Irina sjötti íslenski keppandinn á ÓL í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2016 09:19 Irina Sazonova fagnar árangri sínum með Vladimir Antonov þjálfara og Berglindi Pétursdóttur sjúkraþjálfara. Mynd/Fimleikasamband Íslands Irina Sazonova skrifaði í nótt nýjan kafla í sögu íslenskra fimleika þegar hún varð fyrsta íslenskan konan til að öðlast þátttökurétt á Ólympíuleikum. Irina Sazonova tryggði sér sætið á Ólympíuleikunum í Ríó með góðri frammistöðu sinni í undankeppninni sem fór einnig fram í Ríó. Irina var í fjórða keppnishóp sem var sá síðasti í keppninni í nótt. Í hennar hóp voru stúlkur frá Kanada, Jamaíka, Slóveníu og Írlandi. Irina fékk 52.931 stig og hafnaði í 38. til 39. sæti ásamt Toni-Ann Williams frá Jamaíku. Það skilaði henni farseðlinum á Ólympíuleikana í ágúst. Irina Sazonova fékk hæstu einkunnina fyrir stökk (13.866) en þá næsthæstu fyrir æfingar á tvíslá (13.533). Hún fékk síðan 12.866 fyrir æfingar á jafnvægisslá og 12.666 fyrir gólfæfingar. Hér má sjá formlegan lista yfir þær sem hafa tryggt sér sæti á ÓL í Ríó. Irina Sazonova hefur verið á Íslandi í þrjú ár en hún keppti áður fyrir Rússa. Hún varð á dögunum Íslandsmeistari í fjölþraut í fyrsta sinn og vann líka allt í boði með Ármanni á þessu tímabili. Hún verður eins og áður sagði fyrsta íslenska konan til þess að keppa á Ólympíuleikum og hún er einnig fyrsti íslenski fimleikmaðurinn til að keppa á leikunum síðan 2004. Rúnar Alexandersson keppti á þremur Ólympíuleikum, í Atlanta 1996, í Sydney 2000 og í Aþenu 2004. Nú hafa sex íþróttamenn tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó en það eru frjálsíþróttakonurnar Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir og sundólkið Anton Sveinn McKee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Irina Sazonova skrifaði í nótt nýjan kafla í sögu íslenskra fimleika þegar hún varð fyrsta íslenskan konan til að öðlast þátttökurétt á Ólympíuleikum. Irina Sazonova tryggði sér sætið á Ólympíuleikunum í Ríó með góðri frammistöðu sinni í undankeppninni sem fór einnig fram í Ríó. Irina var í fjórða keppnishóp sem var sá síðasti í keppninni í nótt. Í hennar hóp voru stúlkur frá Kanada, Jamaíka, Slóveníu og Írlandi. Irina fékk 52.931 stig og hafnaði í 38. til 39. sæti ásamt Toni-Ann Williams frá Jamaíku. Það skilaði henni farseðlinum á Ólympíuleikana í ágúst. Irina Sazonova fékk hæstu einkunnina fyrir stökk (13.866) en þá næsthæstu fyrir æfingar á tvíslá (13.533). Hún fékk síðan 12.866 fyrir æfingar á jafnvægisslá og 12.666 fyrir gólfæfingar. Hér má sjá formlegan lista yfir þær sem hafa tryggt sér sæti á ÓL í Ríó. Irina Sazonova hefur verið á Íslandi í þrjú ár en hún keppti áður fyrir Rússa. Hún varð á dögunum Íslandsmeistari í fjölþraut í fyrsta sinn og vann líka allt í boði með Ármanni á þessu tímabili. Hún verður eins og áður sagði fyrsta íslenska konan til þess að keppa á Ólympíuleikum og hún er einnig fyrsti íslenski fimleikmaðurinn til að keppa á leikunum síðan 2004. Rúnar Alexandersson keppti á þremur Ólympíuleikum, í Atlanta 1996, í Sydney 2000 og í Aþenu 2004. Nú hafa sex íþróttamenn tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó en það eru frjálsíþróttakonurnar Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir og sundólkið Anton Sveinn McKee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira