Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Tindastóll 73-61 | Haukar vörðu heimavöllinn Tómas Þór Þórðarson á Ásvöllum skrifar 3. apríl 2016 21:30 vísir/ernir Haukar eru komnir í 1-0 í einvígi sínu gegn Tindastóli í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta eftir frábæran sigur á heimavelli sínum í kvöld, 73-61.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Ásvöllum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Tindastóll var betra liðið í fyrri hálfleik en í þeim síðari tóku Haukar öll völd og spiluðu hreint ótrúlegan varnarleik sem skilaði þeim sigrinum. Leikurinn byrjaði af miklum krafti og lítið sem skildi liðin að. Haukarnir skoruðu fyrstu fjórar körfur sínar með því að keyra að körfu Stólanna en leiðin var ansi greiðfær inn í teiginn til að byrja með. Þegar Stólarnir lokuðu fyrir það tóku þeir smám saman forskotið enda Haukarnir ekkert að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna. Þetta gríðarlega mikla skotlið hitti aðeins úr tveimur af fjórtán þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik og sum skotin voru aldrei líkleg til að fara ofan í. Stólarnir voru fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 19-14, en í öðrum leikhluta náðu þeir mest sjö stiga forskoti, 30-23. Munaði mikið um innkomu Isiah Gurley sem skoraði sjö stig og tók þrjú fráköst á tiltölulega skömmum tíma. Auðvitað ekkert grín fyrir lið að ráða við þessa Kanahersveit Skagfirðinga. Lykillinn að forskoti Stólanna var líka bara gamla góða baráttan, sérstaklega undir körfunni í sóknarleiknum. Þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik voru Stólarnir búnir að taka níu sóknarfráköst á móti einu Hauka og í heildina var frákastabaráttan á þeim tíma 20-11 fyrir gestina. Heimamenn sneru þessu heldur betur við og tóku sjö sóknarfráköst í röð. Haukur Óskarsson fann loksins fjöl sína og skoraði tvær þriggja stiga körfur en sóknarleikur Hauka í fyrri hálfleik ekki alveg eins og þeir hefðu viljað hafa hann. Staðan eftir 20 mínútur var 32-28 fyrir Tindastól en Haukar gerðu vel í að missa gestina ekki of langt frá sér fyrir lok fyrri hálfleiks. Stólarnir voru með naumt forskot framan af þriðja leikhluta en þegar rétt tæpar fimm mínútur voru eftir af honum sneru Haukarnir dæminu sér í vil. Eftir að Helgi Rafn Viggósson kom gestunum í 40-37 settu Haukar í lás í vörninni. Tindastóll gat ekki keypt sér körfu gegn frábærri vörn Hauka og heimamenn gengu á lagið. Góður varnarleikur kveikir vanalega í sókninni og sú var raunin. Tindastóll spilaði ekkert slakan varnarleik en Haukarnir tóku samt á 10-0 sprett, komust í 47-40 og voru sex stigum yfir fyrir fjórða leikhlutann, 49-43. Þriðja leikhlutann unnu heimamenn með tíu stigum, 21-11. Lykillinn að þessum spretti Hauka var að þeir náðu að loka á sterkustu spilara Stólanna en hvorki, Darrel Lewis, Dempsey né Gurley voru komnir í tveggja stafa tölu eftir 30 mínútur. Eini maðurinn með lífsmarki í sóknarleiknum var Helgi Rafn Viggósson en hann er nú ekki vanalega sá sem Skagfirðingar treysta á í sókninni. Hjálmar Stefánsson skoraði þriggja stiga körfu sem kom Haukum í tólf stiga forskot, 48-36, í fjórða leikhluta og ætlaði þakið þá af kofanum. Stólarnir voru í algjöru rugli en eitt leikhlé frá Costa kom varnarleiknum aftur í lag. Stólarnir reyndu að kveikja í skagfirsku sveiflunni og stemningunni með fulla stúku af stuðningsmönnum á bakvið sig en allt kom fyrir ekki. Þeir náðu mest að minnka muninn í fjögur stig, 63-59, en Haukarnir voru sleipari á svellinu undir lokin og innbyrtu frábæran sigur. Tindastóll minnkaði muninn úr 63-50 í 63-59 með þremur þriggja stiga sóknum í röð og hafa nú mörg lið lagst undir Stólana þrátt fyrir að vera með forystuna þegar þeir komast í þennan gír. Haukarnir sýndu mikinn kraft og karakter að standa öll áhlaup af sér undir lokin og landa sigrinum, 73-61. Brandon Mobley og Haukur Óskarsson voru stigahæstir Hauka í kvöld með 17 og 14 stig en það var varnarleikurinn sem skilaði þessum sigri Hafnfirðinganna frá A-Ö. Sigurinn og frammistaðan eru skýr skilaboð í Skagafjörðinn um að Haukarnir ætla sér að taka næsta skref með þetta lið og komast í úrslitin. Þrátt fyrir að leikur Haukanna hafi ekki verið að ganga í fyrri hálfleik höfðu þeir trú á skotunum og sínum leik sem skilaði sér á endanum. Leikmenn Tindastóls þurfa aftur á móti að líta rækilega í eigin barm. Svona vel mannað lið á ekki að skora bara 61 stig í heilum körfuboltaleik. Hvorki Dempsey, Gurley né Darrel komust yfir 10 stigin í kvöld. Helgi Rafn og Pétur Rúnar geta gengið stoltir frá sínu og í heildina var varnarleikurinn fínn en í sókninni verða Stólarnir að gera miklu betur. Næsti leikur liðanna fer fram í Síkinu á Sauðárkróki á miðvikudagskvöldið.Tölfræði leiks:Haukar-Tindastóll 73-61 (14-19, 14-13, 21-11, 24-18)Haukar: Brandon Mobley 17/7 fráköst/4 varin skot, Haukur Óskarsson 14/6 fráköst, Kári Jónsson 13/4 fráköst/6 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 11/4 fráköst, Emil Barja 8/7 fráköst, Finnur Atli Magnússon 6/11 fráköst, Kristinn Marinósson 4, Jón Ólafur Magnússon 0, Ívar Barja 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Kristinn Jónasson 0, Guðni Heiðar Valentínusson 0.Tindastóll: Helgi Rafn Viggósson 18/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 12/6 fráköst/8 stoðsendingar, Myron Dempsey 8/6 fráköst, Anthony Isaiah Gurley 7, Darrel Keith Lewis 7/5 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 5, Svavar Atli Birgisson 2, Ingvi Rafn Ingvarsson 2, Sigurður Páll Stefánsson 0, Hannes Ingi Másson 0, Helgi Freyr Margeirsson 0, Pálmi Þórsson 0.Bein lýsing: Haukar - TindastóllÍvar: Við stjórnuðum leiknum allan tímann Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega kátur með sína menn eftir sigurinn í kvöld og þá sérstaklega varnarleikinn. "Mér fannst varnarleikurinn vera jafn allan leikinn en munurinn á fyrri og seinni hálfleik var að við vorum ekki að hitta neitt í fyrri hálfleik. Við fengum fullt af opnum skotum en ekkert fór ofan í," sagði Ívar við Vísi eftir leik. "Tindastóll fékk ekkert frítt í þessum leik og þeir sóttu að körfunni var komin hjálparvörn. Stóru mennirnir okkar voru stórkostlegir og varnarleikurinn í heildina til algjörar fyrirmyndar. Við töluðum um það, að um leið og við færum að hitta myndum við sigla fram úr þeim." Haukarnir hittu aðeins úr tveimur af fjórtán þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik en þeir höfðu trú á skotunum sme fóru að detta í þeim síðari. "Við erum með skotmenn. Haukur tók svakalega stórt skot þegar þeir voru að sækja á okkur. Þrátt fyrir að vera búinn að klúðra þremur á undan þorir hann í þetta skot og gengur eiginlega frá leiknum. Það var gríðarlega mikilvæg karfa," sagði Ívar. "Við stjórnuðum leiknum allan tímann. Þó við værum undir fannst mér við stýra leiknum. Við vorum bara ekki að hitta." Flestir hafa spáð Tindastóli sigri í rimmunni en var sigurinn í kvöld skilaboð um að Haukarnir ætli sér í úrslitin? "Við vitum alveg hvað við erum með gott lið. Við unnum Þór Þorlákshöfn sem er með virkilega gott lið en aldrei vorum við með fullmannað lið. Við spilum án Kana en vinnum samt," sagði Ívar. "Við fáum ekki mikið hrós. Það töluðu allir um að Þórsarar væru ekki að spila upp á sitt besta en það sýndi sig í dag að varnarleikurinn okkar er góður. Ef við höldum áfram að spila þessa vörn þurfa hin liðin að hafa áhyggjur af okkur," sagði Ívar Ásgrímsson.Joe Costa: Bestu leikmennirnir gerðu ekkert í dag "Þetta er ekkert ánægjuefni," sagði draugfúll Joe Costa, þjálfari Tindastóls, eftir tapið í kvöld þegar blaðamaður spurði hann út í framlag helstu skorara liðsins. "Leikmennirnir sem vanalega skora fyrir okkur gerðu ekkert í dag og þá er erfitt að vinna. Okkur gekk ekkert í teignum og við hittum ekkert fyrir utan. Það er erfitt að skora á lið eins og Hauka ef þú ætlar að gera það alltaf eftir kerfi því Haukar eru með góða vörn." Costa var sáttur við varnarleikinn í heildina en hann þarf að fá meira frá sínum aðalmönnum fyrir leik tvö á miðvikudagskvöldið í Síkinu. "Þar sem við gátum lítið undir körfunni fengu Haukarnir meira sjálfstraust og fóru að pressa á skotmennina okkar. Darrel var að klúðra skotum sem hann vanalega setur niður. Hann skoraði bara sjö stig í dag og ég veit ekki einu sinni hversu mörg skot hann tók," sagði Costa. "Þegar við höldum hinu liðinu í 73 stigum eigum við alltaf að geta unnið leikinn en í dag klúðruðum við öllum skotum. Þá er ekki hægt að vinna. " "Þegar við förum heim í næsta leik skorum við vonandi úr þessum skotum sem við erum vanir að setja niður. Þá mun ganga betur," sagði Joe Costa.Haukur: Okkur er skítsama hvað er sagt um okkur "Við erum með mjög gott skotlið. Ef við fáum opin skot þá verðum við að skjóta," sagði Haukur Óskarsson, leikmaður Hauka, sigurreifur við Vísi eftir leikinn í kvöld. Haukur skaut og skaut eins og aðrir Haukar í fyrri hálfleik en hitti sama og ekkert. Hann bætti sig heldur betur í seinni hálfleik eins og allt liðið. "Þetta er leikur í úrslitakeppni og varnarleikurinn góður. Það er mikið undir þannig þá er ekkert jafn mikið að fara ofan í og til dæmis í deildarkeppninni. Nýtingin verður aldrei jafn góð þannig við verðum bara að halda áfram," sagði Haukur, en í kvöld var það vörnin sem skilaði sigrinum. Bestu leikmenn Tindatóls komut ekki yfir 10 stig en stigahæstur var Helgi Rafn Viggósson með 18. "Við erum með virkilega gott varnarlið og þegar við spilum svona vörn þá getum við stoppað þá alla. Helgi er topp leikmaður en það verður einhver að skora fyrir þá," sagði Haukur. "Við leggjum auðvitað mikla áherslu á að stöðva útlendingana þeirra og svona þannig Helgi fékk kannski aðeins meira pláss en hann hefði átt að fá. En það verður einhver að skora eins og ég segi." Haukur kallar eftir meiri virðingu þegar talað er um Haukaliðið sem hefur aðeins tapað einum leik síðustu mánuði. "Þegar við vorum að spila á móti Þór var verið að kvarta yfir útlendingnum okkar og eitthvað svoleiðis en það er aldrei sagt bara að Haukar voru betra liðið," sagði Haukur. "Okkur er skítsama svo lengi sem við vinnum. Við erum búnir að vinna tólf af síðustu þrettán leikjum þannig okkur er alveg sama hvað er sagt um okkur á meðan við höldum áfram að vinna leiki," sagði Haukur Óskarsson.Tweets by @Visirkarfa3 Kári Jónsson skorar fyrir Haukaliðið í kvöld.Vísir/Ernirvísir/ernirJoe Costa, þjálfari Tindastóls.Vísir/ErnirÍvar Ásgrímsson, þjálfari Hauka.Vísir/ErnirHaukur Óskarsson, leikmaður Hauka.Vísir/Ernir Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Haukar eru komnir í 1-0 í einvígi sínu gegn Tindastóli í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta eftir frábæran sigur á heimavelli sínum í kvöld, 73-61.