Forsetaframbjóðandi telur Ólaf Ragnar hafa farið út af sporinu Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2016 11:12 Ólafur Ragnar Grímsson Vísir/Anton Brink Forsetaframbjóðandinn Hrannar Pétursson telur Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, hafa farið út af sporinu þegar hann ávarpaði fjölmiðla eftir fund sinn með þáverandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, á Bessastöðum í síðustu viku. Hrannar segir ákvörðun forsetans að hafna þáverandi forsætisráðherra um undirskrift á þingrofsskjal hafa verið skiljanlega í ljósi þess að Ólafur Ragnar taldi Sigmund Davíð umboðslausan.Hrannar Pétursson.„Það var eðlilegt að hann kannaði afstöðu annarra til þingrofs og sá yfirlýsti vilji hans, að halda forsetaembættinu fyrir utan pólitískar deilur, er skiljanlegur,“ segir Hrannar í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu. Hann segir forsetann hins vegar hafa farið út af sporinu með því að stilla sér upp gegnt blaðamönnum til að ræða málið þegar ýmis efnisatriði og framvinda var óljós. „Það var hvorki skynsamlegt né nauðsynlegt, jafnvel þótt ráðherrann hefði á leiðinni til Bessastaða stuðað forsetann með stöðufærslu á Facebook. Forsetinn á ekki að standa í opinberu orðaskaki við nokkurn mann og með skyndifundi sínum með heimspressunni olli hann meira umróti en annars hefði orðið,“ segir Hrannar. Hann segir það ekki vera hlutverk forsetans að uppfylla einstaka hagsmunatengdar óskir, hvorki sínar eigin né annarra. „Hann á að veita Alþingi og ríkisstjórn aðhald og stuðla í leiðinni að samfélagslegu jafnvægi. Slíkt útheimtir bæði kjark til að taka ákvarðanir og styrk til að standast freistingar. Á hvoru tveggja reyndi í liðinni viku, þar sem sitjandi forseti stóðst annað prófið en féll á hinu,“ segir Hrannar sem áður hefur starfað sem fréttamaður, talsmaður Vodafone, upplýsingafulltrúi Íslenska álfélagsins og einnig tímabundið sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00 Segja forsetann hafa verið í erfiðri stöðu: „Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili“ Farið yfir fund Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars í Sprengisandi. 10. apríl 2016 12:46 Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Hrannar Pétursson telur Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, hafa farið út af sporinu þegar hann ávarpaði fjölmiðla eftir fund sinn með þáverandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, á Bessastöðum í síðustu viku. Hrannar segir ákvörðun forsetans að hafna þáverandi forsætisráðherra um undirskrift á þingrofsskjal hafa verið skiljanlega í ljósi þess að Ólafur Ragnar taldi Sigmund Davíð umboðslausan.Hrannar Pétursson.„Það var eðlilegt að hann kannaði afstöðu annarra til þingrofs og sá yfirlýsti vilji hans, að halda forsetaembættinu fyrir utan pólitískar deilur, er skiljanlegur,“ segir Hrannar í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu. Hann segir forsetann hins vegar hafa farið út af sporinu með því að stilla sér upp gegnt blaðamönnum til að ræða málið þegar ýmis efnisatriði og framvinda var óljós. „Það var hvorki skynsamlegt né nauðsynlegt, jafnvel þótt ráðherrann hefði á leiðinni til Bessastaða stuðað forsetann með stöðufærslu á Facebook. Forsetinn á ekki að standa í opinberu orðaskaki við nokkurn mann og með skyndifundi sínum með heimspressunni olli hann meira umróti en annars hefði orðið,“ segir Hrannar. Hann segir það ekki vera hlutverk forsetans að uppfylla einstaka hagsmunatengdar óskir, hvorki sínar eigin né annarra. „Hann á að veita Alþingi og ríkisstjórn aðhald og stuðla í leiðinni að samfélagslegu jafnvægi. Slíkt útheimtir bæði kjark til að taka ákvarðanir og styrk til að standast freistingar. Á hvoru tveggja reyndi í liðinni viku, þar sem sitjandi forseti stóðst annað prófið en féll á hinu,“ segir Hrannar sem áður hefur starfað sem fréttamaður, talsmaður Vodafone, upplýsingafulltrúi Íslenska álfélagsins og einnig tímabundið sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00 Segja forsetann hafa verið í erfiðri stöðu: „Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili“ Farið yfir fund Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars í Sprengisandi. 10. apríl 2016 12:46 Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00
Segja forsetann hafa verið í erfiðri stöðu: „Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili“ Farið yfir fund Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars í Sprengisandi. 10. apríl 2016 12:46
Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11