Irina og Jón Sigurður urðu bæði þrefaldir Íslandsmeistarar um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2016 17:37 Irina Sazonova og Dominuqa Belányi úr Ármanni unnu fjóra af fimm Íslandsmeistaratitlinum sem voru í boði hjá konunum um helgina. Mynd/Fésbókarsíða Fimleikasambands Íslands Ármenningarnir Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson bættu í dag við tveimur Íslandsmeistaratitlum á einstökum áhöldum við Íslandsmeistaratitla sína í fjölþraut í gær. Íslandsmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í Laugabóli í dag. Irina Sazonova varð Íslandsmeistari á bæði jafnvægisslá og á gólfi og var því sigursælust eins og í gær. Jón Sigurður Gunnarsson varð Íslandsmeistari á bæði gólfi og í hringjum en hann vann tvö áhöld eins og þeir Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni og Hrannar Jónsson úr Gerplu. Irina Sazonova úr Ármanni vann eins og áður sagði gull á jafnvægisslá og á gólfi en hún fékk einnig silfur á tvíslánni. Á tvíslá sigraði Dominuqa Belányi úr Ármanni eftir glæsilegar æfingar og á stökki sigraði Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir úr Björk. Það var svo jöfn keppni hjá körlunum að í bæði stökki og á svifrá þurftu menn að deila Íslandsmeistaratitlinum. Á stökki voru jafnir í fyrsta sæti þeir Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni og Hrannar Jónsson úr Gerplu. Hrannar deildi einnig Íslandsmeistaratitli á svifrá en þar var það Hróbjartur Pálmar Hilmarsson úr Gerplu sem var jafn Hrannari. Á bogahesti varð Arnþór Daði Jónasson úr Gerplu hlutskarpastur og á tvíslá sigraði Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni. Í unglingaflokki kvenna stóð Íslandsmeistarinn frá því í gær, Margrét Lea Kristinsdóttir úr Björk, uppi sem sigurvegari á jafnvægisslá og gólfi. Á stökki sigraði Vigdís Pálmadóttir úr Björk og á tvíslá Thelma Rún Guðjónsdóttir úr Fylki. Í unglingaflokki karla stóð Íslandsmeistarinn frá því í gær, Jónas Ingi Þórisson úr Ármanni, tvíslá. Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu, vann í hringjum og stökki. Atli Þórður Jónsson úr Gerplu vann á gólfi. Aron Freyr Axelsson gerðu betur en allir á bogahesti og Breki Snorrason úr Björk varð Íslandsmeistari á svifrá. Mótið var stórskemmtilegt og sáust frábært tilþrif hjá okkar besta fimleikafólki. Nú framundan eru spennandi tímar þar sem að Ísland er á leið með fulltrúa í fyrsta skipi í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Irina er í feikna formi og sýndi hún um helgina að hún er til alls líkleg til að komast alla leið til Ríó í ágúst. Það eru einnig fjölmörg önnur mót á dagskránni hjá landsliðum Íslands í áhaldafimleikum. En þar má nefna meðal annars heimsbikarmót í Ljublíana, Berlin Cup, Norðurlandamót sem haldið er hér á landi 7. til 8. maí og svo Evrópumót í Bern í lok maí. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira
Ármenningarnir Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson bættu í dag við tveimur Íslandsmeistaratitlum á einstökum áhöldum við Íslandsmeistaratitla sína í fjölþraut í gær. Íslandsmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í Laugabóli í dag. Irina Sazonova varð Íslandsmeistari á bæði jafnvægisslá og á gólfi og var því sigursælust eins og í gær. Jón Sigurður Gunnarsson varð Íslandsmeistari á bæði gólfi og í hringjum en hann vann tvö áhöld eins og þeir Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni og Hrannar Jónsson úr Gerplu. Irina Sazonova úr Ármanni vann eins og áður sagði gull á jafnvægisslá og á gólfi en hún fékk einnig silfur á tvíslánni. Á tvíslá sigraði Dominuqa Belányi úr Ármanni eftir glæsilegar æfingar og á stökki sigraði Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir úr Björk. Það var svo jöfn keppni hjá körlunum að í bæði stökki og á svifrá þurftu menn að deila Íslandsmeistaratitlinum. Á stökki voru jafnir í fyrsta sæti þeir Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni og Hrannar Jónsson úr Gerplu. Hrannar deildi einnig Íslandsmeistaratitli á svifrá en þar var það Hróbjartur Pálmar Hilmarsson úr Gerplu sem var jafn Hrannari. Á bogahesti varð Arnþór Daði Jónasson úr Gerplu hlutskarpastur og á tvíslá sigraði Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni. Í unglingaflokki kvenna stóð Íslandsmeistarinn frá því í gær, Margrét Lea Kristinsdóttir úr Björk, uppi sem sigurvegari á jafnvægisslá og gólfi. Á stökki sigraði Vigdís Pálmadóttir úr Björk og á tvíslá Thelma Rún Guðjónsdóttir úr Fylki. Í unglingaflokki karla stóð Íslandsmeistarinn frá því í gær, Jónas Ingi Þórisson úr Ármanni, tvíslá. Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu, vann í hringjum og stökki. Atli Þórður Jónsson úr Gerplu vann á gólfi. Aron Freyr Axelsson gerðu betur en allir á bogahesti og Breki Snorrason úr Björk varð Íslandsmeistari á svifrá. Mótið var stórskemmtilegt og sáust frábært tilþrif hjá okkar besta fimleikafólki. Nú framundan eru spennandi tímar þar sem að Ísland er á leið með fulltrúa í fyrsta skipi í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Irina er í feikna formi og sýndi hún um helgina að hún er til alls líkleg til að komast alla leið til Ríó í ágúst. Það eru einnig fjölmörg önnur mót á dagskránni hjá landsliðum Íslands í áhaldafimleikum. En þar má nefna meðal annars heimsbikarmót í Ljublíana, Berlin Cup, Norðurlandamót sem haldið er hér á landi 7. til 8. maí og svo Evrópumót í Bern í lok maí.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira