Stokkbólginn Logi tekur verkjalyf fyrir leiki: „Reyni að hjálpa eins og ég get“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. apríl 2016 11:00 Logi Gunnarsson átti stórleik fyrir Njarðvík þegar Ljónin komumst áfram eftir sigur í oddaleik gegn Stjörnunni í Ásgarði, 79-75, í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Logi, sem handarbrotnaði fyrir þremur vikum, er með plötu og skrúfur í skothöndinni hægra megin og spilaði stokkbólginn. Hann skoraði ellefu stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar en það var varnarleikur hans á Justin Shouse vakti mesta athygli. „Ég tek mikið af verkjalyfjum fyrir leikina sem deyfir aðeins sársaukann en mér fannst stundum erfitt að grípa fasta bolta. Skotið mitt er heldur ekki alveg eins og ég vil hafa það, en ég get spilað vörn. Maður reynir að hjálpa eins og maður getur,“ sagði Logi í settinu hjá Dominos-Körfuboltakvöldi eftir leikinn. „Ég gerði þetta í samráði við frábæran lækni sem setti plötu og skrúfur í höndina á mér. Illugi Fanndal heitir hann. Hann sagði við mig að menn væru að byrja aftur fimm vikum eftir aðgerð en ég byrjaði eftir þrjár. Það er bara hann greinilega sem er einhver meistari. Hann gaf mér grænt ljós þannig ég ákvað að láta á reyna.“ Hermann Hauksson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, vildi vita hvernig Logi kæmi inn í þessa leiki vitandi að hann gæti ekki beitt sér að fullu, en þegar Logi er alveg heill er hann einn af lang bestu leikmönnum landsins. „Ég verð 35 ára á þessu ári þannig ég hef ekki sömu orku og alltaf. Þá reynir maður að vera svolítið klár og pælir í hvenær maður á að pressa Justin og hvenær maður á að stoppa,“ sagði Logi. „Teitur var kenna mér að stoppa og anda bara þegar boltinn var stopp en ekki vera alltaf á fleygiferð. Þannig sparaði ég orkuna svolítið.“ „Ég verð að segja að ég hef spilað í ellefu ár í atvinnumennsku á móti mörgum góðum liðum en ég hef aldrei mætt strák eins og Justin sem gefst aldrei upp. Ég verð bara að gefa honum hrós. Það er ekki á hverjum degi sem maður hittir svona keppnismenn,“ sagði Logi Gunnarsson. Allt viðtalið og brot úr leiknum þar sem Logi fer yfir það sem er að gerast með strákunum í Körfuboltakvöldi má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30 Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Logi Gunnarsson átti stórleik fyrir Njarðvík þegar Ljónin komumst áfram eftir sigur í oddaleik gegn Stjörnunni í Ásgarði, 79-75, í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Logi, sem handarbrotnaði fyrir þremur vikum, er með plötu og skrúfur í skothöndinni hægra megin og spilaði stokkbólginn. Hann skoraði ellefu stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar en það var varnarleikur hans á Justin Shouse vakti mesta athygli. „Ég tek mikið af verkjalyfjum fyrir leikina sem deyfir aðeins sársaukann en mér fannst stundum erfitt að grípa fasta bolta. Skotið mitt er heldur ekki alveg eins og ég vil hafa það, en ég get spilað vörn. Maður reynir að hjálpa eins og maður getur,“ sagði Logi í settinu hjá Dominos-Körfuboltakvöldi eftir leikinn. „Ég gerði þetta í samráði við frábæran lækni sem setti plötu og skrúfur í höndina á mér. Illugi Fanndal heitir hann. Hann sagði við mig að menn væru að byrja aftur fimm vikum eftir aðgerð en ég byrjaði eftir þrjár. Það er bara hann greinilega sem er einhver meistari. Hann gaf mér grænt ljós þannig ég ákvað að láta á reyna.“ Hermann Hauksson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, vildi vita hvernig Logi kæmi inn í þessa leiki vitandi að hann gæti ekki beitt sér að fullu, en þegar Logi er alveg heill er hann einn af lang bestu leikmönnum landsins. „Ég verð 35 ára á þessu ári þannig ég hef ekki sömu orku og alltaf. Þá reynir maður að vera svolítið klár og pælir í hvenær maður á að pressa Justin og hvenær maður á að stoppa,“ sagði Logi. „Teitur var kenna mér að stoppa og anda bara þegar boltinn var stopp en ekki vera alltaf á fleygiferð. Þannig sparaði ég orkuna svolítið.“ „Ég verð að segja að ég hef spilað í ellefu ár í atvinnumennsku á móti mörgum góðum liðum en ég hef aldrei mætt strák eins og Justin sem gefst aldrei upp. Ég verð bara að gefa honum hrós. Það er ekki á hverjum degi sem maður hittir svona keppnismenn,“ sagði Logi Gunnarsson. Allt viðtalið og brot úr leiknum þar sem Logi fer yfir það sem er að gerast með strákunum í Körfuboltakvöldi má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30 Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30