Allir þingflokkar utan Pírata funda nú vegna frétta gærdagsins.
Eins og fram hefur komið fundar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ásamt Framsóknarflokknum í Alþingishúsinu. Þá sitja Vinstri Grænir og Björt Framtíð á þingflokksfundi í þinghúsinu sömuleiðis.
Samfylkingin fundar hinum megin við götuna en Sjálfstæðisflokkurinn fundar í Valhöll. Blaðamenn og ljósmyndarar bíða þingmanna í þinghúsinu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, er víðsfjarri en hann er í Bandaríkjunum um þessar mundir. Píratar hafa ekki sest á formlegan fund.
Eins og fram hefur komið fundaði stjórnarandstaðan í morgun og samþykkti að leggja fram vantrauststillögu á sitjandi ríkisstjórn. Stjórnarandstaðan mun funda aftur klukkan tvö í dag en þingfundur hefst klukkutíma síðar. Til stóð að Bjarni Benediktsson myndi mæta á þingfundinn en hann missti af fluginu heim.
Þingflokkarnir funda: Sjálfstæðismenn funda án formannsins

Tengdar fréttir

Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“
"Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca um leka á yfir ellefu milljón skjölum úr smiðju lögmannsstofunnar á Panama.

Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“
Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla.