Körfubolti

Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Hann hefur ekki séð svona hluti 100 sinnum þannig þetta er ekkert nýtt,“ sagði bálreiður Hermann Hauksson, sérfræðingur í Dominos-Körfuboltakvöldi, um slæm mistök Rögnvaldar Hreiðarssonar, dómara, í oddaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í gærkvöldi.

Njarðvík komst áfram eftir sigur, 79-75, í frábærum oddaleik í Ásgarði í gærkvöldi en allir leikirnir í þessari mögnuðu fimm leikja seríu unnust á útivelli.

Þegar ríflega 40 sekúndur voru eftir af leiknum minnkaði Al'lonzo Coleman, miðherji Stjörnunnar, metin í 77-75 og var svo hársbreidd frá því að stela boltanum af Njarðvíkingum þegar þeir tóku boltann aftur inn.

Hann olli það miklum usla að Haukur Helgi Pálson „bjargaði“ boltanum við hliðarlínuna en lagðist mjög augljóslega á línuna með boltann og þar með átti Stjarnan að fá hann með tækifæri til að jafna leikinn.

„Þetta er óafsakanlegt. Þetta er fáránlega lélegur dómur,“ sagði Hermann og Kristinn Friðriksson tók undir orð hans: „Þetta var ekki dómur. Hann dæmdi ekki. Hann þarf að skipta um gleraugu,“ sagði Kristinn.

Alla umræðuna og atvikið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Níundi oddaleikur Justins Shouse á Íslandi

Stjarnan tekur á móti Njarðvík í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Domino's-deildar karla í körfubolta en KR, Tindastóll og Haukar eru þegar komin áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×