Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - ÍBV 23-29 | Eyjamenn komnir í undanúrslit Ingvi Þór Sæmundsson í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi skrifar 17. apríl 2016 18:15 Agnar Smári Jónsson með boltann í leiknum í kvöld. vísir/vilhelm ÍBV er komið í undanúrslit Olís-deildar karla, fyrst liða, eftir sex marka sigur, 23-29, á Gróttu á Nesinu í dag. Eyjamenn höfðu betur í fyrri leiknum á heimavelli, 32-27, og unnu því einvígið 2-0. Gengi ÍBV í vetur hefur verið misjafnt en ef liðið spilar eins og það gerði á löngum köflum í dag er það líklegt til afreka í framhaldinu. Grótta byrjaði leikinn ljómandi vel og enginn betur en Finnur Ingi Stefánsson sem skoraði þrjú af fyrstu sex mörkum heimamanna. Seltirningar komst þrívegis þremur mörkum yfir gegn hálf vanstilltum Eyjamönnum sem fengu þrjár brottvísanir á fyrstu 13 mínútum leiksins. Hægt og bítandi unnu gestirnir sig inn í leikinn, þéttu vörnina og sóknin gekk glimrandi vel. Theodór Sigurbjörnsson fór mikinn en hann skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. ÍBV breytti stöðunni úr 9-7 í 10-13 og þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn fjögur mörk, 11-15. Sterkt hjá Eyjamönnum í ljósi þess að Agnar Smári Jónsson var ekki með í fyrri hálfleik og brenndi af öllum fimm skotunum sem hann tók. Gróttuliðið féll algjörlega saman seinni hluta fyrri hálfleiks; vörnin fór að leka, markvarslan var engin og leikmenn liðsins gerðu sig seka um fjölda klaufalegra mistaka í sókninni. Viggó Kristjánsson tapaði boltanum t.a.m. fimm sinnum, bara í fyrri hálfleik, og taugarnar virtust þandar til hins ítrasta hjá mörgum leikmönnum Gróttu sem hafa ekki mikla reynslu af úrslitakeppninni. Seltirningar byrjuðu seinni hálfleikinn af nokkrum krafti. Þeir bökkuðu niður í 6-0 vörn sem Eyjamenn áttu á köflum í vandræðum með að leysa.Stephen Nielsen var góður í marki ÍBV.VÍSIR/VILHELMTheodór hélt samt áfram að gera heimamönnum lífið leitt og hann kom ÍBV fjórum mörkum yfir, 13-17, þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Grótta vann sig aftur inn í leikinn, aðallega fyrir tilstuðlan sterks varnarleiks og áræðni Daða Laxdal Gautasonar í sókninni. Hann sótti ítrekað á Kára Kristjánsson, skoraði þrjú mörk og sótti víti á skömmum tíma og minnkaði muninn í 19-20. Glugginn var galopinn fyrir Gróttu á þessum tímapunkti en Seltirningar lokuðu honum sjálfir með agaleysi og klaufalegum mistökum í sókninni. Eyjamenn rifu sig aftur í gang, skoruðu fimm mörk í röð og svo gott sem kláruðu leikinn. Við það urðu Seltirningar litlir í sér, hættu að horfa á markið og þá vantaði liðið sárlega betri markvörslu. Stephen Nielsen hefur oft átt betri leiki í marki ÍBV en í dag en hann var samt með 39% markvörslu og tók mikilvæga bolta. Eyjamenn spiluðu af skynsemi á lokakaflanum og lönduðu sex marka sigri, 23-29. Theodór var markahæstur í liði ÍBV með átta mörk en Einar Sverrisson kom næstur með fimm mörk. Þá átti Dagur Arnarsson góða innkomu og skoraði þrjú mikilvæg mörk í seinni hálfleik, á þeim kafla þegar Grótta var að minnka muninn. Hjá Gróttu skoruðu Daði, Finnur Ingi, Guðni Ingvarsson og Júlíus Þórir Stefánsson allir fjögur mörk. Seltirningar geta verið nokkuð sáttir með veturinn enda lentu þeir í 5. sæti deildarinnar og komust í úrslitaleik bikarkeppninnar. Liðið er ungt og ef það tekst að bæta 1-2 reynslumiklum mönnum í hópinn eru því allir vegir færir í framtíðinni.Guðni Ingvarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gróttu.vísir/vilhelmGunnar: Misstum stjórnina á sóknarleiknum „Mér fannst þetta full stórt tap. Ég var búinn með leikhléin þegar 10 mínútur voru eftir og þ.a.l. erfitt að grípa eitthvað inn í. Síðustu mínúturnar voru hálf tilviljanakenndar,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, eftir tapið fyrir ÍBV í dag. Grótta byrjaði leikinn vel en náði ekki að fylgja því eftir og Eyjamenn náðu frumkvæðinu og byggðu upp gott forskot sem þeir létu ekki af hendi. „Ég var nokkuð ánægður með fyrri hálfleikinn en lítil markvarsla háði okkur. Þeirra markvörður varði vel á meðan við vorum bara með þrjá bolta varða í fyrri hálfleik. Það var svolítið munurinn á liðunum,“ sagði Gunnar. Að hans mati skipti munurinn á reynslu liðanna líka sköpum. „Eyjaliðið er með gríðarlega mikla reynslu og mér fannst við missa stjórnina á sóknarleiknum. Þetta lá aðallega þar. Við töpuðum of mörgum boltum, tókum of mörg ótímabær skot og misstum þá bara alltof auðveldlega frá okkur, ekkert ósvipað og í fyrri leiknum í Eyjum.“ Aðspurður hvort það væri í svona leikjum sem Grótta saknaði þess að vera ekki með meiri reynslu í útilínunni sagði Gunnar: „Já, það er alveg rétt. En ég treysti þessum strákum 100% og veit að þeir hafa lagt gríðarlega mikið inn fyrir framtíðina. Það býr rosalega mikið í þessu liði en við hefðum þurft aðeins meiri reynslu fyrir utan í þessum leik, það hefði örugglega hjálpað,“ sagði Gunnar sem er óviss hvort hann verður áfram við stjórnvölinn hjá Gróttu. „Það er ekki alveg klárt, það kemur í ljós á næstu dögum og vikum. Þetta er búið að vera langt tímabil og tankurinn er tómur eins og stendur. Það hefur farið rosalega mikil orka í þetta þannig ég ætla að taka mér nokkra daga til að hugsa þetta og sjá hvort mannskapurinn verður ekki áfram. Það er lykilatriði.“Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, lætur heyra í sér á hliðarlínunni.vísir/vilhelmTheodór: Vorum miklu betri Theodór Sigurbjörnsson fór mikinn í sóknarleik ÍBV gegn Gróttu í dag og skoraði átta mörk. Hann segir að sigur Eyjamanna hafi verið sanngjarn. „Við erum mjög sáttir með þetta dagsverk. Við vorum að koma á erfiðan útivöll og ætluðum að leggja allt í þetta og gerðum það,“ sagði Theodór. Eyjamenn byrjuðu leikinn ekki vel og voru oft einum færri í byrjun leiks. En um leið og þeir hættu að láta reka sig út af sigu þeir fram úr. „Þegar það voru jafn margir í liðunum vorum við miklu betri. En samt undir lokin, þegar við vorum einum færri, vorum við líka miklu betri. Við vorum bara flottir,“ sagði Theodór. En fór ekkert um hann þegar Grótta minnkaði muninn í 19-20 um miðjan seinni hálfleik? „Nei nei, við vissum að þeir myndu koma með áhlaup og þeir gerðu það. Maður varð pínu stressaður en við svöruðum þessu vel og jukum muninn upp í sex mörk.“ Theodór segir að sigurinn gefi Eyjamönnum byr undir báða vængi fyrir undanúrslitin. „Alveg klárlega. Það var líka fínt að sýna fólkinu loksins hvað í okkur býr og við erum klárir í undanúrslitin,“ sagði Theodór en eru Eyjamenn loksins núna að sýna sitt rétta andlit eftir misjafnt gengi í vetur? „Mér finnst það. Við verðum betri með hverjum leik og verðum erfiðir við að eiga ef við höldum svona áfram.“vísir Olís-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Fleiri fréttir Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sjá meira
ÍBV er komið í undanúrslit Olís-deildar karla, fyrst liða, eftir sex marka sigur, 23-29, á Gróttu á Nesinu í dag. Eyjamenn höfðu betur í fyrri leiknum á heimavelli, 32-27, og unnu því einvígið 2-0. Gengi ÍBV í vetur hefur verið misjafnt en ef liðið spilar eins og það gerði á löngum köflum í dag er það líklegt til afreka í framhaldinu. Grótta byrjaði leikinn ljómandi vel og enginn betur en Finnur Ingi Stefánsson sem skoraði þrjú af fyrstu sex mörkum heimamanna. Seltirningar komst þrívegis þremur mörkum yfir gegn hálf vanstilltum Eyjamönnum sem fengu þrjár brottvísanir á fyrstu 13 mínútum leiksins. Hægt og bítandi unnu gestirnir sig inn í leikinn, þéttu vörnina og sóknin gekk glimrandi vel. Theodór Sigurbjörnsson fór mikinn en hann skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. ÍBV breytti stöðunni úr 9-7 í 10-13 og þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn fjögur mörk, 11-15. Sterkt hjá Eyjamönnum í ljósi þess að Agnar Smári Jónsson var ekki með í fyrri hálfleik og brenndi af öllum fimm skotunum sem hann tók. Gróttuliðið féll algjörlega saman seinni hluta fyrri hálfleiks; vörnin fór að leka, markvarslan var engin og leikmenn liðsins gerðu sig seka um fjölda klaufalegra mistaka í sókninni. Viggó Kristjánsson tapaði boltanum t.a.m. fimm sinnum, bara í fyrri hálfleik, og taugarnar virtust þandar til hins ítrasta hjá mörgum leikmönnum Gróttu sem hafa ekki mikla reynslu af úrslitakeppninni. Seltirningar byrjuðu seinni hálfleikinn af nokkrum krafti. Þeir bökkuðu niður í 6-0 vörn sem Eyjamenn áttu á köflum í vandræðum með að leysa.Stephen Nielsen var góður í marki ÍBV.VÍSIR/VILHELMTheodór hélt samt áfram að gera heimamönnum lífið leitt og hann kom ÍBV fjórum mörkum yfir, 13-17, þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Grótta vann sig aftur inn í leikinn, aðallega fyrir tilstuðlan sterks varnarleiks og áræðni Daða Laxdal Gautasonar í sókninni. Hann sótti ítrekað á Kára Kristjánsson, skoraði þrjú mörk og sótti víti á skömmum tíma og minnkaði muninn í 19-20. Glugginn var galopinn fyrir Gróttu á þessum tímapunkti en Seltirningar lokuðu honum sjálfir með agaleysi og klaufalegum mistökum í sókninni. Eyjamenn rifu sig aftur í gang, skoruðu fimm mörk í röð og svo gott sem kláruðu leikinn. Við það urðu Seltirningar litlir í sér, hættu að horfa á markið og þá vantaði liðið sárlega betri markvörslu. Stephen Nielsen hefur oft átt betri leiki í marki ÍBV en í dag en hann var samt með 39% markvörslu og tók mikilvæga bolta. Eyjamenn spiluðu af skynsemi á lokakaflanum og lönduðu sex marka sigri, 23-29. Theodór var markahæstur í liði ÍBV með átta mörk en Einar Sverrisson kom næstur með fimm mörk. Þá átti Dagur Arnarsson góða innkomu og skoraði þrjú mikilvæg mörk í seinni hálfleik, á þeim kafla þegar Grótta var að minnka muninn. Hjá Gróttu skoruðu Daði, Finnur Ingi, Guðni Ingvarsson og Júlíus Þórir Stefánsson allir fjögur mörk. Seltirningar geta verið nokkuð sáttir með veturinn enda lentu þeir í 5. sæti deildarinnar og komust í úrslitaleik bikarkeppninnar. Liðið er ungt og ef það tekst að bæta 1-2 reynslumiklum mönnum í hópinn eru því allir vegir færir í framtíðinni.Guðni Ingvarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gróttu.vísir/vilhelmGunnar: Misstum stjórnina á sóknarleiknum „Mér fannst þetta full stórt tap. Ég var búinn með leikhléin þegar 10 mínútur voru eftir og þ.a.l. erfitt að grípa eitthvað inn í. Síðustu mínúturnar voru hálf tilviljanakenndar,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, eftir tapið fyrir ÍBV í dag. Grótta byrjaði leikinn vel en náði ekki að fylgja því eftir og Eyjamenn náðu frumkvæðinu og byggðu upp gott forskot sem þeir létu ekki af hendi. „Ég var nokkuð ánægður með fyrri hálfleikinn en lítil markvarsla háði okkur. Þeirra markvörður varði vel á meðan við vorum bara með þrjá bolta varða í fyrri hálfleik. Það var svolítið munurinn á liðunum,“ sagði Gunnar. Að hans mati skipti munurinn á reynslu liðanna líka sköpum. „Eyjaliðið er með gríðarlega mikla reynslu og mér fannst við missa stjórnina á sóknarleiknum. Þetta lá aðallega þar. Við töpuðum of mörgum boltum, tókum of mörg ótímabær skot og misstum þá bara alltof auðveldlega frá okkur, ekkert ósvipað og í fyrri leiknum í Eyjum.“ Aðspurður hvort það væri í svona leikjum sem Grótta saknaði þess að vera ekki með meiri reynslu í útilínunni sagði Gunnar: „Já, það er alveg rétt. En ég treysti þessum strákum 100% og veit að þeir hafa lagt gríðarlega mikið inn fyrir framtíðina. Það býr rosalega mikið í þessu liði en við hefðum þurft aðeins meiri reynslu fyrir utan í þessum leik, það hefði örugglega hjálpað,“ sagði Gunnar sem er óviss hvort hann verður áfram við stjórnvölinn hjá Gróttu. „Það er ekki alveg klárt, það kemur í ljós á næstu dögum og vikum. Þetta er búið að vera langt tímabil og tankurinn er tómur eins og stendur. Það hefur farið rosalega mikil orka í þetta þannig ég ætla að taka mér nokkra daga til að hugsa þetta og sjá hvort mannskapurinn verður ekki áfram. Það er lykilatriði.“Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, lætur heyra í sér á hliðarlínunni.vísir/vilhelmTheodór: Vorum miklu betri Theodór Sigurbjörnsson fór mikinn í sóknarleik ÍBV gegn Gróttu í dag og skoraði átta mörk. Hann segir að sigur Eyjamanna hafi verið sanngjarn. „Við erum mjög sáttir með þetta dagsverk. Við vorum að koma á erfiðan útivöll og ætluðum að leggja allt í þetta og gerðum það,“ sagði Theodór. Eyjamenn byrjuðu leikinn ekki vel og voru oft einum færri í byrjun leiks. En um leið og þeir hættu að láta reka sig út af sigu þeir fram úr. „Þegar það voru jafn margir í liðunum vorum við miklu betri. En samt undir lokin, þegar við vorum einum færri, vorum við líka miklu betri. Við vorum bara flottir,“ sagði Theodór. En fór ekkert um hann þegar Grótta minnkaði muninn í 19-20 um miðjan seinni hálfleik? „Nei nei, við vissum að þeir myndu koma með áhlaup og þeir gerðu það. Maður varð pínu stressaður en við svöruðum þessu vel og jukum muninn upp í sex mörk.“ Theodór segir að sigurinn gefi Eyjamönnum byr undir báða vængi fyrir undanúrslitin. „Alveg klárlega. Það var líka fínt að sýna fólkinu loksins hvað í okkur býr og við erum klárir í undanúrslitin,“ sagði Theodór en eru Eyjamenn loksins núna að sýna sitt rétta andlit eftir misjafnt gengi í vetur? „Mér finnst það. Við verðum betri með hverjum leik og verðum erfiðir við að eiga ef við höldum svona áfram.“vísir
Olís-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Fleiri fréttir Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sjá meira