Trump vísaði til 9/11 sem 7/11 Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. apríl 2016 10:01 Trump mismælti sig í gær. Vísir Donald Trump mismælti sig allsvakalega í framboðsræðu í Buffalo-borg í New York fylki í gærkvöldi þegar hann nefndi vinsæla verslunarkeðju í staðinn fyrir daginn 11. september 2001, daginn sem minnst er fyrir hryðjuverkaárás Al-Qaeda á tvíburaturnana í New York. Trump er sem kunnugt er einn frambjóðenda Repúblikanaflokksins til forseta Bandaríkjanna og nýtur hann víðtæks stuðnings. Mismælin eru örlítið skiljanlegri á ensku heldur en á okkar ylhýra enda ber verslunarkeðjan heitið 7/11 en dagur hryðjuverkaárásanna í daglegu tali kallaður 9/11. Trump var í ræðu sinni að mæra New York búa og seiglu þeirra. „Ég skrifaði þetta niður og þetta er mjög nærri hjarta mínu,“ sagði hann. „Af því að ég var þarna, og horfði á lögreglumennina okkar og slökkviliðsmennina okkar þann sjöunda ellefta, við World Trade Center, stuttu eftir að byggingin hrundi og ég sá magnaðasta fólk sem ég hef séð að störfum.“ Forsetaframbjóðandinn leiðrétti ekki mál sitt. Hann kemur frá New York og er því spáð að hann vinni stórsigur í forkosningum í fylkinu en þær fara fram í dag. Því er jafnvel spáð að hann vinni næstum 50 prósent sigur og það myndi merkja að hann fengi alla 95 fulltrúa fylkisins. Donald Trump Tengdar fréttir Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Trump: Sakar forystu repúblíkanaflokksins um samsæri gegn sér Washington Post spáir því að enginn frambjóðandi nái kjörmanna meirihluta og í forkosningu repúblíkana og að Ted Cruz muni þá sigra í kosningu flokksins í júlí. 13. apríl 2016 15:11 Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Donald Trump mismælti sig allsvakalega í framboðsræðu í Buffalo-borg í New York fylki í gærkvöldi þegar hann nefndi vinsæla verslunarkeðju í staðinn fyrir daginn 11. september 2001, daginn sem minnst er fyrir hryðjuverkaárás Al-Qaeda á tvíburaturnana í New York. Trump er sem kunnugt er einn frambjóðenda Repúblikanaflokksins til forseta Bandaríkjanna og nýtur hann víðtæks stuðnings. Mismælin eru örlítið skiljanlegri á ensku heldur en á okkar ylhýra enda ber verslunarkeðjan heitið 7/11 en dagur hryðjuverkaárásanna í daglegu tali kallaður 9/11. Trump var í ræðu sinni að mæra New York búa og seiglu þeirra. „Ég skrifaði þetta niður og þetta er mjög nærri hjarta mínu,“ sagði hann. „Af því að ég var þarna, og horfði á lögreglumennina okkar og slökkviliðsmennina okkar þann sjöunda ellefta, við World Trade Center, stuttu eftir að byggingin hrundi og ég sá magnaðasta fólk sem ég hef séð að störfum.“ Forsetaframbjóðandinn leiðrétti ekki mál sitt. Hann kemur frá New York og er því spáð að hann vinni stórsigur í forkosningum í fylkinu en þær fara fram í dag. Því er jafnvel spáð að hann vinni næstum 50 prósent sigur og það myndi merkja að hann fengi alla 95 fulltrúa fylkisins.
Donald Trump Tengdar fréttir Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Trump: Sakar forystu repúblíkanaflokksins um samsæri gegn sér Washington Post spáir því að enginn frambjóðandi nái kjörmanna meirihluta og í forkosningu repúblíkana og að Ted Cruz muni þá sigra í kosningu flokksins í júlí. 13. apríl 2016 15:11 Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00
Trump: Sakar forystu repúblíkanaflokksins um samsæri gegn sér Washington Post spáir því að enginn frambjóðandi nái kjörmanna meirihluta og í forkosningu repúblíkana og að Ted Cruz muni þá sigra í kosningu flokksins í júlí. 13. apríl 2016 15:11
Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00