Hvað hefði ég gert? Hrannar Pétursson skrifar 15. apríl 2016 07:00 Atburðir síðustu viku sýna að forseti Íslands gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnskipan Íslands. Þeir sýna að forsetaembættið er ekki tildurembætti og það skiptir máli hver gegnir því. Líkt og margir aðrir fylgdist ég náið með atburðunum sem urðu til þess að forsætisráðherra sagði af sér og ný ríkisstjórn var mynduð. Sem frambjóðandi til embættis forseta Íslands mátaði ég sjálfan mig í aðstæðurnar og hugleiddi hvernig ég hefði brugðist við í sporum forsetans. Niðurstaðan var þessi: Málavextir og aðstæður í liðinni viku voru óvenjulegar. Aðdragandi Bessastaðaheimsóknar forsætisráðherra var óvenjulegur og svo virtist sem förin væri farin án samráðs við aðra. Samkvæmt forsetanum óskaði ráðherrann eftir heimild til að rjúfa þing og boða til kosninga, sem forsetinn hafnaði. Slíkt er óvenjulegt líkt og skyndifundur forseta með blaðamönnum að loknum fundi með forystumanni ríkisstjórnar. Hafi forsetinn talið ráðherra umboðslausan er ákvörðun hans skiljanleg. Ef undirrituð þingrofsheimild átti að vera verkfæri í pólitískum átökum gerði forsetinn rétt. Það var eðlilegt að hann kannaði afstöðu annarra til þingrofs og sá yfirlýsti vilji hans, að halda forsetaembættinu fyrir utan pólitískar deilur, er skiljanlegur. Forsetinn fór hins vegar út af sporinu þegar hann stillti sér upp gegnt blaðamönnum til að ræða málið þegar ýmis efnisatriði og framvinda var óljós. Það var hvorki skynsamlegt né nauðsynlegt, jafnvel þótt ráðherrann hefði á leiðinni til Bessastaða stuðað forsetann með stöðufærslu á Facebook. Forsetinn á ekki að standa í opinberu orðaskaki við nokkurn mann og með skyndifundi sínum með heimspressunni olli hann meira umróti en annars hefði orðið. Það er ekki hlutverk forsetans að uppfylla einstaka hagsmunatengdar óskir, hvorki sínar eigin né annarra. Hann á að veita Alþingi og ríkisstjórn aðhald og stuðla í leiðinni að samfélagslegu jafnvægi. Slíkt útheimtir bæði kjark til að taka ákvarðanir og styrk til að standast freistingar. Á hvoru tveggja reyndi í liðinni viku, þar sem sitjandi forseti stóðst annað prófið en féll á hinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Sjá meira
Atburðir síðustu viku sýna að forseti Íslands gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnskipan Íslands. Þeir sýna að forsetaembættið er ekki tildurembætti og það skiptir máli hver gegnir því. Líkt og margir aðrir fylgdist ég náið með atburðunum sem urðu til þess að forsætisráðherra sagði af sér og ný ríkisstjórn var mynduð. Sem frambjóðandi til embættis forseta Íslands mátaði ég sjálfan mig í aðstæðurnar og hugleiddi hvernig ég hefði brugðist við í sporum forsetans. Niðurstaðan var þessi: Málavextir og aðstæður í liðinni viku voru óvenjulegar. Aðdragandi Bessastaðaheimsóknar forsætisráðherra var óvenjulegur og svo virtist sem förin væri farin án samráðs við aðra. Samkvæmt forsetanum óskaði ráðherrann eftir heimild til að rjúfa þing og boða til kosninga, sem forsetinn hafnaði. Slíkt er óvenjulegt líkt og skyndifundur forseta með blaðamönnum að loknum fundi með forystumanni ríkisstjórnar. Hafi forsetinn talið ráðherra umboðslausan er ákvörðun hans skiljanleg. Ef undirrituð þingrofsheimild átti að vera verkfæri í pólitískum átökum gerði forsetinn rétt. Það var eðlilegt að hann kannaði afstöðu annarra til þingrofs og sá yfirlýsti vilji hans, að halda forsetaembættinu fyrir utan pólitískar deilur, er skiljanlegur. Forsetinn fór hins vegar út af sporinu þegar hann stillti sér upp gegnt blaðamönnum til að ræða málið þegar ýmis efnisatriði og framvinda var óljós. Það var hvorki skynsamlegt né nauðsynlegt, jafnvel þótt ráðherrann hefði á leiðinni til Bessastaða stuðað forsetann með stöðufærslu á Facebook. Forsetinn á ekki að standa í opinberu orðaskaki við nokkurn mann og með skyndifundi sínum með heimspressunni olli hann meira umróti en annars hefði orðið. Það er ekki hlutverk forsetans að uppfylla einstaka hagsmunatengdar óskir, hvorki sínar eigin né annarra. Hann á að veita Alþingi og ríkisstjórn aðhald og stuðla í leiðinni að samfélagslegu jafnvægi. Slíkt útheimtir bæði kjark til að taka ákvarðanir og styrk til að standast freistingar. Á hvoru tveggja reyndi í liðinni viku, þar sem sitjandi forseti stóðst annað prófið en féll á hinu.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar