Lífið

Hjólað og spilað fyrir börn með einhverfu

Ingibjörg Bára Stefánsdóttir skrifar
Hljómsveitin Valdimar er meðal þeirra sem koma fram á styrktartónleikum í Gamla bíói í kvöld.
Hljómsveitin Valdimar er meðal þeirra sem koma fram á styrktartónleikum í Gamla bíói í kvöld. Vísir/Ernir
„Ég á lítinn guðson, þriggja ára, sem var að fá frumgreiningu einhverfu. Þetta er svolítið sérstakt en maður reynir bara að líta á þetta með jákvæðum augum og öðlast skilning á þessu. Ég á eftir að kynna mér þessi mál betur og finnst að sem flestir ættu að gera það,“ segir söngvarinn Valdimar sem ásamt samnefndri hljómsveit auk Hjálma og Júníusar Meyvants kemur fram á styrktartónleikum í Gamla bíói í kvöld í tilefni alþjóðlegs dags einhverfunnar.

Allur ágóði rennur til málefnisins. Í ár safnar Styrktarfélag barna með einhverfu fyrir gerð á uppbyggilegu fræðsluefni um einhverfu ætluðu börnum en mikill skortur er á slíku.

Í dag kl. 14 stendur félagið fyrir góðgerðarspinning þar sem frægir Íslendingar hjóla til góðs. Fjölmörg fyrirtæki hafa lagt málefninu lið með því að „kaupa“ hjól og senda sinn fulltrúa, þjóðþekktan, til að hjóla fyrir sig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×