Óttar Magnús á heimleið og spilar með Víkingi í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2016 16:05 Óttar Magnús Karlsson við undirskriftina hjá Ajax ásamt Marc Overmars, yfirmanni knattspyrnumála hjá Ajax. mynd/ajax.nl Víkingum er að berast frekari liðsstyrkur fyrir komandi átök í Pepsi-deild karla í fótbolta. Unglingalandsliðsmaðurinn Óttar Magnús Karlsson er á heimleið eftir þrjú ár hjá Ajax í Hollandi og spilar með Víkingi í sumar. Óttar, sem verður 19 ára gamall á árinu, er uppalinn hjá Víkingi en hann gekk í raðir Ajax sumarið 2013 og hefur þar verið í unglingaakademíu þess fornfræga hollenska risa. Hann var undir lok síðasta árs lánaður til Spörtu í Rotterdam þar sem hann hefur spilað með varaliðinu. Ajax og Víkingur eru að ganga frá pappírsvinnu sín á milli áður en Óttar getur snúið heim. Óttar Magnús er fastamaður í U19 ára landsliði Íslands, en hann á í heildina 24 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.Milos Milojevic þekkir vel til Óttars Magnúsar.vísir/andri marinóÞarf að komast aftur í gang „Ég þjálfaði Óttar í fjögur eða fimm ár áður en hann fór út þannig ég veit alveg hvað hann getur. Hann getur orðið algjör framtíðarleikmaður fyrir Víking,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, í samtali við Vísi. Óttar er stór og sterkur framherji sem getur leyst fleiri stöður fremst á vellinum. Hann hefur þó ekki enn spilað meistaraflokksleik á ferlinum og tekst því á við nýja áskorun hjá sínu uppeldisfélagi. „Við þurfum að koma honum í gang og fá hann til að byrja aftur og hugsa eins og hinir í liðinu. Ég þarf líka að sjá hvar hann er líkamlega staddur en ef ég þekki hann rétt er Óttar í góðu formi eins og hann hefur alltaf verið. Nú þarf hann bara að fara að spila meistaraflokksbolta og taka næsta skref,“ segir Milos. Serbinn, sem tók einn við Víkingsliðinu á miðju síðasta sumri og bjargaði sæti þess í Pepsi-deildinni, segir að Óttar sé nógu góður til að komast í byrjunarlið Víkings en það sé undir honum komið. Með komu hans hafa Víkingar lokið sér af á leikmannamarkaðnum í bili. „Eins og staðan er núna með Óttar þá er þetta komið. Við hópinn bætist svo Tómas Guðmundsson þegar hann kemur heim eftir tvær vikur. Óttar er þessi vinstri fótar leikmaður sem við vorum að leita að. Breiddin er mikil í hópnum núna og hópurinn er sterkur. Einn í viðbót væri of mikið í augnablikinu en svo veit maður ekkert hvernig þetta allt þróast,“ segir Milos Milojevic. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ Sjá meira
Víkingum er að berast frekari liðsstyrkur fyrir komandi átök í Pepsi-deild karla í fótbolta. Unglingalandsliðsmaðurinn Óttar Magnús Karlsson er á heimleið eftir þrjú ár hjá Ajax í Hollandi og spilar með Víkingi í sumar. Óttar, sem verður 19 ára gamall á árinu, er uppalinn hjá Víkingi en hann gekk í raðir Ajax sumarið 2013 og hefur þar verið í unglingaakademíu þess fornfræga hollenska risa. Hann var undir lok síðasta árs lánaður til Spörtu í Rotterdam þar sem hann hefur spilað með varaliðinu. Ajax og Víkingur eru að ganga frá pappírsvinnu sín á milli áður en Óttar getur snúið heim. Óttar Magnús er fastamaður í U19 ára landsliði Íslands, en hann á í heildina 24 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.Milos Milojevic þekkir vel til Óttars Magnúsar.vísir/andri marinóÞarf að komast aftur í gang „Ég þjálfaði Óttar í fjögur eða fimm ár áður en hann fór út þannig ég veit alveg hvað hann getur. Hann getur orðið algjör framtíðarleikmaður fyrir Víking,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, í samtali við Vísi. Óttar er stór og sterkur framherji sem getur leyst fleiri stöður fremst á vellinum. Hann hefur þó ekki enn spilað meistaraflokksleik á ferlinum og tekst því á við nýja áskorun hjá sínu uppeldisfélagi. „Við þurfum að koma honum í gang og fá hann til að byrja aftur og hugsa eins og hinir í liðinu. Ég þarf líka að sjá hvar hann er líkamlega staddur en ef ég þekki hann rétt er Óttar í góðu formi eins og hann hefur alltaf verið. Nú þarf hann bara að fara að spila meistaraflokksbolta og taka næsta skref,“ segir Milos. Serbinn, sem tók einn við Víkingsliðinu á miðju síðasta sumri og bjargaði sæti þess í Pepsi-deildinni, segir að Óttar sé nógu góður til að komast í byrjunarlið Víkings en það sé undir honum komið. Með komu hans hafa Víkingar lokið sér af á leikmannamarkaðnum í bili. „Eins og staðan er núna með Óttar þá er þetta komið. Við hópinn bætist svo Tómas Guðmundsson þegar hann kemur heim eftir tvær vikur. Óttar er þessi vinstri fótar leikmaður sem við vorum að leita að. Breiddin er mikil í hópnum núna og hópurinn er sterkur. Einn í viðbót væri of mikið í augnablikinu en svo veit maður ekkert hvernig þetta allt þróast,“ segir Milos Milojevic.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ Sjá meira