Körfubolti

Tveir lykilmenn Hauka ekki fæddir þegar liðið komst síðast í 2-0

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Jónsson og Hjálmar Stefánsson.
Kári Jónsson og Hjálmar Stefánsson. Vísir/Ernir
Haukar heimsækja Tindastólsliðið í Síkið á Sauðárkróki í kvöld og eiga þar möguleika á því að ná 2-0 forystu í undanúrslitaeinvígi liðanna þar sem þarf þrjá sigra til að komast í lokaúrslitin.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.

Haukar hafa ekki komist í 2-0 í einvígi í úrslitakeppninni í 23 ár eða síðan í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Grindavík sem Haukar unnu 2-0 og tryggðu sé þá sæti í lokaúrslitum.

Haukaliðið vann seinni leik sinni á móti Grindavík 23. mars 1993 en liðið vann þá 78-74 sigur í Íþróttahúsinu í Strandgötu og fylgdi þá eftir sigri í Grindavík í fyrsta leiknum.

Jón Arnar Ingvarsson, faðir Kára Jónssonar, var stigahæstur hjá Haukum í leiknum með 27 stig en John Rhodes skoraði 26 stig.

Tveir lykilmenn Haukaliðsins í dag, Kári Jónsson og Hjálmar Stefánsson, voru ekki fæddir þegar Haukar komust síðast í 2-0 í einvígi og reyndar langt frá því.

Þennan 24. dags marsmánaðar 1993 voru enn 1018 dagar í það að Hjálmar kæmi í heiminn (fæddur 5. janúar 1996) og 1618 dagar i það að Kári Jónsson fæddist (fæddur 27. ágúst 1997).

Fyrirliðinn Emil Barja var líka aðeins 19 mánaða gamall og Haukur Óskarsson var tveggja ára og tveggja mánaða. Í stuttu máli það er orðið mjög langt síðan.



Haukar yfir í einvígi í úrslitakeppninni frá Íslandsmeistaratitlinum 1988:

2016: 1-0 á móti Tindastól í undanúrslitum

2016: 2-1 og 3-1 á móti Þór Þorlákshöfn í 8 liða úrslitum

2015: 3-2 á móti Keflavík í 8 liða úrslitum

2014: Komust ekki yfir

2011: Komust ekki yfir

2004: Komust ekki yfir

2003: 1-0 á móti Tindastól í 8 liða úrslitum

2002: Komust ekki yfir

2001: Komust ekki yfir

2000: 1-0 og 2-1 á móti Grindavík í undanúrslitum

2000: 1-0 og 2-1 á móti Þór Akureyri í 8 liða úrslitum

1999: Komust ekki yfir

1998: Komust ekki yfir

1997: Komust ekki yfir

1996: 1-0 og 2-1 á móti ÍR í 8 liða úrslitum

1995: Komust ekki yfir

1993: 1-0 og 2-0 á móti Grindavík í undanúrslitum

1988: 2-1 á móti Njarðvík í lokaúrslitum

1988: 2-1 á móti Keflavík í undanúrslitum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×