Rokkarinn Andrew W.K. að blanda sér í forsetaslaginn? Birgir Örn Steinarsson skrifar 1. apríl 2016 19:00 Ætlar Andrew WK að taka Jón Gnarr á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum? Visir/Getty Annað hvort er um að ræða eitt metnaðarfyllsta aprílgabb rokksögunnar eða þá að bandaríski rokkarinn Andrew W.K. er alvarlega að íhuga forsetaframboð. Í dag opnaði hann vefsvæði og deildi myndbandi á netinu þar sem hann tilkynnir um stofnun nýs flokks sem eigi að ógna tvíflokkakerfinu sem hefur verið alls ráðandi í bandarískum stjórnmálum. Það kemur kannski aðdáendum rokkarans ekki á óvart að nýi flokkurinn beri nafnið The Party Party. Í tilkynningunni kemur fram að hann og fleiri séu þreyttir á því að heyra stjórnmálamenn úr sitthvorum flokknum sífellt lofa sömu hlutunum, sem svo aldrei sé staðið við. Í myndbandinu segist hann vera búinn að afreiða alla þá pappírsvinnu sem þarf til þess að stofna nýjan flokk og að aðeins vanti örfáar undirskriftir til þess að flokkurinn verði að veruleika og geti blandað sér í baráttuna um forsetastólinn. Þegar síðan er svo heimsótt kemur tilkynning um að söfnuninni sé lokið þar sem nægur fjöldi undirskrifta hafi náðst. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvort Andrew W.K. ætli sér í raun og veru að blanda sér í slaginn við Hillary Clinton og Donald Trump en það verður tíminn að leiða í ljós. Víst er að öll umgjörð er í það minnsta vel útfærð og sannfærandi. Aprílgabb Donald Trump Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Annað hvort er um að ræða eitt metnaðarfyllsta aprílgabb rokksögunnar eða þá að bandaríski rokkarinn Andrew W.K. er alvarlega að íhuga forsetaframboð. Í dag opnaði hann vefsvæði og deildi myndbandi á netinu þar sem hann tilkynnir um stofnun nýs flokks sem eigi að ógna tvíflokkakerfinu sem hefur verið alls ráðandi í bandarískum stjórnmálum. Það kemur kannski aðdáendum rokkarans ekki á óvart að nýi flokkurinn beri nafnið The Party Party. Í tilkynningunni kemur fram að hann og fleiri séu þreyttir á því að heyra stjórnmálamenn úr sitthvorum flokknum sífellt lofa sömu hlutunum, sem svo aldrei sé staðið við. Í myndbandinu segist hann vera búinn að afreiða alla þá pappírsvinnu sem þarf til þess að stofna nýjan flokk og að aðeins vanti örfáar undirskriftir til þess að flokkurinn verði að veruleika og geti blandað sér í baráttuna um forsetastólinn. Þegar síðan er svo heimsótt kemur tilkynning um að söfnuninni sé lokið þar sem nægur fjöldi undirskrifta hafi náðst. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvort Andrew W.K. ætli sér í raun og veru að blanda sér í slaginn við Hillary Clinton og Donald Trump en það verður tíminn að leiða í ljós. Víst er að öll umgjörð er í það minnsta vel útfærð og sannfærandi.
Aprílgabb Donald Trump Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira