Rannsakar ekki mál forsætisráðherra Ingvar Haraldsson skrifar 15. apríl 2016 07:00 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, sagðist ekki geta séð að stjórnvöld hefðu tekið ákvörðun um útgreiðslur til kröfuhafa. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ætlar ekki að hafa frumkvæði að því að kanna hæfi fyrrverandi forsætisráðherra og tengsl hans við aflandsfélag nema verulega mikið nýtt komi í ljós í máli hans. Hann segir hins vegar brotalöm á siðareglum ráðherra og það sé Alþingis að ganga á eftir því að þær verði lagaðar. Á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gærmorgun sagði Tryggvi hæfisreglur stjórnsýslulaga aðeins eiga við um stjórnvaldsákvarðanir sem snertu réttindi borgaranna. Hins vegar væri vandinn um að hve miklu leyti hæfisreglur giltu um pólitíska stefnumótun. Eina vanhæfisreglan sem gilti um þingmenn væri að þeir mættu ekki greiða atkvæði um fjárútlát til þeirra sjálfra. Tryggvi sagðist ekki geta séð að um samninga hafi verið að ræða milli ríkisins og kröfuhafa. Endanlegar ákvarðanir hafi verið teknar á Alþingi með lagasetningum. Þá sagði Tryggvi að hugsanlega væri tilefni til að ganga lengra við skráningu hagsmuna en nú er gert. Hann benti á að í Danmörku væru ítarlegri reglur um hagsmunaskráningu ráðherra en þingmanna. Þar þyrftu ráðherrar einnig að gera grein fyrir hagsmunum maka. Það væri hins vegar Alþingis að móta reglurnar og hans sem eftirlitsaðila á vegum þingsins að meta hvort farið væri eftir þeim. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, setti ráðherrum siðareglur eins og samþykkt Alþingis hafði kallað eftir árið 2011. Tryggvi sagði hins vegar hafa gætt misskilnings hjá núverandi ríkisstjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi ekki sett siðareglur heldur hefðu þær verið samþykktar í ríkisstjórn. Þetta hlyti að vera byggt á misskilningi þar sem ríkisstjórnin væri ekki fjölskipað stjórnvald og því væri ríkisstjórnin sem slík ekki hæf til stjórnvaldsaðgerða nema í algerum undantekningartilfellum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl Panama-skjölin Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ætlar ekki að hafa frumkvæði að því að kanna hæfi fyrrverandi forsætisráðherra og tengsl hans við aflandsfélag nema verulega mikið nýtt komi í ljós í máli hans. Hann segir hins vegar brotalöm á siðareglum ráðherra og það sé Alþingis að ganga á eftir því að þær verði lagaðar. Á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gærmorgun sagði Tryggvi hæfisreglur stjórnsýslulaga aðeins eiga við um stjórnvaldsákvarðanir sem snertu réttindi borgaranna. Hins vegar væri vandinn um að hve miklu leyti hæfisreglur giltu um pólitíska stefnumótun. Eina vanhæfisreglan sem gilti um þingmenn væri að þeir mættu ekki greiða atkvæði um fjárútlát til þeirra sjálfra. Tryggvi sagðist ekki geta séð að um samninga hafi verið að ræða milli ríkisins og kröfuhafa. Endanlegar ákvarðanir hafi verið teknar á Alþingi með lagasetningum. Þá sagði Tryggvi að hugsanlega væri tilefni til að ganga lengra við skráningu hagsmuna en nú er gert. Hann benti á að í Danmörku væru ítarlegri reglur um hagsmunaskráningu ráðherra en þingmanna. Þar þyrftu ráðherrar einnig að gera grein fyrir hagsmunum maka. Það væri hins vegar Alþingis að móta reglurnar og hans sem eftirlitsaðila á vegum þingsins að meta hvort farið væri eftir þeim. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, setti ráðherrum siðareglur eins og samþykkt Alþingis hafði kallað eftir árið 2011. Tryggvi sagði hins vegar hafa gætt misskilnings hjá núverandi ríkisstjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi ekki sett siðareglur heldur hefðu þær verið samþykktar í ríkisstjórn. Þetta hlyti að vera byggt á misskilningi þar sem ríkisstjórnin væri ekki fjölskipað stjórnvald og því væri ríkisstjórnin sem slík ekki hæf til stjórnvaldsaðgerða nema í algerum undantekningartilfellum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl
Panama-skjölin Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira