Rannsakar ekki mál forsætisráðherra Ingvar Haraldsson skrifar 15. apríl 2016 07:00 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, sagðist ekki geta séð að stjórnvöld hefðu tekið ákvörðun um útgreiðslur til kröfuhafa. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ætlar ekki að hafa frumkvæði að því að kanna hæfi fyrrverandi forsætisráðherra og tengsl hans við aflandsfélag nema verulega mikið nýtt komi í ljós í máli hans. Hann segir hins vegar brotalöm á siðareglum ráðherra og það sé Alþingis að ganga á eftir því að þær verði lagaðar. Á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gærmorgun sagði Tryggvi hæfisreglur stjórnsýslulaga aðeins eiga við um stjórnvaldsákvarðanir sem snertu réttindi borgaranna. Hins vegar væri vandinn um að hve miklu leyti hæfisreglur giltu um pólitíska stefnumótun. Eina vanhæfisreglan sem gilti um þingmenn væri að þeir mættu ekki greiða atkvæði um fjárútlát til þeirra sjálfra. Tryggvi sagðist ekki geta séð að um samninga hafi verið að ræða milli ríkisins og kröfuhafa. Endanlegar ákvarðanir hafi verið teknar á Alþingi með lagasetningum. Þá sagði Tryggvi að hugsanlega væri tilefni til að ganga lengra við skráningu hagsmuna en nú er gert. Hann benti á að í Danmörku væru ítarlegri reglur um hagsmunaskráningu ráðherra en þingmanna. Þar þyrftu ráðherrar einnig að gera grein fyrir hagsmunum maka. Það væri hins vegar Alþingis að móta reglurnar og hans sem eftirlitsaðila á vegum þingsins að meta hvort farið væri eftir þeim. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, setti ráðherrum siðareglur eins og samþykkt Alþingis hafði kallað eftir árið 2011. Tryggvi sagði hins vegar hafa gætt misskilnings hjá núverandi ríkisstjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi ekki sett siðareglur heldur hefðu þær verið samþykktar í ríkisstjórn. Þetta hlyti að vera byggt á misskilningi þar sem ríkisstjórnin væri ekki fjölskipað stjórnvald og því væri ríkisstjórnin sem slík ekki hæf til stjórnvaldsaðgerða nema í algerum undantekningartilfellum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl Panama-skjölin Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ætlar ekki að hafa frumkvæði að því að kanna hæfi fyrrverandi forsætisráðherra og tengsl hans við aflandsfélag nema verulega mikið nýtt komi í ljós í máli hans. Hann segir hins vegar brotalöm á siðareglum ráðherra og það sé Alþingis að ganga á eftir því að þær verði lagaðar. Á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gærmorgun sagði Tryggvi hæfisreglur stjórnsýslulaga aðeins eiga við um stjórnvaldsákvarðanir sem snertu réttindi borgaranna. Hins vegar væri vandinn um að hve miklu leyti hæfisreglur giltu um pólitíska stefnumótun. Eina vanhæfisreglan sem gilti um þingmenn væri að þeir mættu ekki greiða atkvæði um fjárútlát til þeirra sjálfra. Tryggvi sagðist ekki geta séð að um samninga hafi verið að ræða milli ríkisins og kröfuhafa. Endanlegar ákvarðanir hafi verið teknar á Alþingi með lagasetningum. Þá sagði Tryggvi að hugsanlega væri tilefni til að ganga lengra við skráningu hagsmuna en nú er gert. Hann benti á að í Danmörku væru ítarlegri reglur um hagsmunaskráningu ráðherra en þingmanna. Þar þyrftu ráðherrar einnig að gera grein fyrir hagsmunum maka. Það væri hins vegar Alþingis að móta reglurnar og hans sem eftirlitsaðila á vegum þingsins að meta hvort farið væri eftir þeim. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, setti ráðherrum siðareglur eins og samþykkt Alþingis hafði kallað eftir árið 2011. Tryggvi sagði hins vegar hafa gætt misskilnings hjá núverandi ríkisstjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi ekki sett siðareglur heldur hefðu þær verið samþykktar í ríkisstjórn. Þetta hlyti að vera byggt á misskilningi þar sem ríkisstjórnin væri ekki fjölskipað stjórnvald og því væri ríkisstjórnin sem slík ekki hæf til stjórnvaldsaðgerða nema í algerum undantekningartilfellum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl
Panama-skjölin Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira