Er ein kráka í hendi betri en tvær í skógi? Þorkell Helgason skrifar 6. apríl 2016 07:00 Greinarhöfundur fjallaði hér í Fréttablaðinu 2. apríl sl. um innihaldið í frumvarpsdrögum stjórnarskrárnefndar sem kynnt hafa verið. (Því miður hefur uppsetningin brenglast lítillega í blaðinu en rétt upp setta má finna greinina á vefsíðunni visir.is; https://www.visir.is/hvad-sagdi-stjornlagarad-um-tillogur-stjornarskrarnefndar-/article/2016160409845) Nú verður haldið áfram og hugað að framvindu málsins.Staðan nú Nú, nær fimm árum eftir að stjórnlagaráð lagði fram heildardrög að nýrri stjórnarskrá, búum við enn við þá gömlu, óbreytta. Við, sem viljum nýja stjórnarskrá byggða á þeim grundvelli sem stjórnlagaráð lagði, verðum að spyrja okkur hvort við teljum tillögur stjórnarskrárnefndar spor í rétta átt, áfangasigur, sem beri að fagna, eða leiðarenda málsins og um leið blindgötu. Hvort tillögurnar séu viðunandi áfangi fer að talsverðu leyti eftir því hvernig nefndin tekur á þeim ábendingum um lagfæringar sem hún hefur fengið. Verði niðurstaðan sú að endanlegar tillögur nefndarinnar séu kráka í hendi ber þá ekki að fagna því og þiggja? Hinar krákurnar tvær í skógi ættu að geta náðst síðar. Ef ekki, er þá ekki þessi eina í hendi skárri en engin? Látum svörin bíða þess sem fram vindur.Hvað svo? En jafnvel þótt stjórnarskrárnefndin nýja skili af sér viðunandi tillögum, er kálið ekki sopið þó að í ausuna sé komið. Við tekur umfjöllun á Alþingi og atkvæðagreiðsla þar. Frumvörp stjórnarskrárnefndar verða að fá stuðning 2/3 hluta greiddra atkvæði á þinginu, atkvæði 42 þingmanna, ef hinir 21 eru allir á móti. Það eitt kallar á stuðning minnst þriggja þingflokka. Þingmenn kunna að vera andvígir umræddum stjórnarskrárbreytingum, bæði þeir sem vilja sem minnstu breyta svo og hinir sem telja of skammt gengið. Að málinu yrði því sótt úr tveimur áttum. Hljóti frumvörpin, eitt, tvö eða öll þrjú, tilskilin stuðning á þingi fer málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en þar eru líka settar skorður. Ekki nægir að meiri hluti þeirra, sem þátt taka, ákveði endanlega um afdrif breytingarfrumvarpanna heldur verða 40% kjósenda á kjörskrá að styðja hvert frumvarpanna til að það teljist samþykkt. Þetta er strangt skilyrði. Jafnvel þótt kosningaþátttaka yrði þokkaleg, segjum 60%, þurfa 2/3 þeirra sem þátt taka að vera fylgjandi breytingunni. Rúmur þriðjungur nær á hinn bóginn að fella málið. Eins og á þingi kynnu þá andstæðingar að sameinast gegn breytingunum. Til þess að slíkar stjórnarskrárbreytingar nái fram að ganga, þarf því að virkja stóran hluta kjósenda til þátttöku og megnið af þeim verður að sannfærast um ágæti frumvarpanna. Af þessu sést að brýnt er að undirbúa hugsanlega þjóðaratkvæðagreiðslu vel, hafa góða kynningu – með og móti – og síðast en ekki síst að velja réttan tíma. Að mínu mati væri, úr því sem komið er, æskilegast að hafa atkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar samhliða næstu þingkosningum. Samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár og kosningalaga verða þingkosningar að fara fram í síðasta lagi 29. apríl 2017. Bráðabirgðaákvæðið um verklagið við stjórnarskrárbreytingu, sem til stendur að nýta, fellur úr gildi degi síðar, eða 30. apríl 2017. Þannig væri enn borð fyrir báru. Nú kann að vera sagt að óheppilegt sé að tengja saman þjóðaratkvæðagreiðslu og þingkosningar. Forseti lýðveldisins hefur tekið svo stórt upp í sig að segja það „jafnvel andlýðræðislegt í eðli sínu“ að þjóðaratkvæðagreiðsla blandaðist komandi forsetakosningum. Ekki verður tekið undir þá skoðun auk þess sem hér er ólíku saman að jafna. Það er einmitt tilvalið að spyrða saman þingkosningar og stjórnarskrármál. Stjórnarskráin mun þá verða einna efst á baugi í aðdraganda þingkosninganna. Þjóðinni gefst þannig tækifæri til að hafa samræmi í gerðum sínum, að taka afstöðu til stjórnarskrárbreytinga og kjósa jafnframt þá á þing sem vilja fylgja eftir frekari stjórnarskrárbreytingum – jafnvel á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs. Hinir sem vilja sem fæstu breyta kjósa þá kyrrstöðuflokka. Þessi þráður verður ekki spunninn lengra að sinni. Nú er þess að bíða að stjórnarskrárnefnd skili af sér – og þá vonandi bættum tillögum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Sjá meira
Greinarhöfundur fjallaði hér í Fréttablaðinu 2. apríl sl. um innihaldið í frumvarpsdrögum stjórnarskrárnefndar sem kynnt hafa verið. (Því miður hefur uppsetningin brenglast lítillega í blaðinu en rétt upp setta má finna greinina á vefsíðunni visir.is; https://www.visir.is/hvad-sagdi-stjornlagarad-um-tillogur-stjornarskrarnefndar-/article/2016160409845) Nú verður haldið áfram og hugað að framvindu málsins.Staðan nú Nú, nær fimm árum eftir að stjórnlagaráð lagði fram heildardrög að nýrri stjórnarskrá, búum við enn við þá gömlu, óbreytta. Við, sem viljum nýja stjórnarskrá byggða á þeim grundvelli sem stjórnlagaráð lagði, verðum að spyrja okkur hvort við teljum tillögur stjórnarskrárnefndar spor í rétta átt, áfangasigur, sem beri að fagna, eða leiðarenda málsins og um leið blindgötu. Hvort tillögurnar séu viðunandi áfangi fer að talsverðu leyti eftir því hvernig nefndin tekur á þeim ábendingum um lagfæringar sem hún hefur fengið. Verði niðurstaðan sú að endanlegar tillögur nefndarinnar séu kráka í hendi ber þá ekki að fagna því og þiggja? Hinar krákurnar tvær í skógi ættu að geta náðst síðar. Ef ekki, er þá ekki þessi eina í hendi skárri en engin? Látum svörin bíða þess sem fram vindur.Hvað svo? En jafnvel þótt stjórnarskrárnefndin nýja skili af sér viðunandi tillögum, er kálið ekki sopið þó að í ausuna sé komið. Við tekur umfjöllun á Alþingi og atkvæðagreiðsla þar. Frumvörp stjórnarskrárnefndar verða að fá stuðning 2/3 hluta greiddra atkvæði á þinginu, atkvæði 42 þingmanna, ef hinir 21 eru allir á móti. Það eitt kallar á stuðning minnst þriggja þingflokka. Þingmenn kunna að vera andvígir umræddum stjórnarskrárbreytingum, bæði þeir sem vilja sem minnstu breyta svo og hinir sem telja of skammt gengið. Að málinu yrði því sótt úr tveimur áttum. Hljóti frumvörpin, eitt, tvö eða öll þrjú, tilskilin stuðning á þingi fer málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en þar eru líka settar skorður. Ekki nægir að meiri hluti þeirra, sem þátt taka, ákveði endanlega um afdrif breytingarfrumvarpanna heldur verða 40% kjósenda á kjörskrá að styðja hvert frumvarpanna til að það teljist samþykkt. Þetta er strangt skilyrði. Jafnvel þótt kosningaþátttaka yrði þokkaleg, segjum 60%, þurfa 2/3 þeirra sem þátt taka að vera fylgjandi breytingunni. Rúmur þriðjungur nær á hinn bóginn að fella málið. Eins og á þingi kynnu þá andstæðingar að sameinast gegn breytingunum. Til þess að slíkar stjórnarskrárbreytingar nái fram að ganga, þarf því að virkja stóran hluta kjósenda til þátttöku og megnið af þeim verður að sannfærast um ágæti frumvarpanna. Af þessu sést að brýnt er að undirbúa hugsanlega þjóðaratkvæðagreiðslu vel, hafa góða kynningu – með og móti – og síðast en ekki síst að velja réttan tíma. Að mínu mati væri, úr því sem komið er, æskilegast að hafa atkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar samhliða næstu þingkosningum. Samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár og kosningalaga verða þingkosningar að fara fram í síðasta lagi 29. apríl 2017. Bráðabirgðaákvæðið um verklagið við stjórnarskrárbreytingu, sem til stendur að nýta, fellur úr gildi degi síðar, eða 30. apríl 2017. Þannig væri enn borð fyrir báru. Nú kann að vera sagt að óheppilegt sé að tengja saman þjóðaratkvæðagreiðslu og þingkosningar. Forseti lýðveldisins hefur tekið svo stórt upp í sig að segja það „jafnvel andlýðræðislegt í eðli sínu“ að þjóðaratkvæðagreiðsla blandaðist komandi forsetakosningum. Ekki verður tekið undir þá skoðun auk þess sem hér er ólíku saman að jafna. Það er einmitt tilvalið að spyrða saman þingkosningar og stjórnarskrármál. Stjórnarskráin mun þá verða einna efst á baugi í aðdraganda þingkosninganna. Þjóðinni gefst þannig tækifæri til að hafa samræmi í gerðum sínum, að taka afstöðu til stjórnarskrárbreytinga og kjósa jafnframt þá á þing sem vilja fylgja eftir frekari stjórnarskrárbreytingum – jafnvel á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs. Hinir sem vilja sem fæstu breyta kjósa þá kyrrstöðuflokka. Þessi þráður verður ekki spunninn lengra að sinni. Nú er þess að bíða að stjórnarskrárnefnd skili af sér – og þá vonandi bættum tillögum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun