Körfubolti

Nánast hægt að bóka oddaleik í Njarðvíkurseríunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson í oddaleiknum á móti Stjörnunni á dögunum.
Logi Gunnarsson í oddaleiknum á móti Stjörnunni á dögunum. Vísir/Anton
Njarðvíkingar eru enn á ný komnir í oddaleik í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta en þeir jöfnuðu metin í 2-2 á móti Íslandsmeisturum KR með góðum sigri í Ljónagryfjunni í gær.

KR og Njarðvík mætast í DHL-höllinni klukkan 19.15 annað kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitunum á móti Haukum.

Það hefur verið nánast hægt að bóka oddaleik í einvígunum hjá Njarðvíkurliðinu undanfarin ár því Njarðvíkingar eru nú komnir í oddaleik í fimmta einvíginu í röð.

Þetta er líka fjórða úrslitakeppnin í röð þar sem Njarðvíkurliðið spilar að minnsta kosti einn oddaleik.

Njarðvíkingar fóru einnig í oddaleik á móti Stjörnunni í átta liða úrslitunum í ár, þeir voru í oddaleik á móti Stjörnunni (8 liða) og KR (undanúrslit) í fyrravor og þá duttu þeir út út undanúrslitunum árið 2014 eftir oddaleik á móti Grindavík.

Síðasta sería hjá Njarðvík þar sem úrslitin réðust ekki í oddaleik var í átta liða úrslitunum á móti Haukum vorið 2014. Njarðvík vann þá alla þrjá leikina en alla leikina þrjá með aðeins fjórum stigum.

Njarðvíkingar eru að fara að spila sinn tíunda leik í úrslitakeppninni á morgun en þetta verður um leið áttundi leikur KR-liðsins. KR sló Grindavík út 3-0 í átta liða úrslitum



Síðustu einvígi Njarðvíkinga í úrslitakeppninni:

2016

Undanúrslit

KR 2-2 Njarðvík (Oddaleikur)

8 liða úrslit

Stjarnan 2-3 Njarðvík (Oddaleikur)

2015

Undanúrslit

KR 3-2 Njarðvík (Oddaleikur)

8 liða úrslit

Njarðvík 3-2 Stjarnan (Oddaleikur)

2014

Undanúrslit

Grindavík 3-2 Njarðvík (Oddaleikur)

8 liða úrslit

Njarðvík 3-0 Haukar

2013

8 liða úrslit

Snæfell 2-1 Njarðvík (Oddaleikur)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×