Innlent

Þingflokkarnir funda: Sjálfstæðismenn funda án formannsins

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, náði þessari mynd á þingflokksfundi Sjálfstæðismanna í morgun.
Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, náði þessari mynd á þingflokksfundi Sjálfstæðismanna í morgun. Vísir/Anton Brink
Allir þingflokkar utan Pírata funda nú vegna frétta gærdagsins.

Eins og fram hefur komið fundar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ásamt Framsóknarflokknum í Alþingishúsinu. Þá sitja Vinstri Grænir og Björt Framtíð á þingflokksfundi í þinghúsinu sömuleiðis.

Samfylkingin fundar hinum megin við götuna en Sjálfstæðisflokkurinn fundar í Valhöll. Blaðamenn og ljósmyndarar bíða þingmanna í þinghúsinu.  Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, er víðsfjarri en hann er í Bandaríkjunum um þessar mundir. Píratar hafa ekki sest á formlegan fund.

Eins og fram hefur komið fundaði stjórnarandstaðan í morgun og samþykkti að leggja fram vantrauststillögu á sitjandi ríkisstjórn. Stjórnarandstaðan mun funda aftur klukkan tvö í dag en þingfundur hefst klukkutíma síðar. Til stóð að Bjarni Benediktsson myndi mæta á þingfundinn en hann missti af fluginu heim.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×