Hver man ekki eftir Brjánsa Sýru úr Sódómu Reykjavík? Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 13. apríl 2016 11:00 Brjánsi í Sódómu Reykjavík árið 1992. „Brjánsi sýra er frábær einstaklingur, ef hann væri til í raunveruleikanum væri hann líklega orðinn forsætisráðherra. Hann er góður kall sem hefur sterkar skoðanir á lífinu. Karakter Brjánsa sýru er algjört hugverk Óskars Jónassonar, leikstjóra Sódómu, hann er höfundur að öllu góðu grínefni sem hefur verið framleitt á Íslandi,“ segir Stefán Sturla Sigurjónsson, leikari aðspurður hvernig karakter Brjánsi sýra, ein af aðalpersónum kvikmyndarinnar Sódómu Reykjavík, sé. Myndin var frumsýnd í Regnboganum 8. október 1992. Brjánsi vakti athygli frá fyrsta degi og fólk hafði sterkar skoðanir á honum. Rætur hans má rekja til jaðarhópa í samfélaginu. „Við skoðuðum meðal annars undirheima Reykjavíkur, ásamt því að dvelja með útigangsfólki í tvær nætur. Brjánsi er líka einn af strákunum sem halda að þeir séu aðeins meiri töffarar en þeir eru í raun og veru. Fólk hafði miklar skoðanir á Brjánsa og það er óhætt að segja að áreitið eftir frumsýningu hafi verið mikið, síminn stoppaði ekki og á tímabili þurfti ég að taka hann úr sambandi þar sem fólk hringdi dag og nótt,“ segir Stefán. Ekkert hefur sést til Brjánsa frá því Sódóma kom út en nú sést honum bregða fyrir í grínþáttunum Ligeglad sem frænda Önnu Svövu sem leikur aðalpersónu þáttanna.Stefán Sturluson hefur dvalið í Finnlandi síðustu ár þar sem hann meðal annars starfar með Rauða krossinum.„Það er frábært að koma til baka með Brjánsa. Alveg frá því ég fékk símtal frá Adda Knúts, einum framleiðanda Ligeglad, hef ég verið að velta því fyrir mér hvað Brjánsi hefur verið að bralla frá því hann kom fram í Sódómu. Hann er alltaf að reyna að græða pening og svo lendir hann oft í mjög misskildum aðstæðum, til dæmis keypti hann sér ísbíl, þar sem hann ætlaði að selja íslenskan ís á Strikinu og græða helling af peningum, en hann komst aldrei lengra en að kaupa bílinn. Hann er góður einstaklingur sem vill engum neitt illt, hann er bara misskilinn og það er alls enginn perri í honum,“ segir Stefán léttur í bragði. Stefán hefur búið í Vasa í Finnlandi síðustu ár. Þar hefur hann unnið sem leikstjóri í finnska þjóðleikhúsinu í Vasa. „Ég setti meðal annars upp Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason og Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson. Eftir að ég flutti frá Íslandi hef ég verið að koma einu sinni á ári heim til að vinna að sýningum í heimabænum mínum Sauðárkróki sem er virkilega skemmtilegt,“ segir hann.Brjánsi í Ligeglad árið 2016.Leikhúsið er ekki það eina sem Stefán fæst við. Frá því í haust hefur hann starfað með Rauða krossinum í Vasa þar sem hann vinnur með flóttamönnum. „Þetta er virkilega krefjandi starf en á sama tíma mjög gefandi. Ég er að hjálpa þeim að komast í gegnum daginn, það er erfitt að lifa við þessar óvissuaðstæður þar sem eilífð bið er. Þú veist ekki hvort þú færð að vera eða hvort þú verður sendur til baka, þar sem mikið stríðsástand ríkir. Það eru sextíu börn á skólaaldri á svæðinu en við erum í sameiningu, með flóttafólkinu, búin að byggja upp skóla, heilsugæslu, íþróttasal, leiklistarnámskeið þar sem börnin geta sótt skóla og lifað áfram í eins eðlilegum aðstæðum og kostur er,“ segir Stefán. Hér fyrir neðan má sjá klassískt atriði úr Sódómu þar sem Brjánsi fer á kostum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira
„Brjánsi sýra er frábær einstaklingur, ef hann væri til í raunveruleikanum væri hann líklega orðinn forsætisráðherra. Hann er góður kall sem hefur sterkar skoðanir á lífinu. Karakter Brjánsa sýru er algjört hugverk Óskars Jónassonar, leikstjóra Sódómu, hann er höfundur að öllu góðu grínefni sem hefur verið framleitt á Íslandi,“ segir Stefán Sturla Sigurjónsson, leikari aðspurður hvernig karakter Brjánsi sýra, ein af aðalpersónum kvikmyndarinnar Sódómu Reykjavík, sé. Myndin var frumsýnd í Regnboganum 8. október 1992. Brjánsi vakti athygli frá fyrsta degi og fólk hafði sterkar skoðanir á honum. Rætur hans má rekja til jaðarhópa í samfélaginu. „Við skoðuðum meðal annars undirheima Reykjavíkur, ásamt því að dvelja með útigangsfólki í tvær nætur. Brjánsi er líka einn af strákunum sem halda að þeir séu aðeins meiri töffarar en þeir eru í raun og veru. Fólk hafði miklar skoðanir á Brjánsa og það er óhætt að segja að áreitið eftir frumsýningu hafi verið mikið, síminn stoppaði ekki og á tímabili þurfti ég að taka hann úr sambandi þar sem fólk hringdi dag og nótt,“ segir Stefán. Ekkert hefur sést til Brjánsa frá því Sódóma kom út en nú sést honum bregða fyrir í grínþáttunum Ligeglad sem frænda Önnu Svövu sem leikur aðalpersónu þáttanna.Stefán Sturluson hefur dvalið í Finnlandi síðustu ár þar sem hann meðal annars starfar með Rauða krossinum.„Það er frábært að koma til baka með Brjánsa. Alveg frá því ég fékk símtal frá Adda Knúts, einum framleiðanda Ligeglad, hef ég verið að velta því fyrir mér hvað Brjánsi hefur verið að bralla frá því hann kom fram í Sódómu. Hann er alltaf að reyna að græða pening og svo lendir hann oft í mjög misskildum aðstæðum, til dæmis keypti hann sér ísbíl, þar sem hann ætlaði að selja íslenskan ís á Strikinu og græða helling af peningum, en hann komst aldrei lengra en að kaupa bílinn. Hann er góður einstaklingur sem vill engum neitt illt, hann er bara misskilinn og það er alls enginn perri í honum,“ segir Stefán léttur í bragði. Stefán hefur búið í Vasa í Finnlandi síðustu ár. Þar hefur hann unnið sem leikstjóri í finnska þjóðleikhúsinu í Vasa. „Ég setti meðal annars upp Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason og Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson. Eftir að ég flutti frá Íslandi hef ég verið að koma einu sinni á ári heim til að vinna að sýningum í heimabænum mínum Sauðárkróki sem er virkilega skemmtilegt,“ segir hann.Brjánsi í Ligeglad árið 2016.Leikhúsið er ekki það eina sem Stefán fæst við. Frá því í haust hefur hann starfað með Rauða krossinum í Vasa þar sem hann vinnur með flóttamönnum. „Þetta er virkilega krefjandi starf en á sama tíma mjög gefandi. Ég er að hjálpa þeim að komast í gegnum daginn, það er erfitt að lifa við þessar óvissuaðstæður þar sem eilífð bið er. Þú veist ekki hvort þú færð að vera eða hvort þú verður sendur til baka, þar sem mikið stríðsástand ríkir. Það eru sextíu börn á skólaaldri á svæðinu en við erum í sameiningu, með flóttafólkinu, búin að byggja upp skóla, heilsugæslu, íþróttasal, leiklistarnámskeið þar sem börnin geta sótt skóla og lifað áfram í eins eðlilegum aðstæðum og kostur er,“ segir Stefán. Hér fyrir neðan má sjá klassískt atriði úr Sódómu þar sem Brjánsi fer á kostum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira