Stokkbólginn Logi tekur verkjalyf fyrir leiki: „Reyni að hjálpa eins og ég get“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. apríl 2016 11:00 Logi Gunnarsson átti stórleik fyrir Njarðvík þegar Ljónin komumst áfram eftir sigur í oddaleik gegn Stjörnunni í Ásgarði, 79-75, í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Logi, sem handarbrotnaði fyrir þremur vikum, er með plötu og skrúfur í skothöndinni hægra megin og spilaði stokkbólginn. Hann skoraði ellefu stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar en það var varnarleikur hans á Justin Shouse vakti mesta athygli. „Ég tek mikið af verkjalyfjum fyrir leikina sem deyfir aðeins sársaukann en mér fannst stundum erfitt að grípa fasta bolta. Skotið mitt er heldur ekki alveg eins og ég vil hafa það, en ég get spilað vörn. Maður reynir að hjálpa eins og maður getur,“ sagði Logi í settinu hjá Dominos-Körfuboltakvöldi eftir leikinn. „Ég gerði þetta í samráði við frábæran lækni sem setti plötu og skrúfur í höndina á mér. Illugi Fanndal heitir hann. Hann sagði við mig að menn væru að byrja aftur fimm vikum eftir aðgerð en ég byrjaði eftir þrjár. Það er bara hann greinilega sem er einhver meistari. Hann gaf mér grænt ljós þannig ég ákvað að láta á reyna.“ Hermann Hauksson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, vildi vita hvernig Logi kæmi inn í þessa leiki vitandi að hann gæti ekki beitt sér að fullu, en þegar Logi er alveg heill er hann einn af lang bestu leikmönnum landsins. „Ég verð 35 ára á þessu ári þannig ég hef ekki sömu orku og alltaf. Þá reynir maður að vera svolítið klár og pælir í hvenær maður á að pressa Justin og hvenær maður á að stoppa,“ sagði Logi. „Teitur var kenna mér að stoppa og anda bara þegar boltinn var stopp en ekki vera alltaf á fleygiferð. Þannig sparaði ég orkuna svolítið.“ „Ég verð að segja að ég hef spilað í ellefu ár í atvinnumennsku á móti mörgum góðum liðum en ég hef aldrei mætt strák eins og Justin sem gefst aldrei upp. Ég verð bara að gefa honum hrós. Það er ekki á hverjum degi sem maður hittir svona keppnismenn,“ sagði Logi Gunnarsson. Allt viðtalið og brot úr leiknum þar sem Logi fer yfir það sem er að gerast með strákunum í Körfuboltakvöldi má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30 Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Höttur - Valur | Lið sem vilja svara fyrir sig Í beinni: KR - Njarðvík | Halda gestirnir fluginu áfram? Í beinni: ÍR - Keflavík | Fyrsti leikur eftir brottrekstur Í beinni: Haukar - Álftanes | Heimamenn í leit að fyrsta sigri Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Sjá meira
Logi Gunnarsson átti stórleik fyrir Njarðvík þegar Ljónin komumst áfram eftir sigur í oddaleik gegn Stjörnunni í Ásgarði, 79-75, í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Logi, sem handarbrotnaði fyrir þremur vikum, er með plötu og skrúfur í skothöndinni hægra megin og spilaði stokkbólginn. Hann skoraði ellefu stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar en það var varnarleikur hans á Justin Shouse vakti mesta athygli. „Ég tek mikið af verkjalyfjum fyrir leikina sem deyfir aðeins sársaukann en mér fannst stundum erfitt að grípa fasta bolta. Skotið mitt er heldur ekki alveg eins og ég vil hafa það, en ég get spilað vörn. Maður reynir að hjálpa eins og maður getur,“ sagði Logi í settinu hjá Dominos-Körfuboltakvöldi eftir leikinn. „Ég gerði þetta í samráði við frábæran lækni sem setti plötu og skrúfur í höndina á mér. Illugi Fanndal heitir hann. Hann sagði við mig að menn væru að byrja aftur fimm vikum eftir aðgerð en ég byrjaði eftir þrjár. Það er bara hann greinilega sem er einhver meistari. Hann gaf mér grænt ljós þannig ég ákvað að láta á reyna.“ Hermann Hauksson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, vildi vita hvernig Logi kæmi inn í þessa leiki vitandi að hann gæti ekki beitt sér að fullu, en þegar Logi er alveg heill er hann einn af lang bestu leikmönnum landsins. „Ég verð 35 ára á þessu ári þannig ég hef ekki sömu orku og alltaf. Þá reynir maður að vera svolítið klár og pælir í hvenær maður á að pressa Justin og hvenær maður á að stoppa,“ sagði Logi. „Teitur var kenna mér að stoppa og anda bara þegar boltinn var stopp en ekki vera alltaf á fleygiferð. Þannig sparaði ég orkuna svolítið.“ „Ég verð að segja að ég hef spilað í ellefu ár í atvinnumennsku á móti mörgum góðum liðum en ég hef aldrei mætt strák eins og Justin sem gefst aldrei upp. Ég verð bara að gefa honum hrós. Það er ekki á hverjum degi sem maður hittir svona keppnismenn,“ sagði Logi Gunnarsson. Allt viðtalið og brot úr leiknum þar sem Logi fer yfir það sem er að gerast með strákunum í Körfuboltakvöldi má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30 Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Höttur - Valur | Lið sem vilja svara fyrir sig Í beinni: KR - Njarðvík | Halda gestirnir fluginu áfram? Í beinni: ÍR - Keflavík | Fyrsti leikur eftir brottrekstur Í beinni: Haukar - Álftanes | Heimamenn í leit að fyrsta sigri Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Sjá meira
Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30