum höndum að því að semja sitt eigið efni ásamt því að taka upp coverlög eftir Íslenskar söngkonur. Náttsól tók einnig þátt í Músíktilraunum sem líka fór fram um helgina og komst hún alla leið í úrslit. „Það var mikill sigur fyrir okkur að komast í úrslit í Músíktilraunum, en við erum nýfarnar að semja okkar eigið efni. Bara það að semja þrjú lög og koma þeim öllum í keppnina var frábært, hvað þá að komast í úrslit. Við einblínum mikið á þrírödd og lágstemmdan hljóðfæraleik,“ segir hún ánægð með árangurinn. Flest allir muna þó eftir Elínu Sif þegar hún söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar með framlagi sínu í Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra en þar söng hún frumsamið lag. „Söngvakeppni sjónvarpsins var risastór stökkpallur fyrir mig. Ég get alls ekki sagt að ég sjái eftir því að hafa tekið þátt þar, þetta var mikil reynsla og gott að vinna með öllu því fagfólki sem kemur að keppninni. Í kjölfar keppninnar fékk ég fullt af tækifærum á hinum ýmsu sviðum, til dæmis höfðu stelpurnar Guðrún og Hrafnhildur samband við mig og buðu mér að koma í hljómsveitina Náttsól eftir að þær sáu mig í söngvakeppninni og leikstjórinn Baldvin Z hafði líka samband við mig og bauð mér í prufu fyrir sjónvarpsseríuna Réttur 3. Það var auðvitað æðislega gaman að taka þátt í því, ég fékk að leika með ótrúlega flottum leikurum,“ segir Elín Sif. Framundan hjá Elínu Sif er áframhaldandi vinna við tónlist ásamt því að einbeita sér að náminu og félagslífinu. „Það er nóg að gera í hljómsveitinni, ég ætla að leggja mikla áherslu á tónlistina núna, en það er samt aldrei að vita, ef ég fengi annað tækifæri í leiklistinni myndi ég klárlega skoða það,“ segir Elín Sif.
Músíktilraunir Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Sjá meira