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Ásvöllum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Tindastóll var betra liðið í fyrri hálfleik en í þeim síðari tóku Haukar öll völd og spiluðu hreint ótrúlegan varnarleik sem skilaði þeim sigrinum. Leikurinn byrjaði af miklum krafti og lítið sem skildi liðin að. Haukarnir skoruðu fyrstu fjórar körfur sínar með því að keyra að körfu Stólanna en leiðin var ansi greiðfær inn í teiginn til að byrja með. Þegar Stólarnir lokuðu fyrir það tóku þeir smám saman forskotið enda Haukarnir ekkert að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna. Þetta gríðarlega mikla skotlið hitti aðeins úr tveimur af fjórtán þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik og sum skotin voru aldrei líkleg til að fara ofan í. Stólarnir voru fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 19-14, en í öðrum leikhluta náðu þeir mest sjö stiga forskoti, 30-23. Munaði mikið um innkomu Isiah Gurley sem skoraði sjö stig og tók þrjú fráköst á tiltölulega skömmum tíma. Auðvitað ekkert grín fyrir lið að ráða við þessa Kanahersveit Skagfirðinga. Lykillinn að forskoti Stólanna var líka bara gamla góða baráttan, sérstaklega undir körfunni í sóknarleiknum. Þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik voru Stólarnir búnir að taka níu sóknarfráköst á móti einu Hauka og í heildina var frákastabaráttan á þeim tíma 20-11 fyrir gestina. Heimamenn sneru þessu heldur betur við og tóku sjö sóknarfráköst í röð. Haukur Óskarsson fann loksins fjöl sína og skoraði tvær þriggja stiga körfur en sóknarleikur Hauka í fyrri hálfleik ekki alveg eins og þeir hefðu viljað hafa hann. Staðan eftir 20 mínútur var 32-28 fyrir Tindastól en Haukar gerðu vel í að missa gestina ekki of langt frá sér fyrir lok fyrri hálfleiks. Stólarnir voru með naumt forskot framan af þriðja leikhluta en þegar rétt tæpar fimm mínútur voru eftir af honum sneru Haukarnir dæminu sér í vil. Eftir að Helgi Rafn Viggósson kom gestunum í 40-37 settu Haukar í lás í vörninni. Tindastóll gat ekki keypt sér körfu gegn frábærri vörn Hauka og heimamenn gengu á lagið. Góður varnarleikur kveikir vanalega í sókninni og sú var raunin. Tindastóll spilaði ekkert slakan varnarleik en Haukarnir tóku samt á 10-0 sprett, komust í 47-40 og voru sex stigum yfir fyrir fjórða leikhlutann, 49-43. Þriðja leikhlutann unnu heimamenn með tíu stigum, 21-11. Lykillinn að þessum spretti Hauka var að þeir náðu að loka á sterkustu spilara Stólanna en hvorki, Darrel Lewis, Dempsey né Gurley voru komnir í tveggja stafa tölu eftir 30 mínútur. Eini maðurinn með lífsmarki í sóknarleiknum var Helgi Rafn Viggósson en hann er nú ekki vanalega sá sem Skagfirðingar treysta á í sókninni. Hjálmar Stefánsson skoraði þriggja stiga körfu sem kom Haukum í tólf stiga forskot, 48-36, í fjórða leikhluta og ætlaði þakið þá af kofanum. Stólarnir voru í algjöru rugli en eitt leikhlé frá Costa kom varnarleiknum aftur í lag. Stólarnir reyndu að kveikja í skagfirsku sveiflunni og stemningunni með fulla stúku af stuðningsmönnum á bakvið sig en allt kom fyrir ekki. Þeir náðu mest að minnka muninn í fjögur stig, 63-59, en Haukarnir voru sleipari á svellinu undir lokin og innbyrtu frábæran sigur. Tindastóll minnkaði muninn úr 63-50 í 63-59 með þremur þriggja stiga sóknum í röð og hafa nú mörg lið lagst undir Stólana þrátt fyrir að vera með forystuna þegar þeir komast í þennan gír. Haukarnir sýndu mikinn kraft og karakter að standa öll áhlaup af sér undir lokin og landa sigrinum, 73-61. Brandon Mobley og Haukur Óskarsson voru stigahæstir Hauka í kvöld með 17 og 14 stig en það var varnarleikurinn sem skilaði þessum sigri Hafnfirðinganna frá A-Ö. Sigurinn og frammistaðan eru skýr skilaboð í Skagafjörðinn um að Haukarnir ætla sér að taka næsta skref með þetta lið og komast í úrslitin. Þrátt fyrir að leikur Haukanna hafi ekki verið að ganga í fyrri hálfleik höfðu þeir trú á skotunum og sínum leik sem skilaði sér á endanum. Leikmenn Tindastóls þurfa aftur á móti að líta rækilega í eigin barm. Svona vel mannað lið á ekki að skora bara 61 stig í heilum körfuboltaleik. Hvorki Dempsey, Gurley né Darrel komust yfir 10 stigin í kvöld. Helgi Rafn og Pétur Rúnar geta gengið stoltir frá sínu og í heildina var varnarleikurinn fínn en í sókninni verða Stólarnir að gera miklu betur. Næsti leikur liðanna fer fram í Síkinu á Sauðárkróki á miðvikudagskvöldið.Tölfræði leiks:Haukar-Tindastóll 73-61 (14-19, 14-13, 21-11, 24-18)Haukar: Brandon Mobley 17/7 fráköst/4 varin skot, Haukur Óskarsson 14/6 fráköst, Kári Jónsson 13/4 fráköst/6 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 11/4 fráköst, Emil Barja 8/7 fráköst, Finnur Atli Magnússon 6/11 fráköst, Kristinn Marinósson 4, Jón Ólafur Magnússon 0, Ívar Barja 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Kristinn Jónasson 0, Guðni Heiðar Valentínusson 0.Tindastóll: Helgi Rafn Viggósson 18/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 12/6 fráköst/8 stoðsendingar, Myron Dempsey 8/6 fráköst, Anthony Isaiah Gurley 7, Darrel Keith Lewis 7/5 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 5, Svavar Atli Birgisson 2, Ingvi Rafn Ingvarsson 2, Sigurður Páll Stefánsson 0, Hannes Ingi Másson 0, Helgi Freyr Margeirsson 0, Pálmi Þórsson 0.Bein lýsing: Haukar - TindastóllÍvar: Við stjórnuðum leiknum allan tímann Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega kátur með sína menn eftir sigurinn í kvöld og þá sérstaklega varnarleikinn. "Mér fannst varnarleikurinn vera jafn allan leikinn en munurinn á fyrri og seinni hálfleik var að við vorum ekki að hitta neitt í fyrri hálfleik. Við fengum fullt af opnum skotum en ekkert fór ofan í," sagði Ívar við Vísi eftir leik. "Tindastóll fékk ekkert frítt í þessum leik og þeir sóttu að körfunni var komin hjálparvörn. Stóru mennirnir okkar voru stórkostlegir og varnarleikurinn í heildina til algjörar fyrirmyndar. Við töluðum um það, að um leið og við færum að hitta myndum við sigla fram úr þeim." Haukarnir hittu aðeins úr tveimur af fjórtán þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik en þeir höfðu trú á skotunum sme fóru að detta í þeim síðari. "Við erum með skotmenn. Haukur tók svakalega stórt skot þegar þeir voru að sækja á okkur. Þrátt fyrir að vera búinn að klúðra þremur á undan þorir hann í þetta skot og gengur eiginlega frá leiknum. Það var gríðarlega mikilvæg karfa," sagði Ívar. "Við stjórnuðum leiknum allan tímann. Þó við værum undir fannst mér við stýra leiknum. Við vorum bara ekki að hitta." Flestir hafa spáð Tindastóli sigri í rimmunni en var sigurinn í kvöld skilaboð um að Haukarnir ætli sér í úrslitin? "Við vitum alveg hvað við erum með gott lið. Við unnum Þór Þorlákshöfn sem er með virkilega gott lið en aldrei vorum við með fullmannað lið. Við spilum án Kana en vinnum samt," sagði Ívar. "Við fáum ekki mikið hrós. Það töluðu allir um að Þórsarar væru ekki að spila upp á sitt besta en það sýndi sig í dag að varnarleikurinn okkar er góður. Ef við höldum áfram að spila þessa vörn þurfa hin liðin að hafa áhyggjur af okkur," sagði Ívar Ásgrímsson.Joe Costa: Bestu leikmennirnir gerðu ekkert í dag "Þetta er ekkert ánægjuefni," sagði draugfúll Joe Costa, þjálfari Tindastóls, eftir tapið í kvöld þegar blaðamaður spurði hann út í framlag helstu skorara liðsins. "Leikmennirnir sem vanalega skora fyrir okkur gerðu ekkert í dag og þá er erfitt að vinna. Okkur gekk ekkert í teignum og við hittum ekkert fyrir utan. Það er erfitt að skora á lið eins og Hauka ef þú ætlar að gera það alltaf eftir kerfi því Haukar eru með góða vörn." Costa var sáttur við varnarleikinn í heildina en hann þarf að fá meira frá sínum aðalmönnum fyrir leik tvö á miðvikudagskvöldið í Síkinu. "Þar sem við gátum lítið undir körfunni fengu Haukarnir meira sjálfstraust og fóru að pressa á skotmennina okkar. Darrel var að klúðra skotum sem hann vanalega setur niður. Hann skoraði bara sjö stig í dag og ég veit ekki einu sinni hversu mörg skot hann tók," sagði Costa. "Þegar við höldum hinu liðinu í 73 stigum eigum við alltaf að geta unnið leikinn en í dag klúðruðum við öllum skotum. Þá er ekki hægt að vinna. " "Þegar við förum heim í næsta leik skorum við vonandi úr þessum skotum sem við erum vanir að setja niður. Þá mun ganga betur," sagði Joe Costa.Haukur: Okkur er skítsama hvað er sagt um okkur "Við erum með mjög gott skotlið. Ef við fáum opin skot þá verðum við að skjóta," sagði Haukur Óskarsson, leikmaður Hauka, sigurreifur við Vísi eftir leikinn í kvöld. Haukur skaut og skaut eins og aðrir Haukar í fyrri hálfleik en hitti sama og ekkert. Hann bætti sig heldur betur í seinni hálfleik eins og allt liðið. "Þetta er leikur í úrslitakeppni og varnarleikurinn góður. Það er mikið undir þannig þá er ekkert jafn mikið að fara ofan í og til dæmis í deildarkeppninni. Nýtingin verður aldrei jafn góð þannig við verðum bara að halda áfram," sagði Haukur, en í kvöld var það vörnin sem skilaði sigrinum. Bestu leikmenn Tindatóls komut ekki yfir 10 stig en stigahæstur var Helgi Rafn Viggósson með 18. "Við erum með virkilega gott varnarlið og þegar við spilum svona vörn þá getum við stoppað þá alla. Helgi er topp leikmaður en það verður einhver að skora fyrir þá," sagði Haukur. "Við leggjum auðvitað mikla áherslu á að stöðva útlendingana þeirra og svona þannig Helgi fékk kannski aðeins meira pláss en hann hefði átt að fá. En það verður einhver að skora eins og ég segi." Haukur kallar eftir meiri virðingu þegar talað er um Haukaliðið sem hefur aðeins tapað einum leik síðustu mánuði. "Þegar við vorum að spila á móti Þór var verið að kvarta yfir útlendingnum okkar og eitthvað svoleiðis en það er aldrei sagt bara að Haukar voru betra liðið," sagði Haukur. "Okkur er skítsama svo lengi sem við vinnum. Við erum búnir að vinna tólf af síðustu þrettán leikjum þannig okkur er alveg sama hvað er sagt um okkur á meðan við höldum áfram að vinna leiki," sagði Haukur Óskarsson.Tweets by @Visirkarfa3 Kári Jónsson skorar fyrir Haukaliðið í kvöld.Vísir/Ernirvísir/ernirJoe Costa, þjálfari Tindastóls.Vísir/ErnirÍvar Ásgrímsson, þjálfari Hauka.Vísir/ErnirHaukur Óskarsson, leikmaður Hauka.Vísir/Ernir
Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira