Irina og Jón Sigurður urðu bæði þrefaldir Íslandsmeistarar um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2016 17:37 Irina Sazonova og Dominuqa Belányi úr Ármanni unnu fjóra af fimm Íslandsmeistaratitlinum sem voru í boði hjá konunum um helgina. Mynd/Fésbókarsíða Fimleikasambands Íslands Ármenningarnir Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson bættu í dag við tveimur Íslandsmeistaratitlum á einstökum áhöldum við Íslandsmeistaratitla sína í fjölþraut í gær. Íslandsmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í Laugabóli í dag. Irina Sazonova varð Íslandsmeistari á bæði jafnvægisslá og á gólfi og var því sigursælust eins og í gær. Jón Sigurður Gunnarsson varð Íslandsmeistari á bæði gólfi og í hringjum en hann vann tvö áhöld eins og þeir Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni og Hrannar Jónsson úr Gerplu. Irina Sazonova úr Ármanni vann eins og áður sagði gull á jafnvægisslá og á gólfi en hún fékk einnig silfur á tvíslánni. Á tvíslá sigraði Dominuqa Belányi úr Ármanni eftir glæsilegar æfingar og á stökki sigraði Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir úr Björk. Það var svo jöfn keppni hjá körlunum að í bæði stökki og á svifrá þurftu menn að deila Íslandsmeistaratitlinum. Á stökki voru jafnir í fyrsta sæti þeir Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni og Hrannar Jónsson úr Gerplu. Hrannar deildi einnig Íslandsmeistaratitli á svifrá en þar var það Hróbjartur Pálmar Hilmarsson úr Gerplu sem var jafn Hrannari. Á bogahesti varð Arnþór Daði Jónasson úr Gerplu hlutskarpastur og á tvíslá sigraði Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni. Í unglingaflokki kvenna stóð Íslandsmeistarinn frá því í gær, Margrét Lea Kristinsdóttir úr Björk, uppi sem sigurvegari á jafnvægisslá og gólfi. Á stökki sigraði Vigdís Pálmadóttir úr Björk og á tvíslá Thelma Rún Guðjónsdóttir úr Fylki. Í unglingaflokki karla stóð Íslandsmeistarinn frá því í gær, Jónas Ingi Þórisson úr Ármanni, tvíslá. Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu, vann í hringjum og stökki. Atli Þórður Jónsson úr Gerplu vann á gólfi. Aron Freyr Axelsson gerðu betur en allir á bogahesti og Breki Snorrason úr Björk varð Íslandsmeistari á svifrá. Mótið var stórskemmtilegt og sáust frábært tilþrif hjá okkar besta fimleikafólki. Nú framundan eru spennandi tímar þar sem að Ísland er á leið með fulltrúa í fyrsta skipi í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Irina er í feikna formi og sýndi hún um helgina að hún er til alls líkleg til að komast alla leið til Ríó í ágúst. Það eru einnig fjölmörg önnur mót á dagskránni hjá landsliðum Íslands í áhaldafimleikum. En þar má nefna meðal annars heimsbikarmót í Ljublíana, Berlin Cup, Norðurlandamót sem haldið er hér á landi 7. til 8. maí og svo Evrópumót í Bern í lok maí. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira
Ármenningarnir Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson bættu í dag við tveimur Íslandsmeistaratitlum á einstökum áhöldum við Íslandsmeistaratitla sína í fjölþraut í gær. Íslandsmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í Laugabóli í dag. Irina Sazonova varð Íslandsmeistari á bæði jafnvægisslá og á gólfi og var því sigursælust eins og í gær. Jón Sigurður Gunnarsson varð Íslandsmeistari á bæði gólfi og í hringjum en hann vann tvö áhöld eins og þeir Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni og Hrannar Jónsson úr Gerplu. Irina Sazonova úr Ármanni vann eins og áður sagði gull á jafnvægisslá og á gólfi en hún fékk einnig silfur á tvíslánni. Á tvíslá sigraði Dominuqa Belányi úr Ármanni eftir glæsilegar æfingar og á stökki sigraði Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir úr Björk. Það var svo jöfn keppni hjá körlunum að í bæði stökki og á svifrá þurftu menn að deila Íslandsmeistaratitlinum. Á stökki voru jafnir í fyrsta sæti þeir Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni og Hrannar Jónsson úr Gerplu. Hrannar deildi einnig Íslandsmeistaratitli á svifrá en þar var það Hróbjartur Pálmar Hilmarsson úr Gerplu sem var jafn Hrannari. Á bogahesti varð Arnþór Daði Jónasson úr Gerplu hlutskarpastur og á tvíslá sigraði Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni. Í unglingaflokki kvenna stóð Íslandsmeistarinn frá því í gær, Margrét Lea Kristinsdóttir úr Björk, uppi sem sigurvegari á jafnvægisslá og gólfi. Á stökki sigraði Vigdís Pálmadóttir úr Björk og á tvíslá Thelma Rún Guðjónsdóttir úr Fylki. Í unglingaflokki karla stóð Íslandsmeistarinn frá því í gær, Jónas Ingi Þórisson úr Ármanni, tvíslá. Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu, vann í hringjum og stökki. Atli Þórður Jónsson úr Gerplu vann á gólfi. Aron Freyr Axelsson gerðu betur en allir á bogahesti og Breki Snorrason úr Björk varð Íslandsmeistari á svifrá. Mótið var stórskemmtilegt og sáust frábært tilþrif hjá okkar besta fimleikafólki. Nú framundan eru spennandi tímar þar sem að Ísland er á leið með fulltrúa í fyrsta skipi í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Irina er í feikna formi og sýndi hún um helgina að hún er til alls líkleg til að komast alla leið til Ríó í ágúst. Það eru einnig fjölmörg önnur mót á dagskránni hjá landsliðum Íslands í áhaldafimleikum. En þar má nefna meðal annars heimsbikarmót í Ljublíana, Berlin Cup, Norðurlandamót sem haldið er hér á landi 7. til 8. maí og svo Evrópumót í Bern í lok maí.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira